Íþróttir

Fréttamynd

Meiðslamartröð Cole á enda?

Bakvörðurinn Ashley Cole verður loksins í aðalliði Arsenal um helgina þegar liði sækir Sunderland heim í ensku úrvalsdeildinni, en Cole hefur verið meira og minna frá vegna meiðsla í allan vetur. Hann gerir sér vonir um að vinna sér sæti í enska landsliðinu fyrir HM í sumar og hefur verið lofað farmiða á HM ef hann sannar sig með Arsenal í síðustu leikjunum í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Nýr þjálfari líklega tilkynntur í næstu viku

Heimildarmaður BBC hjá enska knattspyrnusambandinu segir að ef allt gangi að óskum gæti nýr landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu verið kynntur formlega strax næsta föstudag. Hann tók þó fram að enn væri nokkuð í land með samningaviðræður við Luiz Scolari, sem talinn er líklegastur til að taka við starfinu.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur úr leik á Ítalíu

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á áskorendamótinu í Tessati á Ítalíu eftir að hann lék annan hringinn á mótinu á tveimur höggum yfir pari líkt og í gær. Hann komst því ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu, en keppir aftur á Ítalíu eftir tvær vikur.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María úr leik á Tenerife

Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á áskorendamótinu sem fram fer á Tenerife á Kanaríeyjum eftir að hún lék á níu höggum yfir pari á öðrum deginum á mótinu í dag og var því alls á sextán höggum yfir pari. Það er því ljóst að Ólöf kemst ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Kemst Bayern í sögubækurnar?

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa sett stefnuna á að verða fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar til að vinna bæði deild og bikar tvö ár í röð og á morgun gæti liðið tekið stórt skref í átt að þeim frábæra árangri með því að leggja Frankfurt í úrslitaleik bikarkeppninnar. Bayern er auk þess í lykilstöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 20. skipti og gæti í besta falli tryggt sér hann í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Mullins og Garcia missa af úrslitaleiknum

Slagsmálahundarnir Hayden Mullins hjá West Ham og Luis Garcia hjá Liverpool munu missa af úrslitaleiknum í enska bikarnum eftir að áfrýjun félaganna á rauðu spjöldin sem þeir fengu að líta í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni á dögunum var hafnað. Stjórar liðanna sóttu strax eftir leikinn um að leikmönnunum yrðu gefin grið en því hefur verið hafnað. Báðir leikmenn taka út þriggja leikja bann fyrir átökin.

Sport
Fréttamynd

Bullard í viðræðum við Fulham

Miðjumaðurinn Jimmy Bullard hjá nýliðum Wigan í ensku úrvalsdeildinni er í viðræðum við Fulham um að ganga hugsanlega til liðs við Lundúnaliðið í sumar. Bullard er með ákvæði í samningi sínum við Wigan um að honum sé frjálst að fara frá félaginu ef ákveðin upphæð er boðin í hann og nú virðist sem Fulham sé tilbúið að greiða þessa óuppgefnu upphæð.

Sport
Fréttamynd

Fallbaráttan í algleymingi um helgina

Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina.

Sport
Fréttamynd

Nýtt lið til keppni árið 2008

Nýtt keppnislið hefur nú verið samþykkt inn á mótaröðina í Formúlu 1 árið 2008 og verða keppnisliðin því orðin 12. Nýja liðið verður undir stjórn David Richards og ber nafnið Prodrive. Richards þessi var áður liðsstjóri BAR og Benetton, en hefur ekki verið viðriðinn Formúlu 1 í tvö ár. Tíu umsóknum um inngöngu í mótaröðina var hafnað, þar sem menn eins og Eddie Jordan, Paul Stoddard og Craig Pollock voru á meðal þeirra sem voru úti í kuldanum.

Sport
Fréttamynd

Staðfestir "óformlegar viðræður"

Luiz Scolari hefur staðfest að hann hafi átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið í sambandi við stöðu landsliðsþjálfara Englands, en bendir á að þær hafi verið óformlegar og segir stöðu sína óbreytta hjá portúgalska landsliðinu - ekkert hafi enn verið ákveðið eða undirritað.

Sport
Fréttamynd

Chicago burstaði Miami

Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV.

Sport
Fréttamynd

Alþjóðlegir hestadagar tókust vel

Talið er að á annað þúsund manns hafi sótt dagskrá Tekið til kostanna sem var fjölbreytt og stóð frá fimmtudegi til sunnudags. Hápunktur dagskrár var stórsýning á laugardagskvöldið, en þá var húsfyllir í höllinni og mikið stuð.

Sport
Fréttamynd

Kennslusýning Hólaskóla

Reiðkennarabraut Hólaskóla, í samvinnu við hestamannafélagið Fák, stendur fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Víðidal helgina 6.-7. maí. Nemendur og kennarar skólans bjóða upp á spennandi dagskrá varðandi reiðmennsku og þjálfun frá morgni til kvölds báða dagana. Nánar auglýst síðar.

Sport
Fréttamynd

Kraftaverkin gerast enn á Riverside

Middlesbrough hristi annað kraftaverk fram úr erminni á heimavelli sínum Riverside í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þegar liðið sigraði Steua frá Búkarest 4-2 og er því komið í úrslitaleik keppninnar í Eindhoven í næsta mánuði. Boro lenti 2-0 undir í leiknum og 3-0 samanlagt, en náði að skora fjögur mörk í röð og komast áfram - ekki ósvipað og í 8-liða úrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María í vandræðum

Atvinnukylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum á Tenerife á Kanaríeyjum í dag þegar hún lauk keppni á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni í golfi. Ólöf lék þokkalega á fyrstu níu holunum en náði sér alls ekki á strik á þeim síðari.

Sport
Fréttamynd

Boro í vondum málum

Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough er í mjög vondum málum í síðari leik sínum við Steua Búkarest í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Liðið tapaði fyrri leiknum 1-0 á útvelli og þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leiknum á Riverside, hafa gestirnir yfir 2-1. Mörk Steua komu á 16. og 24. mínútu leiksins, en Massimo Maccarone minnkaði muninn fyrir heimamenn á 33. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Börnin grétu þegar ég datt út úr liðinu

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann þakkar sonum sínum tveimur að stórum hluta bætta frammistöðu sína milli stanganna hjá Arsenal í vetur. Lehmann hefur verið ótrúlegur með liðinu í meistaradeildinni en ekki er langt síðan hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu og sagðist þá hafa þurft að taka góða naflaskoðun.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á einu yfir pari

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á áskorendamótinu í Tessali á Ítalíu á einu höggi yfir pari eða 72 höggum í dag. Birgir á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun.

Sport
Fréttamynd

Vill ekki lesa um framtíð sína í blöðunum

Stóri-Sam Allardyce segist enn vona að hann sé inni í myndinni sem næsti landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, en segist vonast til þess að knattspyrnusambandið segi honum af eða á undir fjögur augu svo hann þurfi ekki að lesa um það í blöðunum áður en hann fær að vita það sjálfur.

Sport
Fréttamynd

Henry leikmaður ársins í þriðja sinn

Franski snillingurinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur verið útnefndur leikmaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna á Englandi í þriðja sinn á ferlinum. Enginn leikmaður hefur áður hlotið verðlaunin oftar en tvisvar á ferlinum í 59 ára sögu samtakanna.

Sport
Fréttamynd

Enska liðið verður lyfjaprófað fyrir HM

Nú hefur verið staðfest að allir leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu muni gangast undir lyfjapróf fyrir HM í Þýskalandi í sumar. Miklar deilur hafa staðið milli forráðamanna samtaka gegn lyfjanotkun og enska knattspyrnusambandsins fram að þessu, um hvernig standa eigi að lyfjamálum. Nú hafa stríðandi aðilar hinsvegar komist að niðurstöðu í málinu.

Sport
Fréttamynd

Treystir á framherja sína í kvöld

Steve McClaren segist treysta á að framherjar sínir hjá Middlesbrough nái að endurtaka leikinn frá því í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða um daginn og skjóti liðinu í úrslitaleikinn í keppninni. Boro spilar í kvöld síðari leik sinn við Steua Búkarest í undanúrslitunum og hafa gestirnir frá Rúmeníu eitt mark í forskot úr fyrri leiknum.

Sport
Fréttamynd

Owen ætlar að spila á laugardaginn

Framherjinn Michael Owen stefnir á að verða í liði Newcastle á laugardaginn þegar það mætir Birmingham í næst síðasta leik sínum í deildinni í vor. Owen hefur náð að æfa vel í vikunni án þess að kenna sér meins í ökklanum og reynir nú að sanna sig fyrir Sven-Göran Eriksson á lokasprettinu til að vinna sér sæti í enska landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Viðræður við Scolari vekja hörð viðbrögð

Sú staðreynd að enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að það hafi boðið Luiz Scolari stöðu landsliðsþjálfara í knattspyrnu hefur vakið mikil viðbrögð í Englandi eins og búast mátti við. Nokkrir af knattspyrjustjórunum í ensku úrvalsdeildinni hafa nú tjáð sig um hugsanlega ráðningu Brasilíumannsins.

Sport
Fréttamynd

Chelsea sektað

Englandsmeistaralið Chelsea hefur verið sektað um 10.000 pund vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn West Brom í byrjun mars. Leikmenn liðsins veittust þá harðlega að Mark Halsey dómara eftir umdeildan dóm og þótti enska knattspyrnusambandinu rétt að grípa í taumana. Meistararnir eiga yfir höfði sér svipaða kæru vegna hegðunar sinnar í leik gegn Fulham þann 19. mars.

Sport
Fréttamynd

Benedikt tekur við KR

Körfuknattleiksdeild KR gekk í dag frá þriggja ára samningi við Benedikt Guðmundsson sem mun taka við þjálfun karlaliðs félagsins af Herberti Guðmundssyni. Benedikt var áður hjá Fjölni í Grafarvogi, en hann er öllum hnútum kunnugur í vesturbænum.

Sport
Fréttamynd

Markið var fullkomlega löglegt

Carlo Ancelotti var afar óhress eftir leikinn við Barcelona í meistaradeildinni í gær og vildi meina að sínir menn hefðu verið rændir fullkomlega löglegu marki þegar Andriy Shevchenko skoraði með skalla en var dæmdur brotlegur fyrir að stugga við Carles Puyol, varnarmanni Barcelona.

Sport
Fréttamynd

Þetta var baráttusigur

Frank Rijkaard sagðist í gær hafa verið stoltur af sínum mönnum þegar þeir tryggðu sér sætið í úrslitaleiknum í meistaradeildinni með markalausu jafntefli við AC Milan á heimavelli sínum. "Þetta var baráttusigur hjá okkur og ég er mjög stoltur af strákunum, því það var mjög erfitt að spila gegn sterku liði Milan. Við ætluðum okkur í úrslitin og það tókst," sagði Rijkaard.

Sport
Fréttamynd

Lokamót í meistaradeild VÍS í hestaíþróttum

Síðasta mót Meistaradeildar VÍS fer fram í Glaðheimum í Kópavogi fimmtudaginn 4. maí og verður þá keppt í tveimur greinum gæðingaskeiði og 150 m. skeiði. Mótið hefst kl. 19:00 og er aðgangur ókeypis. Mikil spenna ríkir meðal keppenda fyrir síðasta mótið. Talsvert er í húfi fyrir utan heiðurinn þar sem verðlaunafé er líklega það hæsta í hestaíþróttum hingað til eða samtals kr. 2.200.000.

Sport
Fréttamynd

Lakers jafnaði í Phoenix

Kobe Bryant og félagar í LA Lakers jöfnuðu í nótt metin í rimmu sinni við Phoenix með góðum 99-93 sigri í Phoenix í öðrum leik liðanna og fara næstu tveir leikir fram í Los Angeles. Kobe Bryant hafði hægt um sig framan af leik en endaði með 29 stig og 10 fráköst. Steve Nash var atkvæðamestur í liði Phoenix með 29 stig og 9 stoðsendingar.

Sport