FCK hefur ekki byrjað tímabilið eins vel og vonast var eftir og liðið vinnur og tapar til skiptis. Þetta var fjórða tap liðsins í fyrstu sjö leikjum tímabilsins og FCK situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.
Hákon Arnar var eins og áður segir í byrjunarliði FCK, en hann var tekinn af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá höfðu heimamenn í Norsjælland 2-0 forystu og liðið bætti þriðja markinu við á fyrstu mínútu uppbótartímans áður en Pep Biel klóraði í bakkann fyrir gestina með seinustu spyrnu leiksins.
Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki í leikmannahópi FCK.
Nordsjælland situr nú á toppi dönsku deildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki, en liðið er komið aftur á sigurbraut eftir jafntefli og tap í seinustu tveimur leikjum.