Viðskipti

Fréttamynd

Spá lægri verðbólgu á næsta ári

Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs í september hækki um 0,8 prósent og muni 12 mánaða verðbólga því lækka úr 8,6 prósentum í 7,8 prósent. Deildin telur líklegt að toppnum á verðbólguskotinu hafi verið náð og muni verðbólgan lækka snemma á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Sears yfir væntingum

Eignarhaldsfélagið Sears Holding, sem rekur þriðju stærstu smávörukeðju Bandaríkjanna, hagnaðist um 294 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 20,3 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 83 prósenta aukning á milli ára og langt umfram væntingar fjármálasérfræðinga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Indverjar bora eftir olíu í Afríku

Stjórnvöld á Indlandi hafa hug á að verja sem nemur 1 milljarði bandaríkjadala eða rúmum 69 milljörðum íslenskra króna í olíuleit-, vinnslu og námagröft á Fílabeinsströndinni á vesturströnd Afríku á næstu fimm árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kögun tapaði 429 milljónum

Kögun hf., dótturfélag Dagsbrúnar, tapaði 429 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tímabili í fyrra skilaði fyrirtækið 223 milljóna króna hagnaði. Rekstur samstæðunnar er að mestu í samræmi við áætlanir stjórnenda að undanskildum fjármagnsliðum en 9,5 prósenta veiking krónunnar á tímabilinu hafði veruleg áhrif á fjármagnsliði fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snörp lækkun á olíuverði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði fjórða daginn í röð í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum og hefur verðið ekki verið lægra í tæpa tvo mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Góð afkoma hjá tryggingarisa

Hagnaður svissneska tryggingarisans Zurich Financial Services nam 910 milljónum evra, jafnvirði 81,5 milljörðum íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi sem er 14,9 prósenta aukning á milli ára. Þetta er umfram væntingar en búist var við 840 milljóna króna hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tap hjá Dagsbrún á fyrri helmingi ársins

Dagsbrún tapaði rúmum 1,5 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra skilaði félagið 321 milljóna króna hagnaði. Tap félagsins á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 1,3 milljörðum króna. Tekjur félagsins námu hins vegar tæpum 20,2 milljörðum króna á sama tímabili og er það 188 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olía lækkar í verði

Hráolíuverð lækkaði nokkuð á helstu mörkuðum í dag í kjölfar fregna frá bandaríska orkumálaráðuneytinu þess efnis að þótt olíubirgðir hefðu dregist saman á milli vikna þá væru þær nokkuð yfir meðallagi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkur

Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum einum milljarði króna en það er 106.6 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam tæpum 1,2 milljarði króna. Þetta er mesti hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á einum árshelmingi og er arðsemi eiginfjár 55 prósent sem er ein sú mesta frá stofnun sjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka í Noregi

Seðlabanki Noregs ákvað að hækka stýrivexti sína um 25 punkta í dag og munu stýrivextir í landinu standa í 3 prósentum eftir breytinguna sem tekur gildi á morgun. Stefnt er að því að halda stýrivöxtum í 2,5 prósentum næstu tvö árin og því eru líkur á frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni í Noregi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrír bankar hækka vexti

Landsbankinn, KB banki og sparisjóðirnir hafa hækkað vexti sína í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 50 punkta í morgun. Greiningardeild KB banka spáir 50 punkta hækkun á ný á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í næsta mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Estée Lauder

Bandaríski snyrtivöruframleiðandinn Estée Lauder skilaði minni hagnaði en spáð hafði verið á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 49,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,4 milljarða íslenskra króna, en það er 17,8 milljónum dölum minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá harðari lendingu

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Sony lækkar

Gengi hlutabréfa í japanska hátæknifyrirtækinu Sony lækkaði um 2 prósentustig á markaði í gær og í fyrradag í kjölfar þess að bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla rúmlega fjórar milljónir rafhlaða fyrir fartölvur á heimsvísu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hækkar stýrivexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og verða vextirnir eftirleiðis 13,5 prósent. Vextir af bundnum innstæðum og daglánum hækka um 0,25 prósentustig en aðrir vextir bankans um 0,5 prósentustig. Þetta er í samræmi við spár greiningadeilda viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Wal-Mart minni en vænst var

Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á öðrum ársfjórðungi nam tæpum 2,1 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 148 milljarða íslenskra króna. Þetta er 720 milljónum dölum minna en á sama tíma fyrir ári og í fyrsta sinn í áratug sem hagnaður verslanakeðjunnar dregst saman á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Sparisjóðabankans aldrei meiri

Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun semur við TM Software

Landsvirkjun hefur gert samning við TM Software um uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggist á nýjustu IP-símatækni fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Fljótsdalsstöð, Kárahnjúkum. Í verkinu felst meðal annars forritun, uppsetning, prófanir og kennsla á IP-símstöðvarnar og símabúnaðinn sem þeim tilheyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group tapar á öðrum ársfjórðungi

FL Group hagnaðist um rúma 5,7 milljarða króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæpum 3,8 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 6,3 milljörðum króna en hann var rúmir 2,3 milljarðar króna fyrir ári. FL Group tapaði 118 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, sem er nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið skilaði rúmlega 1,9 milljarða króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ýjar að því að Fons kaupi aftur Sterling

Berlingske Tidende í Danmörku lætur að því liggja að eignarhaldsfélagið Fons, sem í fyrra keypti dönsku flugfélögin Mersk og Sterling og seldi þau sameinuð til FL Group, muni aftur eignast Sterling á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Mikill hagvöxtur á evrusvæðinu

Hagvöxtur jókst um 0,9 prósent á evrusvæðinu á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Þetta jafngildir 2,4 prósenta hagvexti á árs grundvelli og hefur hann ekki verið meiri síðastliðin fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Actavis þrefaldar tekjurnar

Heildartekjur Actavis á öðrum ársfjórðungi þrefölduðust miðað við sama tíma í fyrra og námu 364,1 milljón evra. Árshlutauppgjör félagsins var birt eftir lokun markaða í dag. Á sama tímabili í fyrra námu tekjurnar 121,9 milljónum evra. Aukningin nemur 198,4 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bætist við krónubréf

Tvær erlendar fjármálastofnanir tilkynntu um útgáfu krónubréfa í gær. Annars vegar þróunarbankinn KfW, sem gaf út nýjan flokk að andvirði 3 milljarða króna með gjalddaga í febrúar 2008. Hins vegar varð það Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) sem bætti þremur milljörðum króna við útgáfu með gjalddaga í október 2008. Nemur heildarútgáfa krónubréfa nú tæpum 260 milljörðum króna og næg spurn virðist eftir krónubréfum meðal erlendra fjárfesta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri hjá Alfesca

Xavier Govare hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alfesca og Jakob Óskar Sigurðsson látið af störfum eftir tveggja ára starf. Í tilkynningu félagsins kemur fram að sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar þess hafi verið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess.

Viðskipti innlent