Þýski handboltinn

Fréttamynd

Arnór og félagar unnu stórsigur í Íslendingaslag

Það voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum af þeim fimm leikjum sem fram fóru í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Daníel Þór Ingasyni og félögum hans í HBW Balingen-Weilstetten, 29-21.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg áfram á sigurbraut

SC Magdeburg, lið Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar heldur áfram hraðbyri að þýska deildarmeistartitinum í handbolta. Liðið hefur nú 7 stiga forystu á toppnum eftir sigur á HSG Wetzlar í dag, 26-29.

Handbolti
Fréttamynd

Hafþór til Þýskalands eftir tímabilið

Handboltamaðurinn Hafþór Már Vignisson gengur í raðir þýska B-deildarliðsins Empor Rostock frá Stjörnunni í sumar. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Empor Rostock.

Handbolti