Viðreisn

Fréttamynd

Sjálfs­van­traust

Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega.

Skoðun
Fréttamynd

Röng yfir­lýsing ríkis­stjórnar

Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“

Skoðun
Fréttamynd

Vel­líðan barna er ekki meðal­tal

Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur í lífinu er að vera foreldri. Okkur foreldrum ber að annast barn okkar, sýna því umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag þess og þörfum. 

Skoðun
Fréttamynd

Bankasýslan krossfest

Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað.

Skoðun
Fréttamynd

Frítt fyrir fimm ára í leikskóla

Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­upp­bygging til fram­tíðar í Garða­bæ

Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðarhöll eða þjóðarskömm?

Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju í sveitar­stjórn?

Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn.

Innlent
Fréttamynd

Lilja af­ruglar VG og bendir á Bjarna Ben

Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóli á tíma­mótum

Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri sam­vinnu, meiri hag­ræðingu, meiri Við­reisn

Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu eiga að vinna miklu meira saman. Það eru gríðarlega mikil tækifæri til hagræðingar á nánast öllum sviðum. Það er mikil sóun falin í því að hvert einasta sveitarfélag sé að vinna frá grunni stefnu í einstaka málaflokkum.

Skoðun
Fréttamynd

Ákvörðunin „stór og rétt“

Þingmaður Viðreisnar hvatti til þess á Alþingi í dag að starfsmenn rússneska sendiráðsins á Íslandi yrðu sendir úr landi. Utanríkisráðherra kveðst ekki útiloka slíkar ráðstafanir.

Innlent
Fréttamynd

Viðreisn hefur ekki áhyggjur

Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan.

Innlent
Fréttamynd

Hvar eru konurnar í ný­sköpun?

Konur hafa verið frumkvöðlar jafn lengi og karlar. Konur hafa hins vegar ekki búið við aðgengi að fjármagni til nýsköpunar jafn lengi og karlar. Konur hafa í sögulegu samhengi búið við ójafnan hlut hvað varðar fjármögnun hjá vísissjóðum.

Skoðun
Fréttamynd

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn

Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Ný hugsun, nýr heimur

Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur nýr frétta­stjóri Markaðarins

Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þegar upp er staðið!

Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga.

Skoðun