Þetta vitum við um málið:
- Flugmaðurinn heitir Haraldur Diego. Hann er tæplega fimmtugur, reynslumikill flugmaður og hefur getið sér gott orð fyrir útsýnisflug með erlenda ferðamenn
- Flugvélin er af gerðinni Cessna 172 N með skráningarnúmerið TF-ABB
- Einn erlendu ferðamannanna er frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi og sá þriðji búsettur í Belgíu. Þeir tilheyra stærri hópi ferðamanna sem Rauði krossinn hefur veitt áfallahjálp
- Leitarsvæðið hefur þrengst og er nú aðallega leitað í og við sunnanvert Þingvallavatn
- Olíubrák hefur sést á vatninu og var sýni tekið og sent til rannsóknar.
- Samkvæmt heimildum fréttastofu er myndefni úr eftirlitsmyndavélum nærliggjandi sumarbústaða til skoðunar
- Hundruð björgunarsveitarmanna hafa komið að leitinni og sömuleiðis íslenskir flugmenn sem hafa lagt hönd á plóg
- Leit verður frestað frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 10 í fyrramálið
Fylgst er með gangi mála við leitina í vaktinni að neðan.