Íþróttir

Fréttamynd

Viðræðum við stuðningsaðila hætt

Í dag slitnaði upp úr viðræðum Manchester United við netfyrirtækið Mansion, en félögin voru komin á fremsta hlunn með að ganga frá auglýsingasamningi upp á 70 milljónir punda og hefðu búningar Manchester United þá prýtt auglýsingar netfyrirtækisins. Forráðamenn Mansion saka knattspyrnufélagið um að hafa leynilega átt í viðræðum við aðra stuðningsaðila á sama tíma og hafa því ákveðið að bakka út úr viðræðunum.

Sport
Fréttamynd

Fabregas og Eboue fara með til Tórínó

Cesc Fabregas og Emmanuel Eboue fara báðir með liði Arsenal til Tórínó þar sem liðið tekur á móti Juventus á miðvikudagskvöldið, en ljóst er að litlar líkur eru á því að þeir verði í liðinu vegna meiðsla. Fabregas fór á kostum í fyrri leiknum gegn Juventus, en þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins 15 mínútur í leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Sport
Fréttamynd

Hughes ætlar sér sigur

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar Blackburn tekur á móti Wigan á heimavelli sínum Ewood Park. Blackburn er í harðri baráttu um Evrópusæti á næstu leiktíð og hefur liðið verið á mikilli siglingu undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur - Keflavík í beinni á Sýn

Fjórða viðureign Skallagríms og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:50. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 í einvíginu og geta því tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í kvöld. Þess má geta að fylgst verður með gangi mála í leik KR og Njarðvíkur í útsendingu Sýnar, en sá leikur hefst á sama tíma.

Sport
Fréttamynd

Það vann enginn fyrir kaupinu sínu

Stuart Pearce, stjóri Manchester City var æfareiður eftir tap sinna manna fyrir Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær og sparaði ekki stóru orðin eftir leikinn þegar hann sagði leikinn verstu frammistöðu liðs undir sinni stjórn og sagði engann leikmanna sinna hafa unnið fyrir kaupinu sínu í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Við ætlum að láta Arsenal svitna

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Ítalíumeisturum Juventus segir að Arsenal eigi ekki von á því að verða tekið neinum vettlingatökum í Tórínó á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í síðari leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum um daginn þar sem tveir leikmanna Juve voru reknir af velli. Nedved var í leikbanni í þeim leik.

Sport
Fréttamynd

Ætlar að ná í stórt nafn í stjórastólinn

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, segir að félagið ætli að gera allt sem í þess valdi stendur til að ráða stórt nafn í stjórastólinn hjá félaginu í sumar, en Glenn Roader hefur sem kunnugt er sinnt starfinu í afleysingum síðan Graeme Souness var látinn fara á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Chelsea er að undirbúa samningstilboð

Umboðsmaður franska varnarmannsins William Gallas hjá Englandsmeisturum Chelsea segir að félagið sé nú að undirbúa samningstilboð handa varnarmanninum, sem hefur verið orðaður við mörg af stóru liðunum á meginlandi Evrópu á undanförnum mánuðum. Gallas hefur verið ósáttur við að fá ekki að spila uppáhaldsstöðuna sína á vellinum með Chelsea, en umboðsmaður hans telur að Chelsea muni bjóða honum vænlega framlengingu á næstunni.

Sport
Fréttamynd

Tólf í röð hjá New Jersey

Lið New Jersey Nets hefur heldur betur verið á sigurgöngu í NBA deildinni að undanförnu og í nótt skellti liðið Miami og vann sinn 12. leik í röð. Vince Carter fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 43 stig, en Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami.

Sport
Fréttamynd

Við getum náð Chelsea

Franski framherjinn Louis Saha hjá Manchester United segir að liðið hafi alla burði til að ná Chelsea að stigum á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni, en United hefur verið á mikilli siglingu undanfarið á meðan Chelsea hefur verið að tapa stigum.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur Sigurðsson situr fyrir svörum

Annan hvern sunnudag fá lesendur Fréttablaðsins og Vísis.is að vera þess heiðurs aðnjótandi að lesa svör frægra íþróttakappa við spurningum lesenda. Hægt er að senda spurningarnar af Vísir.is. Eiður Smári Guðjohnsen reið á vaðið en næstur í röðinni er enginn annar en Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach.

Sport
Fréttamynd

Framarar misstigu sig fyrir norðan

Efsta lið DHL-deildarinnar, Fram, tapaði dýrmætu stigi fyrir norðan í kvöld þegar liðið náði aðeins jafntefli við Þór á Akureyri 28-28. Þá vann Fylkir góðan útisigur á Selfyssingum 32-26. Jafnteflið hjá Fram þýðir að Haukar geta komist upp fyrir Safamýrarliðið á morgun þegar þeir mæta HK í Digranesi.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík lagði KR

Njarðvíkingar eru komnir með forystu í einvígi sínu við KR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 91-80 sigur í þriðja leik liðanna í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar geta því tryggt sér farseðilinn í úrslitin með sigri í fjórða leiknum sem fer fram á heimavelli KR.

Sport
Fréttamynd

Rivaldo framlengir

Brasilíski leikstjórnandinn Rivaldo hefur framlengt samning sinn við gríska liðið Olympiakos um eitt ár, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan árið 2004. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra og hefur góða forystu á toppi deildarinnar í ár. Forráðamenn félagsins líta á framlenginguna sem virðingarvott við besta leikmann í sögu félagsins. Rivaldo var kjörinn besti leikmaður heims árið 1999 þegar hann spilaði með Barcelona.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19:00 taka Þórsarar á móti toppliði Fram norður á Akureyri, og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Fylkir á Selfossi.

Sport
Fréttamynd

Þriðji leikur Njarðvíkur og KR í kvöld

Njarðvík og KR eigast við í Njarðvík í kvöld í undanúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Liðin hafa unnið hvort sinn leikinn og munu KRingar eflaust vilja velgja heimamönnum undir uggum í Njarðvík í kvöld eftir góðan sigur á heimavelli sínum í síðasta leik. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Graham Poll fulltrúi enskra dómara

Nú er búið að birta lista yfir þá 23 dómara sem valdir hafa verið til að dæma á HM í Þýskalandi í sumar og verður Graham Poll fulltrúi ensku úrvalsdeildarinnar í keppninni. Auk Poll verða á mótinu dómarar eins og Eric Poulat frá Frakklandi,Markus Merk frá Þýskalandi, hinn spænski Enrique Mejuto Gonzalez og Massimo De Santis frá Ítalíu svo einhverjir séu nefndir.

Sport
Fréttamynd

Davidson fljótastur á æfingum

Anthony Davidson hjá Honda náði bestum tíma allra á æfingum fyrir Melbourne-kappaksturinn í Formúlu 1 sem háður verður í Ástralíu um helgina. Alex Wurz hjá Williams náði öðrum besta tímanum og Robert Kubica hjá BMW Sauber náði þriðja besta tímanum.

Sport
Fréttamynd

Allardyce mjög líklegur landsliðsþjálfari

Sir Alex Ferguson segir að Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, sé mjög líklegur til að verða valinn eftirmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu. Þetta sagði Ferguson á blaðamannafundi í dag fyrir viðureign Bolton og Manchester United á morgun.

Sport
Fréttamynd

Ákveður sig fyrir HM

Franski framherjinn Thierry Henry hefur nú gefið það út að hann muni tilkynna hvort hann verði áfram hjá Arsenal eða ekki fyrir upphaf heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þann 9. júní nk. Henry hefur verið orðaður við spænsku risana Barcelona og Real Madrid, en hann virðist vera búinn að gleyma því að hann lofaði stuðningsmönnum Arsenal fyrir nokkru að hann ætlaði að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið.

Sport
Fréttamynd

Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum

Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR.

Innlent
Fréttamynd

Fortune verður látinn fara

Sir Alex Ferguson segir að líklega verði miðjumaðurinn Quinton Fortune látinn fara frá Manchester United fljótlega, en Suður-Afríkumaðurinn hefur átt við erfið meiðsli að stríða lengi. Fortune er með lausa samninga í sumar og þykja þessi tíðindi benda til þess að United ætli að taka nokkuð til á miðjunni hjá sér í sumar.

Sport
Fréttamynd

Reggie Miller heiðraður í Indiana

Skotbakvörðurinn Reggie Miller var í nótt heiðraður sérstaklega Indiana Pacers þegar númerið hans var hengt upp í rjáfur í höll félagsins. Miller lagði skóna á hilluna í fyrra eftir að hafa spilað í 18 ár með liði Indiana, en hann hefur meðal annars skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar leikmaður í sögu deildarinnar. Hann var fimm sinnum valinn í stjörnuliðið á ferlinum er minnst sem einnar bestu skyttu í sögu NBA.

Sport
Fréttamynd

Pogatetz frá út leiktíðina

Varnarmaðurinn Emanuel Pogatetz hjá Middlesbrough leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu eftir að hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsli í viðureign Middlesbrough og svissneska liðsins Basel í Uefa-bikarnum í gærkvöldi. Pogatetz brákaðist á kjálkabeini og nefbrotnaði í hörðu samstuði við leikmann Basel.

Sport
Fréttamynd

Solskjær skrifar undir

Norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United hefur nú framlengt samning sinn við félagið um tvö ár og verður því samningsbundinn United fram í júní 2008. Solskjær er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins, en hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli að undanförnu og er nú að jafna sig eftir kinnbeinsbrot.

Sport
Fréttamynd

San Antonio lagði Lakers

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu LA Lakers á útivelli 96-85. Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio en Kobe Bryant var að venju stigahæstur í liði Los Angeles með 23 stig. Þá vann Phoenix sigur á Indiana 114-104 á útivelli. Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 15 stig og 13 stoðsendingar, en Peja Stojakovic skoraði 25 stig fyrir Indiana.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmeistarabragur á Keflavík

Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1.

Sport
Fréttamynd

Ekkert spilað á Wembley fyrr en 2007

Breska sjónvarpsstöðin BBC greindi frá því seint í gærkvöld að það hefði heimildir fyrir því að opnun nýja Wembley-leikvangsins yrði frestað það lengi að ekkert verði nú spilað á nýja vellinum fyrr en á næsta ári. Fyrirhugað var að spila nokkra landsleiki á vellinum í haust auk þess sem völlurinn átti að hýsa leikinn um samfélagsskjöldinn, en nú þykir ljóst að ekkert verði af því.

Sport
Fréttamynd

Keflavík valtaði yfir Skallagrím

Keflvíkingar hafa náð forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Skallagrím 2-1 eftir 129-79 sigur á heimavelli sínum í þriðja leiknum í kvöld. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík en Jovan Zdravevski skoraði 19 stig fyrir Skallagrím. Keflvíkingar skoruðu 19 þriggja stiga körfur í leiknum. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi og þar geta Keflvíkingar tryggt sér sæti í úrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Boro í vondum málum

Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough tapaði fyrri leik sínum við svissneska liðið Basel 2-0 á útivelli í 8-liða úrslitum Uefa-bikarsins í kvöld og þarf því að eiga toppleik til að eiga möguleika á að komast áfram í keppninni. Sevilla vann auðveldan sigur á Zenit Pétursborg 4-1, Schalke vann Levski Sofia 3-1 á útivelli og grannliðin Rapid og Steua í Búkarest gerðu 1-1 jafntefli.

Sport