Norski handboltinn

Fréttamynd

Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“

Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest.

Handbolti
Fréttamynd

„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“

Þórir Her­geirs­son, lands­liðs­þjálfari hins sigur­sæla norska kvenna­lands­liðs í hand­bolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópu­mót. Greint er frá starfs­lokum Þóris með góðum fyrir­vera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Ís­lendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leik­menn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur.

Handbolti
Fréttamynd

Líður eins og hún geti sagt Þóri allt

Norska handboltakonan Camilla Herrem þekkir það betur en flestir að spila undir stjórn Þóris Hergeirssonar með norska handboltalandsliðinu og hún hrósar íslenska þjálfaranum mikið.

Handbolti
Fréttamynd

Teitur Örn og fé­lagar í úr­slit

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru komnir í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir öruggan sex marka sigur á Dinamo Búkarest, lokatölur 38-32.

Handbolti
Fréttamynd

Sig­valdi tryggði Kol­stad Noregs­meistara­titilinn

Sigvaldi Guðjónsson og félagar í Kolstad tryggðu sér Noregsmeistaratitilinn annað árið í röð þegar liðið lagði Elverum 29-28 í miklum spennuleik. Enn eru tveir leikir eftir af deildinni en Elverum á ekki lengur möguleika á að ná toppliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Kolstad nálgast deildarmeistaratitil eftir öruggan sigur

Kolstad fór létt með útileik sinn gegn neðsta liði deildarinnar. Lokatölur 28-35 sigur gegn Viking frá Björgvin í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson sneri til baka úr landsliðsverkefni en spilaði lítið og skoraði ekkert en gaf eina stoðsendingu.

Handbolti
Fréttamynd

Fjögur mörk frá Sig­valda í stór­sigri

Sigvaldi Björn Guðjónsson fann netmöskvana í fjögur skipti þegar Kolstad vann sigur í norsku úrvalsdeildinni í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir þurfti hins vegar að sætta sig við tap í Danmörku.

Handbolti
Fréttamynd

Bene­dikt Óskars­son sagður á leið til Kolstad

Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals og besti sóknarmaður Olís deildar karla á síðasta tímabili, er sagður á leið til norska meistaraliðsins Kolstad. Greint er frá því að hann muni klára tímabilið með Val og færa sig um set næsta sumar. 

Handbolti