Danski boltinn

Fréttamynd

Stefán Teitur seldur til Preston

Enska knattspyrnufélagið Preston North End tilkynnti í dag um kaup á Skagamanninum eftirsótta Stefáni Teiti Þórðarsyni, frá danska félaginu Silkeborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Emilía Kiær danskur meistari með Nord­sjælland

Það var boðið upp á Íslendingaslag í dag þegar danska úrvalsdeildin í knattspyrnu var leidd til lykta með viðureign Bröndby og Nordsjælland en Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland voru með tveggja stiga forskot á toppnum fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Samnings­laus Brynjólfur eftir­sóttur

Samningur Brynjólfs Andersen Willumssonar við norska félagið Kristiansund renndur út í haust og stefnir í að leikmaðurinn færi um set. Eru nokkuð stór lið í Skandinavíu horfa til hins 23 ára framherja.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn á lista með verðandi fram­herja Real Madríd

Svissneska tölfræðifyrirtækið CIES hefur birt lista yfir verðmætustu framherja heims sem eru yngri en 21 árs og spila ekki í neinum af sjö bestu deildum Evrópu. Endrick, verðandi leikmaður Real Madríd, trónir á toppi listans en Orri Steinn Óskarsson er í 5. sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr þakk­látari fyrir ó­­­trú­­legustu hluti: „Búið að vera erfitt“

Fjarri fjöl­skyldu sinni vann knatt­spyrnu­þjálfarinn Freyr Alexanders­son mikið af­rek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunar­verk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjöl­skyldu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn til Ítalíu?

Orri Steinn Óskarsson er sagður undir smásjá Atalanta frá Ítalíu. Liðið vann nýverið Evrópudeildartitilinn eftir sigur á Bayer Leverkusen í úrslitum.

Fótbolti