Seðlabankinn

Fréttamynd

Skuld­sett fast­eigna­fé­lög ekki sama á­hættan hér á landi og víða er­lendis

Þrátt fyrir að fasteignafélög séu viðkvæm fyrir hækkandi vöxtum, einkum þau sem hafa verið að reiða sig á stutta fjármögnun, þá telur Seðlabankinn skuldsetningu á atvinnuhúsnæðismarkaði ekki vera sérstakan áhættuþátt fyrir fjármálastöðugleika. Ólíkt því sem þekkist í sumum nágrannaríkjum þá er ekki offramboð af atvinnuhúsnæði hér á landi auk þess sem það vinnur með félögunum að vera að stórum hluta með verðtryggðra leigusamninga og hátt nýtingarhlutfall, að sögn seðlabankastjóra.

Innherji
Fréttamynd

Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Sekt Arion banka vegna inn­herja­upp­lýsinga stendur

Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­talið um­deilda hafi verið milli em­bætta

Seðlabankastjóri segist ekki hafa greint frá því sem fór tveggja manna á milli, þegar hann upplýsti um samskipti sín við Ríkissáttasemjara í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að um samskipti embættanna tveggja hafi verið að ræða en ekki tveggja manna tal.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er ekki hjálp­legt, Ás­geir

„Atvinnurekendur verða að taka ábyrgð á því sem þeir gera.. það liggur fyrir að fyrirtækin hafa verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag... Það þýðir ekki að skrifa und­ir kjara­samn­inga og hækka verðið dag­inn eft­ir...“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Takt­laus seðla­banka­stjóri

Þrjú af börnum mínum með mökum sínum fengu samþykkt greiðslumat til íbúðalánakaupa, tóku lán hjá banka og keyptu sér íbúðarhúsnæði. Þessi húsnæðiskaup voru gerð eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Ragnar telur seðlabankastjóra í ójafnvægi

Fyrrverandi ríkissáttasemjari minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins og hafnar því að hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir bankans. Formaður VR segir seðlabankastjóra í ójafnvægi og vísar orðum um meintan óstöðugleika sinn á samningafundum til föðurhúsanna

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum

Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri: Verð­bólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir

Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa.

Innherji
Fréttamynd

Al­gjör ó­vissa um stöðu trygginga­taka: „Við höfum haft á­hyggjur af þessu fé­lagi lengi“

Seðlabankastjóri segir að fjármálaeftirlit bankans hafi lengi haft áhyggjur af starfsemi slóvakíska tryggingafélagsins Novis. Slóvakíski seðlabankinn hefur afturkallað leyfi félagsins og farið fram á að því verði skipaður skiptastjóri. Stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem hefur selt vörur Novis hér á landi, segir félagið geta staðið við skuldbindingar sínar og hvetur viðskiptavini til að halda að sér höndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út.

Innlent
Fréttamynd

Heimilin hugi að breytingu lánasamninga

Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð.

Innlent
Fréttamynd

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nýlega hækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti enn einu sinni. Var hækkunin ekki bara sú þrettánda í röð heldur einnig sú mesta í fimmtán ár. Staðan er því sú að stýrivextir Seðlabankans eru nú orðnir 8,75%. En hvað gerist næst? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari vaxtahækkanir og stuðla að lækkun vaxta á ný?

Skoðun
Fréttamynd

Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent

Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Maður verður reiður

Ísland hefur marga kosti, meðal annars fallega náttúru og gott fólk. Ókostir Íslands eru meðal annars óstöðugt veður, hátt verðlag, lausung og jafnvel spilling í stjórnarháttum og hagstjórn, með áberandi virðingarleysi gagnvart hinum almenna borgara og fjárhagslegu sjálfstæði hans.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til gjaldmiðla

„Svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir vaxtaákvarðanir Seðlabankans ná til afar þröngs hóps í samfélaginu sem valdi skekkju í hagkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðir sem bitna á lág­launa­fólki

Í kjölfar kynningu fasteignamats fyrir árið 2024 fannst mér tilvalið að skrifa nokkur orð um áfallið sem fasteignamarkaðurinn á Íslandi er. Til að draga stuttlega saman niðurstöður fasteignamatsins fyrir árið 2024, þá er um að ræða 11,7% hækkun frá fasteignamati fyrir 2023 og fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 13,7% á milli ára, sem er gott og blessað enda um minni hækkun að ræða en í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir mættu huga að „fleiri hólfum“ á skulda­hlið bankanna

Þrátt fyrir að vaxtakjör íslensku bankanna á nýlegum erlendum útgáfum hafi verið ein þau hæstu frá fjármálahruninu 2008 þá er það „rétt stefna“ að halda þeim mörkuðum opnum á tímum þegar aðstæður eru krefjandi, að sögn seðlabankastjóra. Það væri góð þróun ef íslensku bankarnir gætu farið að fjármagna sig innanlands til lengri tíma á nafnvöxtum en þá þyrftu lífeyrissjóðirnir að fara huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna.

Innherji
Fréttamynd

Simmi Vill segir ríkistjórnina einfaldlega skipaða aumingjum

„Ég segi það hér og nú þetta eru aumingjar,“ segir Sigmar Vilhjálmsson viðskiptamaður, betur þekktur sem Simmi Vill, um ríkisstjórn Íslands. Hann segir ráðherrana stinga hausnum í sandinn og setja alla ábyrgð vaxtahækkana á Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Kristrún vill að launahækkanir æðstu embættismanna fylgi markaðnum

Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að laun æðstu embættismanna hækki ekki meira en laun á almennum markaði, enda væri það markmið laga um laun þeirra að þeir leiddu ekki launahækkanir í landinu. Hún og aðrir viðmælendur í Pallborðinu í dag voru sammála um að þörf væri á víðtæku samstarfi um vinnumarkaðinn en á mjög ólíkum forsendum.

Innlent