Tillögu fulltrúa VG í Múlaþingi um fýsileika kjarnorkuvers hafnað Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 09:56 Helgi Hlynur Ásgrímsson er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórn Múlaþings. Getty/VG Tillögu sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna í Múlaþingi um að sveitarfélagið ráðist í gerð fýsileikakönnunar um uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers var hafnað á fundi sveitarstjórnar í gær. Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá. Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá.
Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira