Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2022 21:50 Eyja Margrét Brynjólfsdóttir er prófessor í heimspeki. Stöð 2 Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32