Þessi 35 ára gamli framherji var valinn besti knattspyrnumaður ársins og fékk að launum Gullhnöttinn.
Benzema var valinn í HM-hóp Frakka en meiddist skömmu fyrir mót og fór ekki með til Katar.
Það virðist hafa verið ákvörðun landsliðsþjálfarans Didier Deschamps að Benzema yrði ekki í kringum hópinn og hann snéri ekki til baka þrátt fyrir að vera búinn að ná sér af meiðslunum.
Orðrómur var um að Benzema kæmi inn fyrir úrslitaleikinn en ekkert var á bak við þær sögusagnir.
Benzema segir í færslu sinni í dag að hann sé stoltur af landsliðsferlinum, bæði því sem gekk vel og líka mistökunum sem gerðu hann að þeim manni sem hann er í dag. Saga hans og landsliðsins segir hann að sé nú fullskrifuð.
Benzema lék alls 97 landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Frakka frá upphafi en er nú aðeins einu marki á undan Kylian Mbappé.
Það eru bara Olivier Giroud (53 mörk), Thierry Henry (51), Antoine Griezmann (42) og Michel Platini (41) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir franska landsliðið.