Innflytjendamál

Fréttamynd

Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning

Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna.

Innlent
Fréttamynd

Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak

Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“

Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap.

Innlent
Fréttamynd

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda.

Skoðun
Fréttamynd

Víst er ég Reyk­víkingur

Mikið hefur verið rætt um meintan flótta íbúa úr borginni. Í Pallborði hjá Vísi og Stöð2 benti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar fyrir nokkru réttilega á að Reykvíkingum hafi fjölgað um 10.000 á síðustu fjórum árum. Þá svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins: „En megnið af því fólki er að koma að utan.“

Skoðun
Fréttamynd

Löngu tíma­bært Fjöl­menningar­ráð í Kópa­vog

Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku.

Skoðun
Fréttamynd

My Home, My Vote

It’s been 31 years since I moved to Iceland. Making a home here was not always easy but with time, dedication, and good friends I can now easily say Reykjavík is my home. Breiðholt is my neighborhood. It is where I first got involved in community affairs. Early on, while I was still learning Icelandic, I became active in the parent/teacher association at my children’s school.

Skoðun
Fréttamynd

Your Home, Your Vote

Reykjavik has been my home for almost 22 years now, I have lost track of how much German or Icelandic I am by now, but I am definitely a Reykvikian, if that is even a word.

Skoðun
Fréttamynd

Kyana verður ekki send úr landi

Áhrifavaldurinn Kyana Sue Power verður ekki send úr landi líkt og átti að gera síðar í mánuðinum. Í dag fékk hún dvalar- og atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensku­nám á vinnu­tíma fyrir starfs­fólk

Viðreisn í Kópavogi telur að það séu sameiginlegir hagsmunir sveitarfélagsins og starfsmanna sem vinna í leik- og grunnskólum bæjarins að styðja við íslenskunám þeirra með því að bjóða upp á íslenskukennslu á vinnustað á starfstíma fyrir þau sem slíkt vilja þiggja.

Skoðun
Fréttamynd

Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins

Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 þegar 760 einstaklingar létust á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki hafa verið fleiri dauðsföll á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að birta slíkar tölur á fjórða ársfjórðungi 2009.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­flokkurinn snið­gengur börn af er­lendum upp­runa í borginni

Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Nítján öðlast ríkisborgararétt

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að veita nítján einstaklingum ríkisborgararétt en alls bárust 136 umsóknir. Stjórnarandstaðan hafði áður gagnrýnt Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra fyrir seinagang í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég vil vera á Íslandi því þetta er heimilið mitt“

Davíð Goði Þorvarðarson gerði myndband um mögulega brottvísun Kyönu Sue Powers frá Íslandi sem hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Á innan við sólarhring voru vel yfir fimmtán þúsund manns búnir að sjá það á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei fleiri að­fluttir Ís­­lendingar um­­­fram brott­flutta

Fleiri fluttust til Íslands en frá landinu á árinu 2021 eða 4.920. Flutningsjöfnuður eykst nokkuð frá árinu 2020 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 2.435. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara aldrei verið hærri en alls fluttu 828 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því á seinasta ári. Talan var 557 árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Er­lent starfs­fólk er ferða­þjónustunni gríðar­lega mikil­vægt

Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Au pair látin gista í lítilli geymslu með bráða­birgða­tjaldi

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að afturkalla dvalarleyfi filippseyskrar konu sem starfaði sem „au pair“ hjá íslenskri fjölskyldu. Leyfið var afturkallað eftir að konan hætti störfum hjá fjölskyldunni vegna aðstæðna sem hún lýsti sem óviðunandi.

Innlent
Fréttamynd

Skóli fyrir alla?

Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins.

Skoðun