Viðskipti

Fréttamynd

Rauður dagur fyrir Atlantic Petroleum

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur fallið um rúm 4,6 prósent frá því viðskipti í Kauphöllinni hófust fyrir um hálftíma. Félagið er eitt þeirra sem danskur blaðamaður er sakaður um að hafa skrifað jákvæða greiningu um á sama tíma og hann keypti hluti í félaginu. Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í dag en það er í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Félag Existu kaupir skókeðju á eitt pund

Stjórnendur bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports, sem Exista á 14 prósent í, greindu frá því í gærkvöldi að þeir hefðu keypt bresku skóverslunina Qube Footwear. Kaupverð nemur litlu einu bresku pundi, jafnvirði tæpra 144 íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan veikist lítillega

Gengi krónunnar hefur veikst lítillega frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag. Gengið veiktist um rúm 0,3 prósent í byrjun dags en styrktist lítillega í kjölfarið og nemur veiking hennar nú 0,16 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi AMR féll um 25 prósent

Gengi hlutabréfa í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, móðurfélagi American Airlines, umsvifamesta flugfélagi Bandaríkjanna, féll um 25 prósent á hlutabréfamarkaði í gær eftir snarpa verðhækkun á hráolíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverðið á fleygiferð

Verð á hráolíu rauk í rúma 132 dali á tunnu á bandarískum fjármálamarkaði fyrir stundu eftir að bandaríska orkumálaráðuneytið greindi frá því að dregið hafi óvænt úr olíubirgðum vestanhafs í síðustu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FL Group hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group hækkaði um 1,23 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt síðasti dagurinn sem félagið tilheyriri hópi skráðra fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni en það verður tekið af listanum á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hefði átt að grípa fyrr til aðgerða

„Seðlabankinn er í mjög erfiðri stöðu," segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Gylfi, sem var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag, sagði það vítaverða vanrækslu hjá Seðlabankanum að grípa ekki til aðgerða fyrr og auka gjaldeyrisvaraforðann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð aldrei hærra

Heimsmarksaðsverð á hráolíu fór í rúma 130 dali á tunnu á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Væntingar um að ekki verði unnt verði að svara eftirspurn og veiking bandaríkjadals á stærsta þátt í því að verðmúrinn var rofinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir starfskjör Lárusar Welding eðlileg

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir að þau kjör sem Lárusi Welding, forstjóra Glitnis, voru boðin þegar hann var ráðinn séu í samræmi við það sem tíðkaðist við gerð sambærilegra samninga hjá fjármálafyrirtækjum á þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

24timer og MetroXpress í eina sæng

Ákveðið hefur verið að sameina dönsku fríblöðin 24timer og MetroXpress sem hafa verið keppinautar Nyhedsavisen á danska fríblaðamarkaðinum. Fyrirtækið MetroXpress A/S yfirtekur 24timer sem var áður í eigu danska blaðsins Jyllands Posten.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn leiðir hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum tók sprettinn og leiddi hækkun í Kauphöll Íslands í byrjun dags. Gengið hækkaði um 1,5 prósent. Á eftir fylgdu Alfesca, sem hækkaði um 0,9 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 0,8 prósent, Exista, Glitnir, Straumur, færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum og Kaupþing.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkabræður rjúka upp

Gengi hlutabréfa í Existu tók stökkið á grænum degi í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði um 5,7 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um tæp 5,6 prósent. Gengi bréfa í báðum félögum lækkaði mjög hratt í síðustu viku. Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, eru stærstu hluthafar í báðum félögunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrengingunum ekki lokið

Lausafjárkreppunni er fjarri því að vera lokið og engin teikn á lofti að það versta sé yfirstaðið. Þetta segir Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn hækkar Bakkavör

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um tæp 3,5 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Það hefur þessu samkvæmt hækkað um tæp 19 prósent á tæpri viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Vikan hefur byrjað á jákvæðum nótum á þeim fjármálamörkuðum sem hafa opnað úti í hinum stóra heimi í dag. Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á mörkuðum í Asíu auk þess sem hlutabréfaverð hefur verið á uppleið í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bakkavör leiddi hækkanalestina

Gengi hlutabréfa í Bakkavör leiddi hækkanahrinu í Kauphöllinni í dag þegar það rauk upp um tæp tíu prósent. Gengi annarra félaga hækkaði nokkuð á síðasta viðskiptadegi vikunnar en einungis þrjú féllu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Annar veruleiki við upphaf viðskipta

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 2,5 prósent þegar viðskipti hófust á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengið hafði rokið upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 1,56 dölum á hlut. Fyrir opnun viðskipta fór gengið í tvo dali á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi DeCode hækkar um 25 prósent

Gengi bréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, rauk upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum fyrir opnun hlutabréfamarkaðar í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur í sléttum tveimur dölum á hlut og hefur hækkað um 78,5 prósent síðan 17. apríl síðastliðinn en þá fór það í lægsta gengi frá upphafi, 1,12 dali á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð slær öll met

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 127,4 dali á tunnu á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Verðið hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum og hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kippur í Kauphöllinni í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um 5,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Svipaða sögu var að segja um meirihluta skráðra félaga eftir að Seðlabanki Íslands tilkynninti um gjaldeyrisskiptasamninga við norræna seðlabanka sem veitir aðgang að 1,5 milljörðum evra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góður hagvöxtur í Japan í byrjun árs

Hagvöxtur jókst um 3,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Japan, samkvæmt nýjustu hagtölum landsins. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjármálasérfræðingum að mikil eftirspurn sé eftir japönskum vörum í öðrum Asíulöndum, svo sem í Kína, og því hafi samdráttur í einkaneyslu í Bandaríkjunum ekki sett skarð í japanskar hagtölur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi krónu tekur stökkið

Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um rúm 4 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör tók flugið

Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið um rúmar 10 krónur á hlut frá mánaðamótum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar ekki verið lægri síðan um síðustu páska.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestingarrisi í mínus

Blackstone Group, umsvifamesta fjárfestingarfélag heims, tapaði 66,5 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Félagið hagnaðist um 838,5 milljónir dala eftir skatt á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gjaldeyrisforðinn er til að sýna styrk

„Kjörin hafa verið að batna. Ríkið gæti fengið ágætis kjör núna, kannski 50 til 70 punkta ofan á Libor, en óvíst er að þau muni batna mikið á næstunni,“ segir Sigur­jón Árnason, bankastjóri Landsbankans, um lántökur ríkisins vegna gjaldeyrisforðans. Álagið sé nú í kringum 150 punkta.

Viðskipti innlent