Þýski handboltinn

Fréttamynd

Ýmir og félagar gerðu jafntefli | Arnór skoraði tvö í stóru tapi

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu gerðu jafntefli gegn Leipzig og Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö fyrir Bergischer er liðið steinlá gegn Wetzlar.

Handbolti
Fréttamynd

Íslenskur sigur, jafntefli og tap í þýska handboltanum

Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigri, Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer köstuðu frá sér sigrinum og gerðu jafntefli og Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen töpuðu sínum níunda leik á tímabilinu.

Handbolti
Fréttamynd

Fimm íslensk mörk er Gummersbach vann öruggan sigur

Íslendingalið Gummersbach vann í kvöld öruggan fimm marka sigur, 26-31, er liðið heimsótti Hamm-Westfalen í þýsku B-deildinni í handbolta. Liðið hefur nú unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar.

Handbolti
Fréttamynd

Grátlegt tap Arnórs og félaga | Fjórða tap Balingen í röð

Íslendingarnir riðu ekki feitum hesti í leikjum kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer töpuðu með minnsta mun gegn Kiel, 24-23, og Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten töpuðu gegn Erlangen 25-23.

Handbolti
Fréttamynd

Hákon Daði hjá Gummersbach til 2024

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska handknattleiksliðið Gummersbach. Samningurinn gildir nú til 2024 en Hákon Daði gekk í raðir félagsins síðasta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Ýmir hafði betur í Íslendingaslag

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan 11 marka sigur, 34-23, er liðið tók á móti Daníel Þór Ingasyni og félögum hans í HBW Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Gummersbach tapaði sínum fyrsta leik

Gummarsbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar og með þá Hákon Daða Styrmisson og Elliða Snær Viðarsson innanborðs, máttu þola sitt fyrsta tap í þýsku B-deildinni í handbolta á tímabilinu er liðið heimsótti Rostock. Lokatölur urðu 34-33, en Gummersbach heldur toppsæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg áfram taplaust eftir sigur á Kiel

Magdeburg bar sigurorð af Kiel í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 15-16, Magdeburg í hag. Leikurinn var jafn á öllum tölum en Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg höfðu að lokum sigur, 27-29. 

Sport