Hælisleitendur

Fréttamynd

For­eldrar skora á stjórn­völd að stöðva brott­vísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barna­sátt­mála SÞ í málum barna

Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri fengið vernd en í fyrra

Umsóknir um alþjóðlega vernd hér á Íslandi fjölgaði lítillega á milli ára og voru 867 í fyrra. Þær voru 800 árið 2018. Flestir umsækjendur komu frá Venesúela og Írak.

Innlent
Fréttamynd

„Því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi”

Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa þrisvar lokað vegna veggjalúsa

Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn.

Innlent
Fréttamynd

Einstæð móðir frá Nígeríu fær efnismeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alðþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt.

Innlent
Fréttamynd

Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun

Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi

Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni

Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag

Innlent
Fréttamynd

Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega

Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök

Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna.

Innlent