Íþróttir

Fréttamynd

Larsson sagði nei við Celtic

Stjórnarformaður Glasgow Celtic segist hafa reynt að lokka sænska framherjann Henrik Larsson aftur til skoska liðsins á dögunum, en Larsson sagði þvert nei. Hann var ítrekað beðinn að framlengja dvöl sína hjá Evrópumeisturunum, en er harðákveðinn í að snúa aftur heim til Svíþjóðar og spila með gamla liðinu sínu Helsingborg.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur á Norðmönnum

Átján ára karlalandslið íslands í körfubolta heldur uppteknum hætti á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Svíðþjóð og í dag vann liðið sannfærandi sigur á Norðmönnum 78-63. Hörður Vilhjálmsson lék vel fyrir íslenska liðið, skoraði 26 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Sextán ára lið tapaði naumlega fyrir Finnum í opnunarleik sínum og mætir Svíum síðar í dag.

Sport
Fréttamynd

Fín byrjun hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson var í stuði á fyrsta keppnisdegi opna áskorendamótsins í Marokkó í Afríku í dag og lauk hann fyrsta hringnum á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er því á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í góðum málum

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hélt áfram að leika vel á öðrum degi Kinnaborgmótsins í Svíðþjóð í dag og lauk hann keppni á tveimur höggum undir pari og er því samtals á þremur höggum undir pari. Heiðar var í efsta sæti mótsins þegar hann lauk keppni í dag.

Sport
Fréttamynd

Redknapp semur við Portsmouth

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp skrifaði í dag undir þriggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið Portsmouth, en eldri samningur hans við félagið rann út í lok síðustu leiktíðar. Redknapp þótti standa sig vel eftir að hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum og undir hans stjórn slapp liðið við fall í 1. deildina með ótrúlegum hætti.

Sport
Fréttamynd

Víkingar í stuði

Víkingur hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Breiðablik í fyrsta leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hér er um að ræða viðureign nýliðanna í deildinni. Heimamenn komust yfir á 18. mínútu þegar Viktor Bjarki Arnarsson skoraði úr vítaspyrnu og hann lagði svo upp annað markið fyrir félaga sinn Hörð Bjarnason með glæsilegum hætti á 31. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Pires semur við Villarreal

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur gert tveggja ára samning við spænska liðið Villarreal. Pires hefur verið hjá Arsenal í sex ár, en hann var með lausa samninga í sumar og komst ekki að samkomulagi við forráðamenn Arsenal um nýjan samning.

Sport
Fréttamynd

Diaw tryggði Phoenix sigurinn í Dallas

Franski framherjinn Boris Diaw átti sinn besta ferlinum í nótt þegar Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og lagði Dallas Mavericks 121-118 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin.

Sport
Fréttamynd

Góður árangur hjá unglingaliðunum

Góður árangur náðist á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem hófst í Svíþjóð í dag. Átján ára landslið pilta sigraði Svía 86-84, þar sem Hörður Vilhjálmsson skoraði 30 stig fyrir Íslenska liðið. Þá vann átján ára lið Íslands í kvennaflokki einnig sigur á því sænska 71-64 og þar var það hin magnaða Helena Sverrisdóttir sem fór á kostum og skoraði 35 stig.

Sport
Fréttamynd

Skýr skilaboð hjá eiganda Cleveland

Dan Gilbert, eigandi NBA-liðs Cleveland Cavaliers, hefur sent stuðningsmönnum liðsins skýr skilaboð fyrir framtíðina. Í gær keypti hann auglýsingar fyrir um 25.000 dollara í stærstu blöðunum í Ohio-fylki, þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir árið og lét í það skína að nýr samningur við ofurstjörnuna LeBron James væri efst á forgangslista félagsins.

Sport
Fréttamynd

Cizmek byrjaður að æfa með KR

Króatíski miðjumaðurinn Mario Cizmek mætti í dag á sína fyrstu æfingu með liði KR í dag, en sá er fyrrum u-21 árs landsliðsmaður. Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag. Vonast KR-ingar til þess að hann verði kominn með leikheimild fyrir næsta leik liðsins í Landsbankadeildinni, sem er gegn Keflvíkingum á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli í Grindavík

Grindvíkingar og Keflvíkingar gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Jóhann Þórhallsson kom heimamönnum á bragðið á 33. mínútu, en Guðmundur Steinarsson jafnaði metin úr víti skömmu síðar.

Sport
Fréttamynd

Keane gæti spilað á næstu leiktíð

Michael Kennedy, umboðsmaður miðjumannsins Roy Keane hjá Glasgow Celtic, segir ekki loku fyrir það skotið að leikmaðurinn spili með liðinu á næstu leiktíð. Keane fer til sérfræðings þegar hann kemur heim úr sumarleyfi sínu á næstu vikum og þá verður líklega tekin ákvörðun um framhaldið. Talið er að það muni freista Keane að spila með liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en hann á sem kunnugt er eitt ár eftir af samningi sínum við meistarana.

Sport
Fréttamynd

KR lagði Fylki

KR lagði Fylki 1-0 á heimavelli sínum í Frostaskjóli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason sem skoraði markið sem skildi liðina að í kvöld, en bæði lið fengu nokkur tækifæri til að bæta við mörkum í kvöld. Leikurinn var í raun lítið fyrir augað í rokinu, en KR-ingar þiggja eflaust stigin þrjú með bros á vör.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik í Grindavík

Nú er kominn hálfleikur í leik Grindavíkur og Keflvíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og staðan er jöfn 1-1. Jóhann Þórhallsson kom heimamönnum yfir á 33. mínútu, en hinn sólbrúni Guðmundur Steinarsson jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu. Grindvíkingar leika með sterkan vindinn í bakið í síðari hálfleiknum, en mjög hvasst er í Grindavík sem og annarsstaðar á suðvesturhorninu í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Verðum að ræða við konuna hans Shevchenko

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko tilkynnir forráðamönnum AC Milan á morgun hvort hann ætli sér að framlengja samning sinn við félagið eða ganga til liðs við Englandsmeistara Chelsea. Félagi hann Gennaro Gattuso ætlar að gera sitt til að reyna að sannfæra framherjann sterka um að vera áfram í Mílanó.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar fljótir að jafna

Það tók Keflvíkinga ekki langan tíma að jafna metin í Grindavík, því aðeins fjórum mínútum eftir að heimamenn komust yfir í leiknum, hefur Guðmundur Steinarsson jafnað fyrir Keflavík úr vítaspyrnu - eftir klaufagang í vörn heimamanna.

Sport
Fréttamynd

Jóhann kemur Grindvíkingum yfir

Jóhann Þórhallsson hefur komið Grindvíkingum í 1-0 gegn grönnum sínum úr Keflavík í sjónvarpsleiknum á Sýn. Mark Jóhanns kom á 33. mínútu og bætti Jóhann þar með fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnu í upphafi hálfleiksins. Þetta er fjórða mark Jóhanns í deildinni

Sport
Fréttamynd

KR yfir í hálfleik

KR-ingar hafa yfir 1-0 gegn Fylki í leik liðanna á KR-velli. Það var Tryggvi Bjarnason sem skoraði mark heimamanna á 28. mínútu, en eftir fjöruga byrjun, dró heldur úr leikmönnum beggja liða í rokinu í Frostaskjóli. Leikur Grindavíkur og Keflavíkur er hafinn og er í beinni útsendingu á Sýn. Þar er staðan jöfn 0-0, en Grindvíkingar voru rétt í þessu að misnota vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins.

Sport
Fréttamynd

Tryggvi kemur KR yfir

Tryggvi Bjarnason var rétt í þessu að koma KR-ingum yfir gegn Fylki í vesturbænum. Gestirnir úr Árbænum höfðu verið heldur sterkari fram að þessu, en Tryggvi náði að koma KR yfir með skalla af stuttu færi eftir klafs í teig Fylkis. Leikur Grindavíkur og Keflavíkur hefst klukkan 20 og er hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Stubbs framlengir

Miðvörðurinn Alan Stubbs hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Everton um eitt ár, eða út árið 2007. Hann á að baki yfir 150 leiki með Everton og er 34 ára gamall. Stubbs hefur einnig leikið með Celtic í Skotlandi og Sunderland á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Sommeil til Sheffield United

Franski varnarmaðurinn David Sommeil sem látinn var fara frá Manchester City á dögunum, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við nýliða Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Sommeil sagði við undirritun samningsins að það hefði alltaf verið draumur hans að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni, sem hann segir þá sterkustu í Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Boskamp til Belgíu

Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Johan Boskamp, sem nýverið lét af störfum sem knattspyrnustjóri Stoke City, var í dag ráðinn knattspyrnustjóri belgíska liðsins Standard Liege. Boskamp er 57 ára gamall og hefur mikla reynslu af þjálfun í Belgíu og hefur meðal annars stýrt liði Anderlecht þar í landi.

Sport
Fréttamynd

Ákveður sig eftir HM

Bakvörðurinn magnaði Roberto Carlos hjá Real Madrid segist ekki ætla að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en að loknu heimsmeistaramóti í sumar, en hinn 33 ára gamli Carlos á í samningaviðræðum við Real Madrid um að framlengja samning sinn við félagið. Chelsea hefur þegar gert tilboð í kappann og segir hann fjárhagslegan ávinning ekki spila inn í ákvörðun sína, heldur ætli hann að skoða hve lengi hann vill spila í viðbót.

Sport
Fréttamynd

Læknir United rekinn

Mike Stone, sem verið yfirlæknir hjá Manchester United síðan árið 1999, var mjög óvænt rekinn frá félaginu í dag. Forráðamenn United segja ákvörðun þessa faglega, en orðrómur er strax kominn á kreik um að læknirinn hafi verið látinn fara vegna afstöðu sinnar í máli Wayne Rooney.

Sport
Fréttamynd

Brotist inn á heimili Patrick Vieira

Patrick Vieira, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, lenti í óskemmtilegri reynslu í gær þegar brotist var inn í hús hans í Frakklandi á meðan fjölskyldan svaf. Nokkru af skartgripum var stolið og óku þjófarnir á burt með þýfið á bílnum hans. Fjölskyldan þurfti að fara í rannsókn eftir uppákomuna, því talið er að þjófarnir hafi sprautað gasi inn í loftræstikerfið í húsinu til að halda fjölskyldunni sofandi á meðan á ráninu stóð.

Sport
Fréttamynd

Andy Johnson á leið til Wigan?

Stjórnarmaður Crystal Palace hefur staðfest að félagið hafi í dag samþykkt 8,5 milljón punda tilboð úrvalsdeildarfélagsins Wigan í framherjann Andy Johnson. Everton og Bolton hafa einnig verið á höttunum eftir landsliðsmanninum, en þeim hefur nú verið sagt að hækka tilboð sín ella muni hann verða seldur til Wigan.

Sport
Fréttamynd

Tilboði Tottenham í Curtis Davies hafnað

Bryan Robson, stjóri West Brom, staðfesti í dag að félagið hefði neitað 3,5 milljón punda tilboði Tottenham Hotspur í varnarmanninn Curtis Davies. West Brom ætlar sér ekki að staldra lengi við í 1. deildinni og ætlar að styrkja liðið en ekki veikja það að sögn Robson. Davies er U-21 árs landsliðsmaður Englands og talinn nokkuð efnilegur.

Sport
Fréttamynd

B-lið Englands mætir Hvít-Rússum í kvöld

Nokkrir af leikmönnum enska landsliðsins sem eru að berjast við að vinna sér sæti í byrjunarliðinu fá tækifæri til að sýna úr hverju þeir eru gerðir í kvöld, þegar B-lið Englands tekur á móti Hvít-Rússum í æfingaleik.

Sport
Fréttamynd

Pires líklega á förum

Nú þykir allt benda til þess að franski miðvallarleikmaðurinn Robert Pires muni yfirgefa herbúðir Arsenal og ganga til liðs við spænska liðið Villarreal, en spænsk útvarpsstöð á að hafa haft eftir stjórnarformanni félagsins í gær að hann væri búinn að ganga frá málinu.

Sport