Vinstri græn

Fréttamynd

Sósíal­istar fastir í for­tíðinni

Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini.

Skoðun
Fréttamynd

Öruggt hús­næði fyrir alla

Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri.

Skoðun
Fréttamynd

Sex fulltrúar V-lista í Norðurþingi óskuðu lausnar undan störfum

Sex fulltrúar á V-lista Vinstri grænna og óháðra óskuðu lausnar frá störfum á fundi sveitarstjórnar Norðurþings hinn 24. ágúst síðastliðinn. Aldey Traustadóttir er nýr forseti sveitarstjórnar en hún var 9. manneskja á lista framboðsins þegar gengið var til kosninga 2018.

Innlent
Fréttamynd

Hetjurnar okkar

Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast „strákarnir okkar.“ .

Skoðun
Fréttamynd

„Algjör kúvending“ Vinstri grænna kom á óvart

Algjör kúvending hefur orðið á stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálum, að mati formanns Stjórnarskrárfélagsins. Flokkurinn hafi nú viðurkennt að hann standi ekki með nýrri stjórnarskrá heldur styðji „bútasaumsaðferð“ sem hafi ekki - og muni ekki - virka.

Innlent
Fréttamynd

Efla þarf náms­tæki­færi full­orðinna

Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli.

Innlent
Fréttamynd

Öflugri heil­brigðis­þjónusta á Suður­nesjum

Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja er fjórða fjölmennasta heilbrigðisumdæmið á landinu, ef horft er til fjölda þeirra sem eru skráð á heilsugæslustöðvar. Mikilvægt er að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé í boði í umdæminu, hún standist gæðakröfur og njóti trausts meðal íbúa umdæmisins.

Skoðun
Fréttamynd

Beygja, brekka, blind­hæð, brú...

Á hverju hausti þegar skólarnir hefjast klóra ýmsir sér í kollinum yfir því hvaðan allt þetta fólk komi sem skyndilega virðist fylla götur bæjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Það dreymir enga um að búa á stofnun

Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum ungt fólk á Alþingi

Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið.

Skoðun
Fréttamynd

Vændi ein birtingar­mynd af kyn­ferðis­of­beldi

Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar grein 13. ágúst með yfirskriftina „Réttindi fólks í kynlífsvinnu“ þar sem hún hvetur til upplýsts samtals um málefnið. Þeirri áskorun er mér ljúft að taka. Ég mun þó ekki tala um kynlífsvinnu heldur nota orðið vændi, orðið sem mjög mörg þeirra sem stunda eða hafa stundað vændi kjósa sjálf að sé notað.

Skoðun
Fréttamynd

Fækkun legu­­rýma skýrist af betri tækni og þjónustu

Heil­brigðis­ráð­herra telur að fækkun legu­rýma á sjúkra­húsum landsins eigi sér eðli­legar skýringar. Aukin tækni í læknis­þjónustu og betri göngu­deildar­þjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legu­rýmum, líkt og víða í heiminum og í ná­granna­löndum okkar.

Innlent
Fréttamynd

Traust forysta VG!

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Brauð með hnetu­smjöri hættu­legra en bólu­efni gegn co­vid

Eftir að hafa fengið mánuð í sumarfrí frá sóttvarnarráðstöfunum er búið að setja á samkomutakmarkanir á nýjan leik. Eðlilega velta margir fyrir sér hvað eigi að gera nú – fyrst að bólusetningarnar virðast á þessum tímapunkti ekki duga til þess að vinna bug á pestinni fyrir fullt og allt.

Skoðun
Fréttamynd

Há­værir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra

Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi

Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi.

Innlent