Danski boltinn

Fréttamynd

Kristófer Ingi aftur til Hollands

Kristófer Ingi Kristinsson er mættur aftur til Hollands eftir að hafa leikið með SönderjyskE á síðustu leiktíð. Hann hefur samið við B-deildarlið VVV-Venlo út yfirstandandi leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyng­by tapaði í frum­raun Al­freðs

Íslendingalið Lyngby er enn án sigurs í dönsku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Randers í dag. Alfreð Finnbogason spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið en komst ekki á blað.

Fótbolti
Fréttamynd

„Freyr hafði lykiláhrif“

Alfreð Finnbogason er afar sáttur með að hafa samið við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby. Hann segir að Freyr Alexandersson hafi haft mikil áhrif á þá ákvörðun hans að velja Lyngby.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías hélt hreinu gegn Brøndby

Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, hélt marki sínu hreinu í 0-2 sigri liðsins á útivelli gegn Brøndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyngby leitar enn fyrsta sigursins

AGF vann 1-0 sigur á Lyngby í Árósum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lærisveinar Freys Alexanderssonar leita enn síns fyrsta sigurs á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Dönsku meistararnir fara illa af stað

Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar þeirra í danska meistaraliðinu FCK máttu þola 1-3 tap er liðið tók á móti Randers í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var þriðja tap liðsins í upphafi tímabils.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Teitur lagði upp í sigri

Stefán Teitur Þórðarson átti stoðsendinguna eitt marka Silkeborgar þegar liðið bar 3-1 sigur úr býtum í leik sínum við AaB í fjórðu umferð dönsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Sport