Grímsnes- og Grafningshreppur Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. Innlent 6.2.2022 17:40 Leita í kappi við tímann með kafbáti og drónum Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kafbáti. Ofsaveður skellur á við svæðið í nótt. Innlent 6.2.2022 10:00 Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. Innlent 5.2.2022 21:56 Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Innlent 5.2.2022 18:17 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. Innlent 5.2.2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Innlent 5.2.2022 13:45 Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. Innlent 5.2.2022 10:41 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Innlent 5.2.2022 01:14 Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur. Innlent 4.2.2022 21:00 „Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Innlent 4.2.2022 20:11 Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar. Innlent 4.2.2022 16:00 Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. Innlent 4.2.2022 06:26 Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. Innlent 3.2.2022 14:08 Hætta við frekari lokanir á heitu vatni Veitur hafa hætt við að ráðast í frekari lokanir fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang en bilun kom upp í Nesjavallavirkjun fyrr í dag. Innlent 28.1.2022 17:39 Loka fyrir heitt vatn í hluta Kópavogs og Garðabæjar vegna bilunar Heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins er skert um 30% vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Engin framleiðsla er á vatni á Nesjavöllum eins og stendur. Innlent 28.1.2022 14:06 Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. Innlent 28.1.2022 09:58 Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. Innlent 2.1.2022 13:31 Ítrekað kallaðir út vegna sinuelda í Árnessýslu sem raktir voru til óleyfisbrenna Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að sinna alls 54 útköllum, meðal annars vegna gróðurelda sem blossuðu upp víða í umdæminu, í gærkvöldi og í nótt. Innlent 1.1.2022 13:54 Endurreisn Laxabakka við Sog hafin og stefnt að opnun menningarseturs Endurbygging bæjarins Laxabakka við sunnanvert Sog er hafin og er stefnt að því að þar verði starfrækt menningarsetur þegar bærinn verður kominn í upprunalega mynd, líklega næsta sumar. Menning 27.11.2021 09:00 Jólabílabingó Kvenfélags Grímsneshrepps á bílaplani við Borg Kvenfélagskonur í Grímsnesi dóu ekki ráðalausar þegar þær þurftu að aflýsa árlegu jólabingói sínu í félagsheimilinu á Borg vegna hertra sóttvarna. Þær brugðu á það ráð að halda þess í stað Jólabílabingó, sem fer fram á planinu við félagsheimilið á Borg klukkan 14:00 í dag, sunnudag. Innlent 21.11.2021 12:15 Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta. Innlent 31.7.2021 20:04 Nóg um að vera í uppsveitum Árnessýslu Mikill fjöldi fólks er nú í Uppsveitum Árnessýslu þó engin skipulögð dagskrá sé þar í gangi. Ferðamálafulltrúi svæðisins segir þrátt fyrir það sé mikla afþreyingu í boði fyrir fólk. Miklar þrumur og eldingar voru á svæðinu síðdegis í gær og í gærkvöldi. Innlent 31.7.2021 14:04 Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum. Innlent 22.7.2021 20:15 Á 184 kílómetra hraða á Biskupstungnabraut Lögregla á Suðurlandi stöðvaði ökumann við ofsaakstur á Biskupstungnabraut við Tannastaði í liðinni viku. Maðurinn mældist á 184 kílómetra hraða, sem er rúmlega tvöfaldur hámarkshraði. Hann var sviptur ökurétti á staðnum og bíður málsmeðferðar á ákærusviði. Innlent 19.7.2021 10:52 Maðurinn sem festi handlegg í rúllubindivél ekki alvarlega slasaður Karlmaður sem klemmdi handlegg í rúllubindivél í Grímsnesi í gær er ekki alvarlega slasaður, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Innlent 19.7.2021 10:39 Reyna að losa mann sem festi höndina í vinnuvél Viðbragðsaðilar í Árnessýslu eru nú á vettvangi vinnuslyss við landbúnaðarstörf í Grímsnesi. Maður festi hönd í heyvinnuvél og er unnið að því að losa hann. Innlent 18.7.2021 18:29 Ásgarður að koma sterkur inn Við erum varla búin að setja inn frétt af svæðunum við Bíldsfell og Ásgarð í Soginu þegar góðar fréttir berast af hinum bakkanum. Veiði 14.7.2021 13:13 Lifnar aðeins yfir Soginu Væntingar fyrir veiði í Soginu risu eftir fréttir af netaupptöku í Hvítá og það gæti verið ástæðan fyrir ágætis lífi í þessari rómuðu á. Veiði 14.7.2021 13:07 Skemmtun skólafélags í Þrastalundi fór „algerlega úr böndunum“ Lögregla á Suðurlandi var kölluð út þegar skemmtun skólafélags í Þrastalundi í Grímsnesi var „algerlega komin úr böndunum“ síðasta laugardagskvöld. Innlent 5.7.2021 14:44 Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Soginu en það er von unnenda Sogsins að þessi magnaða á sæki í sig veðrið eftir neta uppkaup. Veiði 4.7.2021 08:48 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 10 ›
Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. Innlent 6.2.2022 17:40
Leita í kappi við tímann með kafbáti og drónum Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kafbáti. Ofsaveður skellur á við svæðið í nótt. Innlent 6.2.2022 10:00
Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. Innlent 5.2.2022 21:56
Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Innlent 5.2.2022 18:17
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. Innlent 5.2.2022 14:58
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Innlent 5.2.2022 13:45
Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. Innlent 5.2.2022 10:41
Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Innlent 5.2.2022 01:14
Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur. Innlent 4.2.2022 21:00
„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Innlent 4.2.2022 20:11
Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar. Innlent 4.2.2022 16:00
Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. Innlent 4.2.2022 06:26
Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. Innlent 3.2.2022 14:08
Hætta við frekari lokanir á heitu vatni Veitur hafa hætt við að ráðast í frekari lokanir fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang en bilun kom upp í Nesjavallavirkjun fyrr í dag. Innlent 28.1.2022 17:39
Loka fyrir heitt vatn í hluta Kópavogs og Garðabæjar vegna bilunar Heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins er skert um 30% vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Engin framleiðsla er á vatni á Nesjavöllum eins og stendur. Innlent 28.1.2022 14:06
Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. Innlent 28.1.2022 09:58
Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. Innlent 2.1.2022 13:31
Ítrekað kallaðir út vegna sinuelda í Árnessýslu sem raktir voru til óleyfisbrenna Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að sinna alls 54 útköllum, meðal annars vegna gróðurelda sem blossuðu upp víða í umdæminu, í gærkvöldi og í nótt. Innlent 1.1.2022 13:54
Endurreisn Laxabakka við Sog hafin og stefnt að opnun menningarseturs Endurbygging bæjarins Laxabakka við sunnanvert Sog er hafin og er stefnt að því að þar verði starfrækt menningarsetur þegar bærinn verður kominn í upprunalega mynd, líklega næsta sumar. Menning 27.11.2021 09:00
Jólabílabingó Kvenfélags Grímsneshrepps á bílaplani við Borg Kvenfélagskonur í Grímsnesi dóu ekki ráðalausar þegar þær þurftu að aflýsa árlegu jólabingói sínu í félagsheimilinu á Borg vegna hertra sóttvarna. Þær brugðu á það ráð að halda þess í stað Jólabílabingó, sem fer fram á planinu við félagsheimilið á Borg klukkan 14:00 í dag, sunnudag. Innlent 21.11.2021 12:15
Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta. Innlent 31.7.2021 20:04
Nóg um að vera í uppsveitum Árnessýslu Mikill fjöldi fólks er nú í Uppsveitum Árnessýslu þó engin skipulögð dagskrá sé þar í gangi. Ferðamálafulltrúi svæðisins segir þrátt fyrir það sé mikla afþreyingu í boði fyrir fólk. Miklar þrumur og eldingar voru á svæðinu síðdegis í gær og í gærkvöldi. Innlent 31.7.2021 14:04
Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum. Innlent 22.7.2021 20:15
Á 184 kílómetra hraða á Biskupstungnabraut Lögregla á Suðurlandi stöðvaði ökumann við ofsaakstur á Biskupstungnabraut við Tannastaði í liðinni viku. Maðurinn mældist á 184 kílómetra hraða, sem er rúmlega tvöfaldur hámarkshraði. Hann var sviptur ökurétti á staðnum og bíður málsmeðferðar á ákærusviði. Innlent 19.7.2021 10:52
Maðurinn sem festi handlegg í rúllubindivél ekki alvarlega slasaður Karlmaður sem klemmdi handlegg í rúllubindivél í Grímsnesi í gær er ekki alvarlega slasaður, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Innlent 19.7.2021 10:39
Reyna að losa mann sem festi höndina í vinnuvél Viðbragðsaðilar í Árnessýslu eru nú á vettvangi vinnuslyss við landbúnaðarstörf í Grímsnesi. Maður festi hönd í heyvinnuvél og er unnið að því að losa hann. Innlent 18.7.2021 18:29
Ásgarður að koma sterkur inn Við erum varla búin að setja inn frétt af svæðunum við Bíldsfell og Ásgarð í Soginu þegar góðar fréttir berast af hinum bakkanum. Veiði 14.7.2021 13:13
Lifnar aðeins yfir Soginu Væntingar fyrir veiði í Soginu risu eftir fréttir af netaupptöku í Hvítá og það gæti verið ástæðan fyrir ágætis lífi í þessari rómuðu á. Veiði 14.7.2021 13:07
Skemmtun skólafélags í Þrastalundi fór „algerlega úr böndunum“ Lögregla á Suðurlandi var kölluð út þegar skemmtun skólafélags í Þrastalundi í Grímsnesi var „algerlega komin úr böndunum“ síðasta laugardagskvöld. Innlent 5.7.2021 14:44
Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Soginu en það er von unnenda Sogsins að þessi magnaða á sæki í sig veðrið eftir neta uppkaup. Veiði 4.7.2021 08:48
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti