Rangárþing ytra

Fréttamynd

Nafn mannsins sem leitað var í Þykkva­bæjar­fjöru

Leit að Renars Mezgalis hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað frá 15. desember síðastliðnum. Bifreið hans fannst í flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru daginn eftir og talið er að hann hafi lent í sjónum þar og sé látinn.

Innlent
Fréttamynd

Syngjandi starfsmenn á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli

Það skortir ekkert á hæfileika starfsmanna hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli þegar hljóðfæraleikur og söngur er annars vegar, því á aðventunni skemmtir starfsfólk heimilisfólki með söng og spili á sérstökum kaffihúsa jólatónleikum.

Innlent
Fréttamynd

Leita að tvítugum karlmanni við Þykkvabæjarfjöru

Karlmaðurinn sem leitað hefur verið að á Suðurlandi síðan seinnipartinn í gær er rúmlega tvítugur. Lögregla hóf eftirgrennslan eftir honum að beiðni aðstandenda í Árnessýslu um fimmleytið síðdegis í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út tveimur klukkustundum síðar.

Innlent
Fréttamynd

“Kakókot” í Grunnskólanum á Hellu

Sá skemmtilegur siður hefur skapast í Grunnskólanum á Hellu að öllum nemendum er boðið í “Kakókot” á aðventunni þar sem krakkarnir fá heitt kakó og piparkökur. Þau launa svo boðið með fallegum jólasöng.

Innlent
Fréttamynd

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun

Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.

Innlent
Fréttamynd

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar

Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga

Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings.

Innlent
Fréttamynd

Álftir éta og éta upp kornakra bænda

Álftir eru verulegt vandamál þegar kornrækt er annars vegar því fuglarnir éta upp heilu hektarana frá bændum á örskotsstund. Kornbóndi á Suðurlandi segir að þó að þær séu reknar upp af ökrunum koma þær jafn harðan aftur, það verði að fækka fuglinum en í dag eru álftir friðaðar.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárrækt er lífsstíll

Það var mikil stemning á Hellu í gær þegar Dagur sauðkindarinnar var haldin hátíðlegur í Rangárhöllinni. Mikill drifkraftur er í sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu og mikill metingur á meðal bænda hver ræktar besta féð.

Innlent
Fréttamynd

Íslenski hesturinn á forsíðu New York Times

Hesturinn Stormur, sem er blesóttur, níu vetra verður heimsfrægur á morgun, því hann prýðir forsíðu New York Times Magazine blaðsins, sem kemur þá út. 150 milljónir manna eru áskrifendur af blaðinu á netinu, og blaðið verður líka gefið út í milljónum prentaðra eintaka.

Lífið
Fréttamynd

Notuðu hesta­mennsku sem yfirvarp fyrir kanna­bis­ræktun

Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli.

Innlent
Fréttamynd

Engin vind­mylla eftir í Þykkva­bæ

Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu til hundrað ný störf í Rangárþingi ytra

Um fimmtíu til hundrað ný störf gætu orðið til með nýjum Grænum iðngarði í Rangárþingi ytra, en nú er unnið að kortlagningu á heppilegri atvinnustarfsemi og viðskiptatækifærum sem gætu átt heima innan iðngarðsins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja leggja hjóla­stíg milli Hellu og Hvolsvallar

Sveitarstjórn Rangárþings ytra kannar nú möguleikann á því að leggja göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar. Leiðin er rúmur tólf og hálfur kílómetri og áætlað er að verkið muni kosta 587 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða fólki heim til sín að tína hamp

Hjónin á bænum Hrúti í Ásahreppi hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að koma heim til sín og tína sinn eigin hamp, sem hægt er að nýta í te, olíur og margt fleira.

Innlent