EM 2022 í Englandi
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld.
Fyrsta stóra próf Jón Þórs með íslenska landsliðið
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, játti því fyrir leik að leikur Íslands og Svíþjóðar sem nú fer fram á Laugardalsvelli sé hans fyrsta stóra próf með liðið.
Sama byrjunarlið og í risasigrinum á Lettum: Sara Björk jafnar leikjametið
Ungu stelpurnar halda sæti sínu í byrjunarliði íslenska landsliðsins og fá alvöru próf í kvöld á móti fimmta besta landsliði heims. Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar landsleikjametið.
Sex af okkar stelpum spiluðu í sigrinum á Svíum fyrir sex árum
Ísland hefur aðeins unnið Svíþjóð tvisvar sinnum í A-landsleik kvenna og fjórar í leikmannahópnum í kvöld spiluðu báða þessa leiki.
Mínútu þögn í stað þess að krjúpa
Leikmenn íslenska og sænska landsliðsins í fótbolta hugðust krjúpa á hné fyrir stórleikinn á Laugardalsvelli í kvöld, til stuðnings réttindabaráttu svartra, en hafa hætt við. Þess í stað verður einnar mínútu þögn.
Fá aldamótabörnin tækifæri gegn Svíum?
Jón Þór Hauksson hefur verið duglegur að gefa ungum leikmönnum tækifæri með íslenska kvennalandsliðinu. Heldur hann því áfram gegn sterku liði Svía í kvöld?
Spái ekki í það hvar fólk á heima þegar ég vel byrjunarliðið
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tekst á við sína stærstu áskorun á þjálfaraferlinum til þessa þegar Ísland mætir Svíþjóð í kvöld.
Risastór prófraun fyrir Ísland: „Finnst að við eigum að geta náð þeim“
„Við höfum verið að bíða eftir svona alvöru leik í smá tíma, svo við erum mjög spenntar,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fyrir stórleikinn við Svíþjóð í kvöld.
Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur
Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld.
Dagskráin í dag: Stórleikurinn á Laugardalsvelli, Man. United í deildarbikarnum og Stúkan
Fimm beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þrjár þeirra frá Íslandi en tvær þeirra eru erlendis frá.
„Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“
Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld.
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð
Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM.
Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims
Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld.
Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi
Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta.
Svaraði gagnrýninni fullum hálsi
Magdalena Eriksson, leikmaður sænska landsliðsins og Chelsea, svaraði gagnrýninni sem sænska landsliðið fékk á Twitter-síðu sinni.
Vorsabæjarfrænkurnar með fimm mörk
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skoraði níu mörk gegn Lettlandi á Laugardalsvelli í gær. Fimm markanna komu frá frænkum í liðinu.
Besta byrjun knattspyrnukonu með íslenska landsliðinu
Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gær níunda knattspyrnukonan sem skorar í sínum fyrsta A-landsleik en hún gerði það á Laugardalsvellinum í gær sem engum af hinum tókst að gera.
Sjáðu þrennu Dagnýjar, fyrstu landsliðsmörk Sveindísar og Karólínu og allt hitt úr sigrinum á Lettum
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sýndi Lettum enga miskunn á Laugardalsvelli í gær og vann 9-0 sigur.
Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR
Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik er Ísland vann 9-0 sigur á Lettum í kvöld.
Fyrirstaðan kannski lítil en við vorum frábærar
„Ég bjóst ekki neitt við að byrja en þegar maður er ungur þá er gott að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem stimplaði sig inn af krafti frá fyrstu mínútu gegn Lettlandi í kvöld.
Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið
Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.
Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur
„Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag.
Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“
„Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi.
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir
Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld.
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum
Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum.
Sveindís, Alexandra og Karólína allar í byrjunarliðinu gegn Lettum
Sveindís Jane Jónsdóttir er í byrjunarliðinu í fyrsta landsleik sínum. Tveir aðrir ungir Blikar eru í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM.
Halda áfram ferðalaginu á EM í Englandi í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur komist á þrjú Evrópumót í röð. Leiðin á fjórða mótið, í Englandi sumarið 2022, heldur áfram í kvöld þegar liðið mætir Lettlandi.
Landsliðsþjálfarinn fylgist með stelpunum í stúkunni gegn Lettum
Jón Þór Hauksson tekur út leikbann í leiknum gegn Lettlandi í undankeppni EM í kvöld. Ian Jeffs stýrir liðinu í hans stað.
Dagskráin í dag: Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM, toppslagur í Lengjudeild karla og margt fleira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Lettlandi í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í dag. Við sýnum einnig toppslag í Lengjudeild karla í fótbolta, leik í Olís deild karla í handbolta og leik í enska deildarbikarnum.
Fyrsti landsleikur Söru eftir titilinn: Ekki búin að grobba mig of mikið
Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði.