Látið reyna á málsmeðferð flóttafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Börnin eru á aldrinum tveggja til tólf ára og hafa búið hér á landi í eitt og hálft ár. Vísir/Egill Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús. Hælisleitendur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús.
Hælisleitendur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira