Íþróttir

Fréttamynd

Boro komið í 3-0 gegn Chelsea

Middlesbrough er komið í 3-0 gegn Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni þegar enn er stundarfjórðungur til leiksloka, en þetta er í fyrsta sinn sem lið Chelsea fær á sig þrjú mörk í deildarleik síðan Jose Mourinho tók við liðinu. Fabio Rochemback, Stewart Downing og Yakubu hafa skorað mörk Boro í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Denver stöðvaði sigurgöngu Dallas

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að 13 leikja sigurgöngu Dallas lauk í Denver þar sem heimamenn höfðu sigur 113-104. Kenyon Martin sneri aftur úr meiðslum og skoraði 34 stig fyrir Denver, en Keith Van Horn skoraði 21 stig fyrir Dallas.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Helguson búinn að skora tvisvar

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar Helguson er búinn að skora bæði mörk Fulham sem er 2-0 yfir gegn West Brom og Middlesbrough hefur yfir 2-0 gegn Chelsea. Bolton hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á Highbury, Everton er yfir 1-0 gegn Blackburn og Newcastle hefur yfir 2-1 á útivelli gegn Aston Villa.

Sport
Fréttamynd

Wenger neitaði að taka við Englendingum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú greint frá því að hann hafi afþakkað boð um að taka við enska landsliðinu eftir að Kevin Keegan hætti árið 2000. Wenger segir að mun heppilegra sé að heimamaður stýri liðinu en útlendingur.

Sport
Fréttamynd

Heiðar kemur Fulham yfir

Það tók Heiðar Helguson aðeins 4 mínútur að láta að sér kveða í leik Fulham og West Brom, en hann skoraði fyrsta mark sinna manna eftir sendingu frá Brian McBride.

Sport
Fréttamynd

Heiðar og Eiður byrja

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í dag þegar liðið tekur á móti West Brom á heimavelli sínum og Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem sækir Middlesbrough heim, en þar skoruðu heimamenn reyndar mark eftir rétt rúma mínútu og þar var að verki Fabio Rochemback.

Sport
Fréttamynd

Liverpool lagði Wigan

Liverpool náði að rétta úr kútnum í dag með 1-0 útisigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni, en liðið hafði tapað tveimur leikjum í röð. Það var varnarmaðurinn Sami Hyypia sem skoraði mark gestanna á 30. mínútu. Liverpool er enn í þriðja sæti deildarinnar, en Wigan í því 6.

Sport
Fréttamynd

Mayweather með stórar yfirlýsingar

Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather er með skýr skilaboð til hins breska Ricky Hatton sem ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum á næsu mánuðum. "Ef Hatton ætlar að berjast við mig, fer eins fyrir honum og Prinsinum á sínum tíma. Ef hann fer inn í hringinn með mér, verður hann laminn og kemur aldrei til Bandaríkjanna aftur," sagði Mayweather.

Sport
Fréttamynd

Heskey fær bann og sekt

Framherjinn Emile Heskey hjá Birmingham hefur verið dæmdur í eins leiks bann og verið gert að greiða fimm þúsund pund í sekt fyrir dólgslega hegðun eftir að hann var rekinn af leikvelli í leik gegn Arsenal á dögunum. Hann missti af bikarleik í vikunni og missir nú líka af deildarleiknum við West Ham um helgina.

Sport
Fréttamynd

Udinese rekur þjálfarann

Ítalska A-deildarliðið Udinese rak í dag þjálfara sinn Serse Cosmi, en hann er níundi þjálfarinn í deildinni sem fær að taka pokann sinn í vetur. Við starfi hans tekur Loris Dominissini, sem áður stýrði liði smáliði Como og hóf það úr neðri deildunum á Ítalíu og upp í A-deildina fyrir nokkrum árum.

Sport
Fréttamynd

Egyptar Afríkumeistarar

Egyptar tryggðu sér nú áðan Afríkubikarinn í knattspyrnu þegar liðið lagði Fílabeinsströndina í vítakeppni eftir markalausan leik og framlengingu. Didier Drogba hjá Chelsea var einn þeirra sem misnotuðu vítaspyrnu sína í vítakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur íþróttamaður Reykjavíkur

Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir úr GK var í dag kjörin íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2005 og tók við viðurkenningu frá borgarstjóra við hátíðlega athöfn. Ragnhildur skaraði framúr í golfinu á síðasta ári og vann alla titla sem í boði voru hérlendis. Þetta var í 27. sinn sem þessi viðurkenning er veitt.

Sport
Fréttamynd

Trapattoni rekinn frá Stuttgart

Ítalski knattspyrnustjórinn Giovanni Trapattoni hefur verið rekinn úr starfi hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart eftir aðeins 8 mánuði í starfi. Það verður fyrrum þjálfari Hansa Rostock, Armin Veh, sem tekur við liðinu í hans stað.

Sport
Fréttamynd

Ferguson í sjö leikja bann

Framherjinn Duncan Ferguson hjá Everton hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir dólgslega hegðun sína eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik gegn Wigan á dögunum. Ferguson fékk þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið og hefur nú verið dæmdur í fjögurra leikja bann í viðbót.

Sport
Fréttamynd

Naumt tap hjá Valsstúlkum

Valsstúlkur töpuðu í dag fyrri leiknum sínum við gríska liðið Athinaikos í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik 26-24, eftir að hafa verið 5 mörkum undir í hálfleik 14-9. Arna Grímsdóttir var markahæst í liði Vals með 7 mörk og Hafrún Kristjánsdóttir skoraði 6 mörk, en Berglind Hansdóttir varði 18 skot í markinu. Síðari leikur liðanna er á morgun.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik í úrslitaleiknum

Enn er ekki komið mark í viðureign Fílabeinsstrandarinnar og heimamanna Egypta í úrslitaleiknum í Afríkukeppninni í knattspyrnu sem nú stendur yfir, en í gær tryggðu Nígeríumenn sér þriðja sætið á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Við getum unnið HM

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United segir engan vafa á því í sínum huga að Englendingar geti sigrað á HM í Þýskalandi í sumar og segir félaga sinn hjá landsliðinu Steven Gerrard á sama máli.

Sport
Fréttamynd

Vonast til að komast í landsliðið á ný

Varnarmaðurinn sterki hjá Reading, Ívar Ingimarsson, segir í viðtali á heimasíðu félagsins í gær að hann hafi mikinn áhuga á að verða valinn aftur í íslenska landslishópinn fyrir vináttuleikinn við Trinidad og Tóbagó í endaðan febrúar. Ívar verður í eldlínunni í kvöld þegar Reading sækir Southampton heim í beinni á Sýn klukkan 19:35.

Sport
Fréttamynd

Næsti þjálfari ætti að verða Breti

Dave Richards hjá enska knattspyrnusambandinu, einn þeirra þriggja sem hafa mest að gera með ráðningu nýs landsliðsþjálfara, segir að flest bendi til þess að næsti þjálfari liðsins verði Englendingur - eða öllu heldur Breti.

Sport
Fréttamynd

Anton Ferdinand leikmaður mánaðarins

Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá West Ham var í dag útnefndur leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni, en Ferdinand hefur verið eins og klettur í vörn liðsins á sínu fyrsta ári í deildinni. Hann skoraði auk þess glæsilegt mark í sigri West Ham á Fulham á dögunum og hefur nú verið orðaður við Barcelona á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Moyes stjóri mánaðarins

David Moyes, stjóri Everton, hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni, en undir stjórn hans var liðið taplaus í deildinni í janúar og hefur nú komist á ágætt ról eftir hreint út sagt skelfilega byrjun í haust.

Sport
Fréttamynd

Dallas valtaði yfir Miami

Sjóðheitt lið Dallas Mavericks var aldrei í vandræðum með Miami Heat í leik liðanna í NBA í nótt og vann 112-76. Þetta var 13. sigur Dallas í röð í deildinni og var sigurinn svo öruggur að lykilmenn Dallas gátu sest á bekkinn í síðasta leikhlutanum. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas, en Shaquille O´Neal skoraði 23 stig fyrir Miami.

Sport
Fréttamynd

Fjórir leikmenn frá Detroit í Stjörnuleiknum

Nú í kvöld var tilkynnt hvaða leikmenn skipa lið austurs og vesturs í Stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Houston þann 19. febrúar næstkomandi. Þjálfarar í deildinni völdu fjóra leikmenn frá Detroit í austurliðið og þá eru fimm leikmenn í stjörnuliði í fyrsta sinn.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Miami í beinni útsendingu

Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt þegar heitasta liðið í NBA, Dallas Mavericks, tekur á móti Shaquille O´Neal og félögum í Miami Heat. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og þar verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas-liðið nær að vinna sinn 13. leik í röð í deildinni, sem yrði met í vetur.

Sport
Fréttamynd

Snæfell lagði Grindavík

Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu Grindavík í hörkuleik í Hólminum 68-67, Njarðvík vann Hamar/Selfoss 85-73, KR lagði Hauka 83-74, Skallagrímur burstaði Þór 114-83, Keflavík valtaði yfir Hött 119-79 og ÍR lagði Fjölni 91-83.

Sport
Fréttamynd

McLeish hættir í sumar

Forráðamenn Glasgow Rangers hafa staðfest að knattspyrnustjóri liðsins Alex McLeish muni láta af störfum í sumar, en lengi hefur verið vitað að til stæði að ráða annan mann í hans stað. McLeish hefur náð góðum árangri með liðið og hefur krækt í sjö titla á þeim fjórum árum sem hann hefur stýrt liðinu, þar á meðal meistaratitlinum á elleftu stundu í vor.

Sport
Fréttamynd

Rodman spilar aftur með Brighton

Körfuboltamaðurinn Dennis Rodman mun spila tvo leiki til viðbótar með liði Brighton Bears á Englandi eftir að hann sló í gegn í leik með liðinu um daginn. "Stuðningsmennirnir vildu fá hann aftur og við getum ekki brugðist þeim. Við selt tíu sinnum fleiri miða en við gerðum síðast en húsrúm leyfði það ekki," sagði þjálfari Brighton ánægður.

Sport
Fréttamynd

Campbell meiddur

Varnarmaðurinn Sol Campbell hjá Arsenal er meiddur á ökkla og verður frá keppni í tvær til þrjár vikur. Campbell meiddist í leiknum fræga við West Ham á dögunum, þar sem honum var skipt útaf í hálfleik eftir skelfilega frammistöðu sína og fór leikmaðurinn í leyfi frá liðinu í nokkra daga til að jafna sig.

Sport
Fréttamynd

Þjálfarinn er viðvaningur

Egypski framherjinn Mido hefur enn ekki sagt sitt síðasta varðandi brottvísun sína úr landsliðinu eftir rifrildi við þjálfara sinn á dögunum og nú hefur hann gefið það út að þjálfarinn og þeir sem standi að liðinu séu eintómir viðvaningar.

Sport
Fréttamynd

Forseti Renault dulur

Carlos Ghosn, forseti Renault í Formúlu 1, vill lítið gefa upp um framtíðaráform liðsins, en segir að það muni í það minnsta verða með á næsta keppnistímabili. Ghosn er ekki sáttur við framtíðaráform æðstu manna í íþróttinni og segir lið sitt aðeins halda áfram að því tilskyldu að það sjái sér hag í því.

Sport