Íþróttir

Fréttamynd

Fylkir vann auðveldan sigur á ÍBV

Fylkir vann í dag auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild karla í handbolta 27-18 á heimavelli sínum. Ingólfur Axelsson skoraði 10 mörk fyrir Fylki og Hlynur Morthens varði 20 skot í markinu. Ólafur Víðir Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir ÍBV.

Sport
Fréttamynd

Beattie með tvö mörk í hálfleik

Framherjinn James Beattie er í miklu stuði með liði sínu Everton gegn Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham, en Everton hefur yfir 2-0 í hálfleik á Goodison Park. Bolton er að taka West Ham í bakaríið 3-0. Stelios Giannakopoulos hefur skorað tvívegis fyrir Bolton og Gary Speed einu sinni. Wigan hefur yfir gegn Sunderland 1-0 og markalaust er hjá Portsmouth og Manchester City.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur í undanúrslit

Handknattleikslið Vals varð í dag annað íslenska liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í kvennaflokki þegar liðið skellti svissneska liðinu Bruhl í síðari viðureign liðanna í Laugardalshöllinni 32-27, en Valur vann fyrri leikinn 25-21 í gær.

Sport
Fréttamynd

Ég vissi strax að þetta yrði mark

Sigurmark William Gallas gegn Tottenham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag var einstaklega glæsilegt og ekki á hverjum degi sem varnarmaðurinn knái skorar svona mörk. John Terry fyrirliði Chelsea sagðist hafa séð strax að skot félaga síns myndi hafna í netinu.

Sport
Fréttamynd

Erfiðið er að borga sig

Michael Schumacher segir að þrotlausar æfingar og prófanir séu lykillinn á bak við góðan árangur Ferrari í tímatökunum í Barein í dag. "Það er orðið langt síðan maður var í þessari aðstöðu síðast og nú er allt erfiðið í vetur svo sannarlega að skila sér. Það er ekkert að marka þó hlutirnir líti vel út á æfingu, þú veist aldrei hvar þú stendur fyrr en á brautina er komið," sagði Þjóðverjinn.

Sport
Fréttamynd

Heiðar í byrjunarliði Fulham

Fjórir leikir eru á dagskrá klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham þegar liðið sækir Everton heim í leit að fyrsta útisigri sínum á leiktíðinni. Bolton mætir West Ham, Portsmouth tekur á móti Manchester City og Sunderland mætir Wigan.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Birmingham og West Brom

Nathan Ellington var hetja West Brom í dag þegar hann tryggði liði sínu dýrmæt stig í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar gegn Birmingham, með marki tveimur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mikael Forssel skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiksins. Bæði lið eru eftir sem áður í bullandi fallbaráttu.

Sport
Fréttamynd

Draumamark Gallas tryggði Chelsea sigur

William Gallas tryggði Chelsea mikilvæg stig í titilbaráttunni í dag þegar hann skoraði glæsilegt mark með þrumuskoti þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gegn Tottenham. Chelsea vann því leikinn 2-1 og er komið með aðra hönd á Englandsbikarinn.

Sport
Fréttamynd

Lakers lagði San Antonio

Los Angeles Lakers vann í nótt óvæntan útisigur á San Antonio Spurs á útivelli 100-92. Meistararnir komust aldrei í gang í leiknum og virkuðu þreyttir eftir mikið leikjaálag síðustu daga og skoraði Tim Duncan t.a.m. aðeins 12 stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers.

Sport
Fréttamynd

Schumacher á ráspól

Ferrari gekk allra liða best í tímatökunum fyrir Barein kappaksturinn sem fram fer á morgun. Það var fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher sem náði bestum tíma og verður því á ráspól í 65. skiptið á ferlinum á morgun. Hann jafnar þar með met Brasilíumannsins Ayrton Senna. Félagi Schumacher Felipe Massa varð í öðru sæti, Jenson Button í þriðja og heimsmeistarinn Fernando Alonso í fjórða.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Stamford Bridge í hálfleik

Staðan hjá Chelsea og Tottenham er jöfn 1-1 þegar blásið hefur verið til leikhlés í Stamford Bridge. Michael Essien kom heimamönnum yfir strax á 14. mínútu, en Jermaine Jenas jafnaði metin fyrir Tottenham rétt fyrir lok hálfleiksins. Staðan í leik Birmingham og West Brom er einnig 1-1, en þar er skammt til leiksloka.

Sport
Fréttamynd

Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss?

Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur með Malmö í undanúrslitin

Guðmundur Stephensen og félagar hans í sænska borðtennisliðinu Malmö komust í gær í undanúrslit í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Söderhamn með 5 vinningum gegn 3 í síðari viðureign liðanna í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Vill fara frá Þrótti til Fylkis

Markmaðurinn knái Fjalar Þorgeirsson hefur mikinn hug á því að fara frá Þrótti og til Fylkis sem vill fá hann í sínar raðir. Fjalar verur samningslaus næsta haust og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning sem Þróttarar hafa boðið honum.

Sport
Fréttamynd

Kominn aftur til heimalandsins

Rússneski miðjumaðurinn Alexei Smertin hefur gengið til liðs við Lokomitov Moskvu í heimalandi sínu. Kappinn kom til Chelsea frá Bordeaux í Frakklandi fyrir síðasta tímabil, aðallega þar sem Roman Abramovich vildi hafa landa sinn í liðinu sínu.

Sport
Fréttamynd

Að verða til í slaginn?

Miðjumaður Liverpool, Momo Sissoko, gæti óvænt komið inn í byrjunalið Liverpool eftir þrjár vikur en hann varð fyrir meiðslum á auga í fyrri leik liðsins gegn Benfica í Meistaradeildinni fyrir rífum tveimur vikum síðan.

Sport
Fréttamynd

Framlengir við Fulham

Bandaríski sóknarmaðurinn Brian McBride hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Fulham um eitt ár. McBride hefði orðið samningslaus eftir tímabilið en honum hefur verið umbunað fyrir frábæra frammistöðu á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

HK lagði ÍR

HK er komið í sjötta sæti í DHL-deild karla í handknattleik eftir sigur á ÍR á heimavelli sínum í Digranesi í kvöld 29-27. HK hefur hlotið 20 stig, en ÍR er í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig.

Sport
Fréttamynd

Valur vann fyrri leikinn við Bruhl

Kvennalið Vals vann sigur á svissneska liðinu Bruhl í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta 25-21. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll og sá síðari verður leikinn á morgun á sama stað, þar sem svissneska liðið seldi heimaleik sinn.

Sport
Fréttamynd

Nolan leikmaður febrúarmánaðar

Miðjumaðurinn Kevin Nolan hjá Bolton var í dag kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Nolan er 23 ára gamall og hefur skorað 10 mörk í deildinni á tímabilinu, sem verður að teljast gott af miðjumanni að vera. Sam Allardyce stjóri Bolton segist alveg eins búast við að sjá Nolan í enska landsliðinu fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Pardew stjóri mánaðarins

Alan Pardew, stjóri West Ham United var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann leiddi lið sitt taplaust í gegn um mánuðinn. West Ham lagði meðal annars granna sína í Arsenal á útivelli og vann örugga sigra á Sunderland og Birmingham á heimavellin sínum.

Sport
Fréttamynd

Það voru örlög mín að mæta Arsenal

Patrick Vieira segist hlakka mikið til að mæta með nýja liði sínu Juventus á Highbury í Meistaradeildinni, þar sem hann spilaði með Arsenal í níu ár. Kaldhæðni örlaganna er nú sú að Vieira fór sumpart frá Arsenal til að reyna að vinna Evrópumeistaratitilinn annarsstaðar, en nú þarf hann einmitt að slá sína gömlu félaga sínu úr keppni til að ná því takmarki.

Sport
Fréttamynd

Blæs á gagnrýni Pardew

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gefur lítið út á gagnrýni kollega síns Alan Pardew hjá West Ham sem fetti fingri út í það að fyrirsagnir enskra blaða töluðu um að Arsenal væri fulltrúi Englands í Meistaradeildinni. Pardew átti þar við þá staðreynd að fleiri enskir leikmenn hefðu verið í spænska liðinu Real Madrid en í Arsenal í viðureign liðanna í vikunni.

Sport
Fréttamynd

HK tekur á móti ÍR

Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld þegar HK tekur á móti ÍR í Digranesi. HK er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig, en ÍR-ingar sitja í sætinu fyrir ofan með einu stigi meira. Leikurinn hefst klukkan 20.

Sport
Fréttamynd

Vandræði hjá McLaren

Forráðamönnum McLaren til mikillar skelfingar virðist þetta keppnistímabil ætla að byrja á sömu nótum og hið síðasta endaði, því bíll Kimi Raikkönen bilaði strax á 12. hring á æfingum í dag og félagi hans Juan Pablo Montoya kvartaði einnig undan því að vélin hefði verið að stríða sér.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar geta orðið heimsmeistarar

"Keisarinn" Franz Beckenbauer hefur nú skipt um skoðun og segir að Þjóðverjar hafi alla burði til að verða heimsmeistarar, þrátt fyrir að liðið hafi alls ekki verið sannfærandi að undanförnu. Beckenbauer er einn þeirra sem tók undir harða gagnrýin á liðið þegar það steinlá fyrir Ítölum á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Rangers á yfir höfði sér refsingu

Skoska liðið Glasgow Rangers á yfir höfði sér refsingu frá evrópska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leikjunum við Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmennirnir veittust að rútu spænska liðið og grýttu hana, auk þess sem þeir hrópuðu fúkyrðum að mótherjunum á meðan á báðum leikjunum stóð.

Sport
Fréttamynd

San Antonio valtaði yfir Phoenix

Það sýndi sig svart á hvítu í gær hve mikilvægur hlekkur Steve Nash er í liði Phoenix Suns, þegar það steinlá á heimavelli sínum fyrir San Antonio Spurs 117-93. Nash gat ekki spilað með Phoenix vegna meiðsla og þykir tap liðsins sýna af hverju talað er um að Nash verði annað árið í röð valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Skrifar undir stóran bókasamning

Framherjinn knái Wayne Rooney undirritaði í gær stærsta bókasamning sem sögur fara af þegar íþróttamaður er annars vegar, þegar hann samdi við Harper Collins útgáfuna um 5 bækur á næstu 12 árum sem gefa Rooney hvorki meira né minna en 5 milljónir punda í vasann.

Sport
Fréttamynd

Chelsea eina liðið í myndinni

Nú virðist sem Englandsmeistarar Chelsea sitji einir að því að kaupa miðjumanninn Michael Ballack frá Bayern Munchen eftir að ítalska liðið Inter Milan lýsti því yfir í gær að félagið væri hætt við að reyna að klófesta hann í sumar.

Sport