Ástin og lífið

Fréttamynd

Ást­fangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldurs­mun

Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki.

Lífið
Fréttamynd

Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur

Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið.

Lífið
Fréttamynd

Arnar og Sara eiga von á barni

Hlauparinn Arnar Pétursson á von á sínu fyrsta barni ef marka má nýjustu samfélagsmiðlafærslu Söru Bjarkar Þorsteinsdóttur. Sara, sem er förðunarfræðingur og ljósmyndari, birti af sér fallega bumbumynd í tilkynningu á Instagram. 

Lífið
Fréttamynd

Rúnar Alex trúlofaðist æskuástinni

Landsliðsmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson trúlofaðist kærustu sinni Ásdísi Björk Sigurðardóttir um áramótin. Markmaðurinn segir frá þessu í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræði­legur

Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fjölguðu sér árið 2021

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2021 og Vísir greindi frá.

Lífið
Fréttamynd

„Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mót­bárur og stóra veggi“

Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku.

Lífið
Fréttamynd

Mó­eiður og Hörður eiga von á öðru barni

Stjörnuparið Móeiður Lárusdóttir, bloggari og áhrifavaldur, og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, eiga von á sínu öðru barni. Þetta tilkynntu þau um á Instagram í dag.

Lífið
Fréttamynd

Fékk sím­reikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu

Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt.

Lífið