Fótbolti

Þjálfaði síðast Ísland en er nú kominn með nýtt starf

Sindri Sverrisson skrifar
Erik Hamrén var vinsæll á meðal leikmanna þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. Liðið var afar nálægt því að komast á EM undir hans stjórn.
Erik Hamrén var vinsæll á meðal leikmanna þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. Liðið var afar nálægt því að komast á EM undir hans stjórn. Getty

Eftir að hafa verið án starfs frá því að hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur Svíinn Erik Hamrén nú verið ráðinn í nýtt þjálfarastarf.

Hamrén var í dag kynntur sem nýr þjálfari AaB í Danmörku og snýr þar með aftur til félagsins sem hann þjálfaði árin 2004-2008.

AaB rak Lars Friis eftir 1-1 jafntefli við lærisveina Freys Alexanderssonar í Lyngby í síðasta leik. Eftir níu umferðir er AaB í næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig.

Hamrén, sem varð 65 ára í sumar, hefur ekki þjálfað síðan að hann kaus að hætta með íslenska landsliðið undir lok árs 2020. Hann hafði þá verið hársbreidd frá því að stýra Íslandi inn í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fór í fyrra.

Hamrén hefur á löngum ferli einnig þjálfað sænska landsliðið um árabil og meðal annars unnið danska meistaratitilinn með AaB árið 2008, og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2009 og 2010, auk þess að hafa áður unnið sænska bikarinn með AIK og Örgryte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×