Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Breytingarnar verða að koma frá okkur

Kosningabaráttan er nú í algleymi og Alþýðusambandið lætur ekki sitt eftir liggja í þeirri samfélagsumræðu sem fylgir. Markmið okkar er að kjósendur séu eins vel upplýstir um eigin hagsmuni og mögulegt er og frambjóðendur þurfi að standa skil á þeim málefnum sem brenna helst á launafólki.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ég var lítill rót­tækur femín­isti

Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið.

Skoðun
Fréttamynd

Kannast hvorki við að hafa beitt konurnar of­beldi né á­reitt

Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur borið á hann. Hann segist ekki kannast við að hafa áreitt hana eða vinkonu hennar og neitar sök. Hegðun hans hafi hins vegar ekki verið til fyrirmyndar og hann beðið konurnar afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

„Dapur­legt að fylgjast með þessari at­burða­rás“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið dapurlegt að fylgjast atburðarás síðustu daga í tengslum við Knattspyrnusamband Íslands. Hún sýni hversu mikil meinsemd kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sé víða í samfélagi okkar og hvað það skipti miklu máli að þessi umræða komi upp á yfirborðið.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ

Mennta- og menningarmálaráðherra telur mikilvægt að kynjahlutfall innan stjórnar KSÍ verði jafnað. Það sé einn af þeim hlutum sem verið sé að fara yfir en ráðherra mun funda með fráfarandi stjórn síðdegis í dag og fara yfir stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

„Klara þarf að fara“

„Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“

Innlent
Fréttamynd

Ef KSÍ hefði haft að­gang að Of­beldis­eftir­litinu?

Sú alvarleg staða sem nú er uppi og hefur verið til langs tíma í ofbeldismálum kallar á að farið verði úr teymis og nefndarvinnu í að setja á laggirnar stofnun með eftirlits og rannsóknarheimildum sem festar verði í lög svo fljótt sem verða má. Þann 13.maí lagði Sósíalistaflokkurinn fram tilboð til kjósenda um Ofbeldiseftirlit.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku

Fjórir indverskir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Meðal mannanna er prestur, sem er meðal annars sakaður um að þvinga móður stúlkunnar til að brenna lík hennar með því markmiði að eyða sönnunargögnum.

Erlent
Fréttamynd

Ingó tróð upp í fimm­tugs­af­mæli stjórnar­manns KSÍ

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis.

Innlent