Farin af landi eftir að hafa verið hótað endurkomubanni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2023 12:42 Stúlkan er fimmtán ára gömul. Hún er farin úr landi ásamt frænda sínum. Albanskur karlmaður á þrítugsaldri, Elio Hasani, sem meinuð var landganga í vikunni og haldið í flugstöðinni, ásamt fimmtán ára frænku sinni, í um þrjátíu klukkutíma hefur nú yfirgefið landið sjálfur. Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira