Akureyri

Fréttamynd

Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót.

Innlent
Fréttamynd

Minningarathöfn í Sambíu á morgun og útför auglýst síðar

Andlát Sigurðar Guðmundssonar í Sambíu þann 19. apríl bar brátt að en Sigurður var aðeins 53 ára. Til stendur að flytja hann heim til Íslands og halda útför. Reiknað er með að fjölskylda og vinir Sigurðar í Sambíu komi hingað til lands við það tilefni.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju X við K?

Það hlýtur að segjast að ALLIR sem sitja nú í bæjarstjórn hafa lesið strípurnar um Jón og Gretti eða séð teiknimyndina. Mögulega haft hana með sér sem rök þegar ákvörðunin var tekin. Vegna þess að nýju reglurnar sem bornar hafa verið til ykkar, já bornar til ykkar kjósenda. Þið þurfið ekki að samþykkja þær.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fram menning og listir á Akur­eyri

Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt.

Skoðun
Fréttamynd

Fær nafnið Fjallkonan

Nýja stólalyfan í Hlíðarfjalli við Akureyri hefur fengið nafnið Fjallkonan. Frítt verður á skíðasvæðið á morgun, laugardag, í tilefni þess.

Innlent
Fréttamynd

Saman erum við ó­stöðvandi

Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Skógarböðin opna ekki fyrr en allt er klárt

Það styttist í að Skógarböðin við Akureyri verði tekin í gagnið eftir miklar framkvæmdir í vetur. Búið er að prufukeyra böðin sem verða þó ekki opnuð fyrr en allt er klárt. Eigendurnir vilja ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjör­stjórnir í stökustu vand­ræðum víða um land

Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjulaus á meðan það er frost

Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina.

Innlent
Fréttamynd

Vilja reisa nýtt gagna­ver á Akur­eyri

Forstjóri atNorth og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri. Fyrirtækið hyggst leigja lóð undir starfsemina á skipulögðu athafnasvæði í útjaðri bæjarins og stefnir á að hefja framkvæmdir þar á næstu mánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Nú er kominn tími til að hafa aftur gaman“

Snjóbretta-og tónlistarhátíðin AK Extreme er snúin aftur eftir margra ára fjarveru. Hátíðin fer af stað með miklum látum en í dag verður brunkeppni og grillveisla í Hlíðarfjalli og er öllum boðið.

Lífið