Íþróttir

Fréttamynd

Zidane dæmdur í þriggja leikja bann

Franski knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane var í dag dæmdur í þriggja leikja bann og gert að greiða rúm 3000 pund í sekt fyrir að skalla ítalska varnarmanninn Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM á dögunum. Materazzi fær tveggja leikja bann fyrir að ögra Zidane.

Sport
Fréttamynd

Seattle-liðin seld

Hópur fjárfesta frá Oklahoma City hefur fest kaup á NBA-liði Seattle Supersonics og kvennaliðinu Seattle Storm. Nýju eigendunum hefur verið gefinn eins árs frestur til að ná samningum um endurbætur eða byggingu nýrrar íþróttahallar í Seattle, ella verði liðin flutt frá borginni.

Sport
Fréttamynd

David O´Leary hættur hjá Aston Villa

Knattspyrnustjórinn David O´Leary og stjórn Aston Villa komust nú undir kvöld að samkomulagi um að hann léti af störfum hjá félaginu. O´Leary og stjórn félagsins komust að sameiginlegri niðurstöðu eftir fund í dag og þó ekki hafi verið greint frá ástæðu þessarar ákvörðunar í smáatriðum, er hún sögð tengjast því á beinan hátt að þorri leikmanna sendi frá sér opið bréf á dögunum þar sem þeir lýsa yfir óánægju sinni með störf stjórnarformannsins Doug Ellis.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid kaupir Cannavaro og Emerson

Spænska stórliðið Real Madrid festi í kvöld kaup á þeim Fabio Cannavaro og Emerson frá ítalska liðinu Juventus. Spænskir fjölmiðlar halda því fram að kaupverðið sé tæpar 14 milljónir punda og munu leikmennirnir báðir skrifa undir tveggja ára samninga með möguleika á þriðja árinu. Hjá Real hitta þeir fyrir fyrrum stjóra sinn hjá Juventus, Fabio Capello.

Fótbolti
Fréttamynd

FH-ingar áfram eftir jafntefli

FH-ingar eru komnir í aðra umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli við TVMK Tallin í Kaplakrika í kvöld og mætir Legia Varsjá frá Póllandi í næstu umferð. FH sigraði því samanlagt 4-3. Eistarnir komust yfir 1-0 á 60. mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu, en Atli Guðnason reyndist bjargvættur Hafnfirðinga eins og í fyrri leiknum þegar hann jafnaði undir lokin með laglegu marki.

Sport
Fréttamynd

Liverpool er fremst í röðinni

Umboðsmaður hollenska framherjans Dirk Kuyt hjá Feyenoord í Hollandi segir að fjöldi félaga hafi sett sig í samband með hugsanleg kaup í huga. Hann segir félög á Englandi og Spáni hafa mikinn áhuga og segir Liverpool vera fremst í röðinni sem stendur. Talið er víst að hinn eftirsótti hollenski landsliðsmaður muni fara frá Feyenoord í sumar.

Sport
Fréttamynd

Tallin komið yfir

TVMK Tallin hefur náð 1-0 forystu gegn FH í leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar. Markið kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu leiksins og gefur eistneska liðinu eflaust byr undir báða vængi, en Hafnfirðingar eru þó enn yfir í einvíginu á mörkum skoruðum á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í Kaplakrika í hálfleik

Staðan í leik FH og TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í Kaplakrika. FH hefur því enn yfir 3-2 samanlagt í einvíginu og er í ágætum málum. Eistarnir hafa átt besta færið í leiknum til þessa, en Hafnfirðingar virðast þó hafa góð tök í leiknum sem sýndur er beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Portsmouth að kaupa Manuel Fernandes

Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth er mikið í fréttunum þessa dagana. Í dag gekk Rússinn Alexandre Gaydamak frá kaupum á félaginu og nú berast þær fregnir frá breska sjónvarpinu að félagið sé við það að ganga frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Manuel Fernandes frá Benfica fyrir 10 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

FH - Tallin í beinni á Sýn í kvöld

Síðari leikur FH-inga og eistnesku meistaranna TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu fer fram í Kaplakrika í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hafnfirðingar unnu frækinn 3-2 sigur ytra í fyrri leiknum og eru því í góðri stöðu fyrir hinn síðari í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Renault hefur áhuga á Raikkönen

Forráðamenn Renault-liðsins í formúlu 1 segja það ekkert leyndarmál að þeir hafi mikinn áhuga á að fá finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn Fernando Alonso gengur í raðir McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Luke Young framlengir hjá Charlton

Enski landsliðsmaðurinn Luke Young hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Charlton til fjögurra ára. Young er 26 ára gamall og er fyrirliði liðsins. Hann fór fram á að verða seldur frá félaginu í vor, en eftir fund með nýráðnum knattspyrnustjóra félagsins, Ian Dowie, ákvað Young að feta í fótspor Darren Bent og vera áfram í herbúðum Lundúnaliðsins.

Sport
Fréttamynd

Parreira segir af sér

Carlos Alberto Parreira hefur sagt af sér sem landsliðsþjálfari Brasilíu eftir að liðinu mistókst að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu. Parreira er 63 ára gamall og hafði stýrt brasilíska liðinu í fjögur ár. Hann segist ætla að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni í framtíðinni líkt og svo margir þjálfarar sem láta af störfum í nútímaknattspyrnu. Parreira stýrði Brössum til sigurs á HM í Bandaríkjunum árið 1994 og er nú að láta af störfum hjá landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Gaydamak kaupir Portsmouth

Rússneski milljónamæringurinn Alexandre Gaydamak hefur gengið frá kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth. Gaydamak eignaðist helmingshlut í félaginu fyrir nokkrum mánuðum, en hefur nú keypt Milan Mandaric að fullu út úr félaginu og er orðinn aðaleigandi þess. Mandaric hefur verið stjórnarformaður félagsins til þessa, en lætur af þeirri stöðu nú, þó hann verði áfram í stjórn félagsins.

Sport
Fréttamynd

Í sjö mánaða bann fyrir neyslu kókaíns

Shaun Newton, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, hefur verið dæmdur í sjö mánaða keppnisbann eftir að hafa neitt kókaíns. Upp komst um eiturlyfjaneyslu leikmannsins þegar hann var tekinn í lyfjapróf eftir leik West Ham og Middlesbrough í vor.

Sport
Fréttamynd

Portsmouth gerir tilboð í Nicolas Anelka

Franski framherjinn Nicolas Anelka segir að enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hafi gert liði sínu Fenerbahce kauptilboð í sig upp á rúmar 8 milljónir punda. Hann segir ennfremur að Bolton og Blackburn hafi sýnt sér áhuga, en enn sem komið er sé Portsmouth eina liðið sem gert hafi formlegt tilboð.

Sport
Fréttamynd

Tilboði Real Madrid í Nistelrooy hafnað

Sir Alex Ferguson staðfesti í kvöld að Manchester United hefði neitað kauptilboði spænska stórliðsins Real Madrid í framherjann Ruud Van Nistelrooy. Fyrr í kvöld gengu þær fréttir fjöllum hærra að framherjinn gengi í raðir Real Madrid á morgun, en nú er útlit fyrir að ekkert verði af því.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham lagði Celta Vigo

Tottenham lagði spænska liðið Celta Vigo 2-0 í æfingaleik liðanna í kvöld. Framherjinn knái Jermain Defoe kom inn í lið Tottenham sem varamaður í hálfleik og skoraði bæði mörk liðsins. Þetta var þriðji sigur Tottenham í jafn mörgum leikjum á undirbúningstímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Blika í botnslagnum

Breiðablik lyfti sér í kvöld úr fallsæti í Landsbankadeild karla þegar liðið vann gríðarlega mikillvægan 1-0 sigur á ÍBV í Eyjum. Það var Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmark Blika strax aftir fjórar mínútur. Víkingur og Keflavík skildu jöfn 1-1 í Fossvogi. Guðmundur Steinarsson skoraði mark Keflvíkinga en Viktor Bjarki Arnarsson jafnaði metin fyrir heimamenn. Þá gerðu Grindavík og Fylkir 1-1 jafntefli í Grindavík þar sem Ray Anthony Jónsson og Páll Einarsson voru á skotskónum.

Sport
Fréttamynd

Manchester United lagði Kaizer Chiefs

Manchester United lagði í kvöld lið Kaizer Chiefs 1-0 í æfingaleik í Höfðaborg í Suður-Afríku þar sem enska liðið er í æfingabúðum um þessar mundir. United gekk illa að brjóta sterka vörn heimamanna á bak aftur, en það var að lokum Kínverjinn Dong Fangzhou sem braut ísinn á 83. mínútu og tryggði United sigur.

Sport
Fréttamynd

Blikar yfir í Eyjum

Þrír leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik hefur yfir gegn ÍBV í Eyjum þegar flautað hefur verið til hálfleiks og það var Marel Baldvinsson sem skoraði mark Blika í upphafi leiks. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 á Víkingsvelli með marki Guðmundar Steinarssonar og þá er jafnt 1-1 hjá Grindvíkingum og Fylki suður með sjó þar sem Páll Einarsson og Ray Anthony Jónsson skoruðu mörkin.

Sport
Fréttamynd

Jafnt gegn Bandaríkjamönnum

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði 1-1 jafntefli við það bandaríska á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu í dag. Áður hafði íslenska liðið unnið sigur á heimamönnum Norðmönnum 3-2. Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins í dag og mætir það Dönum á fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

Mourning áfram hjá Miami

Miðherjinn Alonzo Mourning hefur undirritað eins árs framlengingu á samningi sínum við NBA-meistara Miami Heat. Samningurinn verður upp á algjöra lágmarksupphæð og sagðist Mourning byggja ákvörðun sína á því hversu vænt honum þætti um stuðningsmenn liðsins.

Sport
Fréttamynd

Áfrýjun hefst 22. júlí

Juventus, Lazio, Fiorentina og AC Milan munu hefja áfrýjunarmál sitt fyrir dómstóli frá og með laugardeginum 22. júlí að sögn breska sjónvarpsins. Milan mun áfrýja ákvörðun dóms um stigafrádrátt sinn í A-deild á næsta ári, en hin liðin þrjú áfrýja stigafrádrætti og því að vera felld niður um deild. Ólíklegt er talið að Milan hafi nægan tíma til að áfrýja banninu á þáttöku í meistaradeildinni og verði því að sætta sig við að taka ekki þátt á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Engin útsala fyrirhuguð

Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó.

Fótbolti
Fréttamynd

Javier Clemente ráðinn landsliðsþjálfari

Serbneska knattspyrnusambandið hefur gengið frá tveggja ára ráðningarsamningi við þjálfarann Javier Clemente, sem áður stýrði meðal annars spænska landsliðinu. Clemente er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er til starfa í sögu serbneska landsliðsins og mun nú stýra því fram yfir EM árið 2008.

Sport
Fréttamynd

Magath framlengir samning sinn

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa framlengt samning þjálfarans Felix Magath um eitt ár og mun hann því stýra liðinu út árið 2008. Magath hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við því árið 2004 og hefur stýrt því til sigurs í bæði deild og bikar bæði tímabilin sem hann hefur verið við stjórn.

Fótbolti
Fréttamynd

Hættur að leika með landsliðinu

Króatíski framherjinn Dado Prso hjá Glasgow Rangers hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með landsliðinu, 32 ára að aldri. Umboðsmaður leikmannsins sagði skjólstæðing sinn ætla að einbeita sér að félagsliði sínu á næstunni, því álagið sem fylgi því að spila á öllum vígstöðvum sé orðið of mikið.

Sport
Fréttamynd

Hefur ekki áhyggjur af álaginu

Nýráðinn landsliðsþjálfari Ítala, hinn 43 ára gamli Roberto Donadoni, segist ekki hafa áhyggjur af þeirri pressu sem fylgi því að taka við nýkrýndum heimsmeistununum.

Sport
Fréttamynd

Darren Bent framlengir við Charlton

Framherjinn ungi Darren Bent hjá Charlton hefur nú bundið enda á vangaveltur um framtíð sína með því að undirrita nýjan fjögurra ára samning við félagið. Bent var einn heitasti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var um tíma í enska landsliðshópnum.

Sport