Handbolti

Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Ásgeirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Ásgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Elvar Ásgeirsson átti góðan leik í kvöld þegar lið hans Ribe-Esbjerg gerði 27-27 jafntefli við Mors-Thy Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Sömu sögu er ekki hægt að segja af landa hans Ágústi Elí Björgvinssyni í markinu því allt lak inn hjá honum.

Ribe-Esbjerg var tveimur mörkum undir i hálfleik, 17-19, en vann seinni hálfleikinn 20-18. Liðið var yfir á lokakaflanum en Mors-Thy Håndbold tókst að jafna í blálokin.

Mors-Thy Håndbold var sex sætum ofar í töflunni en Elvar og félagar eru á uppleið og gátu unnið þriðja deildarsigur sinn í röð. Það tókst ekki. Kasper Lindgren skoraði jöfnunarmarkið ellefu sekúndum fyrir leikslok.

Elvar nýtti öll þrjú skotin sín í leiknum og var einnig með fjórar stoðsendingar á félaga sina.

Ágúst Elí fékk á sig fimmtán skot en varði bara eitt þeirra. Það gerir aðeins sjö prósent markvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×