Árborg

Fréttamynd

Sóley Embla er íbúi númer ellefu þúsund í Árborg

11 þúsundasti íbúi Sveitarfélagsins Árborgar var heiðraður nú síðdegis en það var lítil stúlka, sem fæddist 21. júní og hefur hún verið nefnd Sóley Embla. Foreldrar hennar eru Sindri Freyr Ágústsson úr Þorlákshöfn og Helena Guðmundsdóttir frá Selfossi en fjölskyldan býr á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Stuðlabandið springur út í Brasilíu

Hljómsveitin Stuðlabandið vakti athygli á Kótelettunni nú í júlí þegar þeir tóku hið sígilda barnalag Í larí lei og allt ætlaði um koll að keyra en atriðið var tekið upp á myndband sem birtist á vefsíðunni Youtube. Lagið er upphaflega gefið út af brasilísku tónlistarkonunni XUXA og heitir Ylarie en í kjölfar óvæntrar atburðarrásar birti hún myndbandið af Stuðlabandinu á Instagram síðu sinni. Blaðamaður heyrði í Fannari Frey meðlim Stuðlabandsins.

Tónlist
Fréttamynd

Falleg saga frá bráðamóttökunni á Selfossi

Hjón í Hveragerði tóku að sér sjö og tíu ára bræður frá Bretlandi og leyfðu þeim að gista hjá sér í nótt. Ástæðan er sú að eiginmaðurinn er yfirlæknir á Selfossi og hafði verið að sinna bráðveikri mömmu drengjanna, sem þurfti að fara í bráðaaðgerð í Reykjavík. Bræðurnir höfðu ekki í nein hús að venda og tóku hjónin drengina að sér með leyfi barnaverndaryfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Guðni forseti lét foreldra heyra það

Forseti Íslands vakti athygli á ósæmilegri hegðun foreldra, sem koma ekki nógu vel fram á hliðarlínunni þegar börn þeirra eru að keppa í íþróttum, þegar hann flutti ávarp við setningu Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands á Selfossi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Allt á floti á Selfossi

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta.

Innlent
Fréttamynd

Stöngin inn á Selfossi um verslunarmannahelgina

Nú loks er komið að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi eftir 10 ára bið. Mörgum er í fersku minni hve mótið sem haldið var í einstakri veðurblíðunni á Selfossi árið 2012 heppnaðist vel. Aðstaða fyrir keppendur og fjölskyldur var þá mjög góð. Í dag er hún enn betri, þjóðarhöll okkar Selfyssinga, Selfosshöllin risin, golfvöllurinn glæsilegri og keppnissvæði hesta- og mótorhjólamanna orðin ein þau bestu á landsvísu. Auk þess er aðstaða til sundiðkunar betri og svo má ekki gleyma öllum göngu og hjólreiðastígunum sem telja hundruð kílómetra út um allan bæ og niður í sveitir.

Skoðun
Fréttamynd

„Þegar við tókum síðan Í larí lei þá ætlaði allt um koll að keyra“

Hljómsveitin Stuðlabandið var að senda frá sér myndband frá Kótelettunni 2022 þar sem þeir taka lagið Í larí lei, sem Sigga Beinteins gerði ódauðlegt árið 1998 og er að finna á plötu hennar Flikk Flakk. Nú 24 árum síðar er lagið að ná nýjum hæðum og virtust tónleikagestir hæstánægðir með þetta lagaval Stuðlabandsins, þar sem allir sungu hátt og snjallt með.

Tónlist
Fréttamynd

Ung­linga­land­smót UMFÍ snýst um gleði og sam­veru

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi 29. til 31. júlí. Skráning er í fullum gangi og stendur til mánudagsins 25. júlí. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir mótið langþráðan viðburð eftir tveggja ára hlé. Þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Samstarf
Fréttamynd

Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi

Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig.

Innlent
Fréttamynd

Álag í unglingavinnunni leiddi til símtals í Neyðarlínuna

„Ég varð strax áhyggjufull, þetta var eitthvað svo óhugnanlegt,“ segir Elfa Arnardóttir í samtali við Vísi. Elfu og móður hennar Sesselju brá heldur betur í brún síðasta mánudag þegar þær voru í göngu skammt frá heimili Sesselju á Selfossi.

Lífið
Fréttamynd

Egill Thorarensen komin á stall á Selfossi

Stytta af Agli Thorarensen hefur verið sett á stall á torginu í miðbæ Selfoss en Egill var mikill athafnamaður á Suðurlandi í áratugi og ruddi Selfoss braut, sem höfuðstað Suðurlands og Þorlákshöfn, sem hafnarbæ.

Innlent
Fréttamynd

Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld.

Lífið
Fréttamynd

Orðuveitingar frá Póllandi á Selfossi

Það var hátíðleg stund í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrir helgi þegar fulltrúar Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands mættu til að heiðra fjóra starfsmenn með orðum fyrir frábært starf fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára.

Innlent
Fréttamynd

Fjóla er nýr bæjarstjóri í Árborg

Fjóla Kristinsdóttir er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar en hún verður fyrstu tvö ár kjörtímabilsins bæjarstjóri, eða þegar Bragi Bjarnason tekur við og klárar kjörtímabilið. Bragi var í fyrsta sæti á D-listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og Fjóla í öðru sæti. Bragi verður formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og svo tekur Fjóla við tvö síðustu árin.

Innlent