Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2022 21:50 Eyja Margrét Brynjólfsdóttir er prófessor í heimspeki. Stöð 2 Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Sjá meira
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Sjá meira
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent