
Akrahreppur

Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður.

Lokatölur úr Skagafirði: Meirihlutinn heldur
Fimm fulltrúa meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar heldur í Skagafirði.

Biðla til fólks að fara ekki yfir Öxnadalsheiði
Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til fólks að leggja ekki af stsað á Öxnadalsheiði vegna lélgrar færðar og umferðaróhapps.

Skagfirðingar sameinast
Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar.

Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga
Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa.

Akrahreppur og Skagafjörður gætu orðið að einu um helgina
Kosið verður um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á morgun, laugardaginn 19. febrúar. Samþykki meirihluta kjósenda beggja sveitarfélaga þarf til að sameiningin gangi eftir.

Kosið verði um sameiningu Akrahrepps og Skagafjarðar í febrúar
Samstarfsnefnd sem sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar skipuðu til að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu, þar sem hvatt er til sameiningar.

Ekki þörf á að framlengja staðbundnar aðgerðir
Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað í dag að óska ekki eftir framlengingu reglugerðar sem sett var sérstaklega fyrir Skagafjörð og Akrahrepp vegna hópsmits á svæðinu. Aðgerðirnar, sem gilda til morgundagsins, verða því ekki í gildi umfram það.

Tveir greindust á Sauðárkróki í gær
Tveir greindust með kórónuveiruna á Sauðárkróki í Skagafirði í gær, en alls eru nú tíu manns í einangrun í bænum.

Mikil samstaða í sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði
Vonir standa til að hægt verði að aflétta viðbótar samkomutakmörkunum í Skagafirði strax eftir helgi. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af einn í sóttkví og var hann í Skagafirði. Forsætisráðherra var ein þeirra sem voru bólusettir í dag.

Stíga fast til jarðar í Skagafirði: Loka skólum, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum
Ráðist verður í víðtækar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í Skagafirði. Sex hafa greinst með kórónuveiruna á svæðinu á síðustu þremur dögum og eru um 300 manns í sóttkví.

Gætu gripið til þess að loka skólum
Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku.

„Þeir standa bara þarna úti með snjó í eyrunum og snjó upp að mitti“
Dóttir Margrétar Örnu Arnardóttur sat með heilmikinn snjó í fanginu í aftursæti bíls þeirra sem varð fyrir snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Aðrir vegfarendur sem höfðu hafist handa við að moka snjóskafl á veginum stóðu í snjó upp að mitti og með snjó í eyrunum. Margrét Arna hrósar happi að ekki hafi farið verr en kveðst undrandi á því hversu margir Íslendingar hafi lagt af stað yfir heiðina á illa útbúnum bílum með engan búnað í bílnum. „Það var nú engum meint af sem betur fer,“ segir Margrét í samtali við Vísi.

„Þegar ég lendi í flóðinu þá er ég upp að hnjám þegar það stoppar“
Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. Til allrar lukku hafi farið betur en á horfðist en snjóflóðið náði Hannesi upp að hnjám, en hann var í óða önn ásamt þremur öðrum við að moka upp fjölskyldubíl sem sat fastur í skafli þegar flóðið féll.

Áætlar um 200 milljónir í bætur vegna riðunnar
Áætlað er að heildarbætur til bænda vegna riðuveiki í Skagafirði nemi um 200 milljónum króna, samkvæmt frummati á kostnaðinum. Enn stendur yfir vinna við að reikna bæturnar út.

Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum
Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar.

Tröllaskagahólf sýkt hólf næstu tuttugu árin
Tröllaskagahólf hefur verið skilgreint sem riðusýkt hólf næstu tuttugu árin frá síðasta staðfesta tilfelli, sem staðfest var á miðvikudaginn. Sex varnarhólf á landinu teljast því sýkt hólf.

Riða á Minni-Ökrum í Skagafirði
Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði.

Ekki hefur greinst riða á fleiri bæjum
Ekki hafa komið upp tilfelli riðu í sauðfé á fleiri bæjum í Skagafirði. Enn er þó verið að taka sýni í landshlutanum og raunar landinu öllu.

Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði
Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé.

Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður
Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp

Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur
Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti.

Kristján Þór heitir stuðningi við bændur í riðubaráttunni
Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðuveiki í Skagafirði, bætur og kostnað vegna riðunnar.

„Þetta er harmleikur“
Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell.

Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár
Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb.

Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið
Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið.

Riða í Skagafirði staðfest
Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest.

Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi
Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest.

Rúta með 21 barn út af þjóðveginum nærri Varmahlíð
Óhapp varð á hringveginum nærri Silfrastöðum um tíu til fimmtán kílómetra suðaustur af Varmahlíð um fjögurleytið í dag þegar rúta fór útaf veginum í hálku.

Nær óbætanlegt tjón ef spilliefni bærist inn á vatnsverndarsvæði
Heilbrigðisfulltrúi segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir.