Franski boltinn

Fréttamynd

„Erfitt að útskýra það en ég finn muninn“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er orðin leikmaður eins besta félagsliðs heims, PSG í Frakklandi, eftir að félagið keypti hana frá Brann í Noregi. Hún er einnig aðalframherji íslenska landsliðsins sem reynir að tryggja sér HM-sæti í komandi leikjum við Hvíta-Rússland og Holland, á föstudag og næsta þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Dýrasti leik­maður í sögu Arsenal lánaður til Nice

Aðeins eru þrjú ár síðan Nicolas Pépé var gerður að dýrasta leikmanni í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Hann hefur nú yfirgefið félagið á lánssamningi og mun nú spóka sig um á frönsku Ríveríunni og spila með Nice í frönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Berglind hjá PSG næstu tvö árin

Nú í morgun, sólarhring eftir að norska félagið Brann greindi frá sölunni, tilkynnti franska félagið PSG að það hefði fest kaup á landsliðsframherjanum Berglindi Björg Þorvaldsdóttur frá Brann.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé skoraði þrennu í risasigri PSG

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain lentu ekki í neinum vandræðum er liðið heimsótti Lille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liðið vann afar öruggan 1-7 sigur þar sem Kylian Mbappé skoraði þrennu fyrir gestina.

Fótbolti
Fréttamynd

Góð byrjun Galtier hjá PSG - Neymar á skotskónum

Paris Saint-Germain fer vel af stað undir stjórn Christophe Galtier en liðið vann sannfærandi 5-2 sigur þegar liðið fékk Montpellier í heimsókn á Parc des Princes í annarri umferð frönsku efstu deildarinnar í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Búið að sparka Pochettino frá París

Mauricio Pochettino hefur verið rekinn sem þjálfari Frakklandsmeistara París Saint-Germain. Argentínumaðurinn, sem lék með liðinu á sínum tíma, entist rétt rúma 18 mánuði í starfi.

Fótbolti
Fréttamynd

For­seti PSG sýknaður í annað sinn

Nasser Al-Khelaifi, forseti Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur verið sýknaður öðru sinni. Hann var ásakaður um að mútur og spillingu er kom að sölu sjónvarpsrétts HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar síðar á þessu ári.

Fótbolti