Rangárþing ytra

Fréttamynd

Sauðfjárbóndi skammar sauðfjárbændur

„Sauðfjárbændur hafa gloprað niður allri sinni markaðssetningu með kjötið sitt og eru því í þeirri stöðu sem þeir eru í dag“ segir sauðfjárbóndi á Suðurlandi. Svínakjöt selst nú í fyrsta skipti betur en lambakjöt.

Innlent
Fréttamynd

Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa

Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson.

Innlent
Fréttamynd

Þrífættur hundur

Tíkin Zenta er magnaður hundur á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra því hún er aðeins með þrjár lappir en lætur það ekki aftra sig við að gera alla hluti eins og hún gerði áður þegar hún var með sínar fjórar lappir.

Innlent
Fréttamynd

Norska smalakonan segist vera kölluð trans-Íslendingur

„Mig langaði bara að búa hérna, einhvernveginn. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af landinu. Fólk er oft að gera grín að mér, segir að ég sé trans-Íslendingur. Ég er bara fædd í vitlausu landi,“ segir hin norska Silje Dahlen Alviniussen og hlær, nýkomin úr sex daga fjárleitum að Fjallabaki þriðja árið í röð.

Lífið
Fréttamynd

Systur á sveitabæ fá fólk til að brosa með gríni og glensi

Systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum með söng og spili klæddar upp í jólaföt. Þær segja að hafi þær fengið eina manneskju til að brosa af uppátækjum sínum þá hafi tilganginum verið náð og það heppnaðist svo sannarlega hjá þeim.

Innlent
Fréttamynd

Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti

Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu.

Lífið
Fréttamynd

Sex milljóna króna akstursstyrkjum sagt upp hjá Rangárþingi ytra og Ásahreppi

Byggðasamlagið Oddi, sem rekur grunn- og leikskóla í Rangárþingi ytra, þ.e. á Hellu og á Laugalandi í Holtum hefur sagt upp akstursstyrkjum nokkurra starfsmanna og ætlar sér að spara þannig sex milljónir króna. Um er að ræða tímabundna styrki sem tóku gildi 1 ágúst 2019 og áttu að falla út í lok júlí á næsta ári en falla út fyrr.

Innlent
Fréttamynd

„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi?

Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum

Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum

Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins.

Innlent
Fréttamynd

Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman

Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur.

Innlent
Fréttamynd

Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni

Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ekki orðið var við illt umtal um Hótel Rangá

Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár á Suðurlandi, óttast ekki að fjölmiðlaumfjöllun um hótelið í tengslum við smit sem uppgötvaðist hjá gestum hótelsins og sendi meðal annars ráðherra í ríkisstjórinni í sóttkví hafi slæm áhrif á reksturinn til framtíðar.

Viðskipti innlent