Íþróttir

Fréttamynd

Fyrstu gullverðlaun Fenninger á HM - Pärson fékk brons

Anna Fenninger frá Austurríki fagnaði heimsmeistaratitlinum í alpatvíkeppni kvenna í dag á HM sem fram fer í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi. Fenninger náði aðeins fjórða bersta tímanum í svigkeppninni en góður árangur hennar í brunkeppninni tryggði sigurinn og fyrstu gullverðlaun hennar á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Demirev þjálfar karlandsliðið í blaki

Zdravko Demirev hefur verið ráðinn sem þjálfari karlalandsliðsins í blaki en Demirev er þjálfar bæði karla og kvennalið HK í Kópavogi. Zdravko var þjálfari karlalandsliðsins árið 2002 og undir hans stjórn varð Ísland í öðru sæti á Smáþjóðaleikunum í Andorra.

Sport
Fréttamynd

Innerhofer kom á óvart og sigraði risasviginu á HM

Christof Innerhofer frá Ítalíu kom flestum á óvart í dag þegar hann fagnaði sigri í risasvigi (Super G) á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 26 ára gamli Innerhofer sigrar á stórmóti en hann hefur aðeins einu sinni sigrað á heimsbikarmóti á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Fótbrotnaði í brunkeppni en vissi ekki af því

Svissneski skíðamaðurinn Georg Streitberger féll illa í brunkeppni á heimsbikarmótinu í Chamonix á laugardag en eftir fallið stóð hann upp og renndi sér sjálfur niður brekkuna inn í endamarkið þrátt fyrir að vera úr leik. Streitberger áttaði sig ekki á því að hann var fótbrotinn og með illa löskuð liðbönd í hné og missir hann af því sem eftir lifir af keppnistímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Ivica Kostelic sigraði enn og aftur

Ivica Kostelic frá Króatíu virðist í sérflokki á heimsbikarmótunum í alpagreinum í karlaflokki. Kostelic sigraði í gær í alpatvíkeppni og hefur hann sigrað á sjö heimsbikarmótum á einum mánuði. Kostelic, sem er 31 árs gamall, er efstur á heimsbikar stigalistanum í samanlögðum árangri og hann er efstur á heimsbikar stigalistanum í svigi

Sport
Fréttamynd

Grange sigraði í Schladming - Björgvin féll úr keppni

Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi sigraði á heimsbikarmóti í svigi sem fram fór í Schladming í gær en hann var í fimmta sæti eftir fyrri ferðina. Björgvin Björgvinsson keppti á þessu móti en hann náði ekki að klára fyrri ferðina.

Sport
Fréttamynd

Metaregn í sundkeppni fatlaðra á Reykjavíkurleikunum

Sannkallað metaregn var í sundkeppni fatlaðra á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um helgina. Als féllu 19 Íslandsmet og ljóst að fatlaðir íslenskir sundmenn hefja árið með glæsibrag. Í gær, sunnudag, lauk þriðja og síðasta keppnisdegi þar sem féllu sex Íslandsmet.

Sport
Fréttamynd

Miðarnir á úrslitahlaupið í 100 m á ÓL verða þeir dýrustu í London 2012

Gríðarlegur áhugi er á miðum á Ólympíuleikana sem fram fara í London sumarið 2012. Nú þegar hafa tvær milljónir skráð sig inn á miðasölukerfi ÓL og er búist við að þessi tala verði komin upp í 2,5 milljón þegar miðasalan hefst í mars á næsta ári. Dýrustu miðarnir verða á úrslitin í 100 metra hlaupi í frjálsíþróttum en þeir miðar kost um 130.000 kr. eða 725 pund.

Sport
Fréttamynd

Afreksíþróttafólk milljarða virði fyrir þjóðarbúið

"Rannsóknir hafa sýnt að árangur tengdur íþróttum og öðrum menningaratburðum skilar sér margfalt til baka fyrir bú viðkomandi þjóðar. Það er í því samhengi sem við þurfum að skoða fjárveitingar til þessara málefna, ekki síst til okkar afreksfólks í íþróttum.“

Sport
Fréttamynd

Þormóður varð annar á Spáni

Þormóður Jónsson keppti um helgina til úrslita í +100 kg. flokki á Evrópubikarmóti í júdó sem fram fór á Marbella á Spáni. Þormóður mætti Dimitri Turashvili frá Georgíu í úrslitum og tapaði Þormóður þeirri viðureign. Hann vann tvo spænska keppendur á leið sinni í úrslitin.

Sport
Fréttamynd

María í tíunda sæti á HM í kraftlyftingum

María Guðsteinsdóttir úr Kraflyftingadeild Ármanns varð í tíunda sæti í 67,5 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem nú stendur yfir í Potchefstroom í Suður-Afríku.

Sport
Fréttamynd

McIlroy yfirgefur PGA mótaröðina

Ungstirnið Rory McIlroy frá Norður-Írlandi hefur ákveðið að leika ekki á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi á næsta ári sem fullgildur meðlimur. Svo gæti farið að þrír af tíu efstu kylfingum heimslistans verði ekki á PGA mótaröðinni á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Gunnar enn ósigraður

Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson er enn ósigraður á atvinnumannaferli sínum í blönduðum bardagaíþróttum eftir sigur á Bretanum Eugene Fadiora í gær.

Sport
Fréttamynd

Ungur mótorhjólakappi lést í hræðilegu slysi

Japanski ökuþórinn Shoya Tomizawa lést eftir hræðilegt slys í Moto2 mótorhjólakappakstri sem fram fór í San Marino í dag. Tomizawa, sem var aðeins 19 ára gamall, var rísandi stjarna í Moto2 kappakstrinum og var annar á stigalistanum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Páll Tómas kosinn bestur á EM í andspyrnu

Akureyringurinn Páll Tómas Finnsson var útnefndur besti leikmaður Evrópumeistaramóts í andspyrnu sem að er ástralskur fótbolti. Páll var einnig valinn í úrvalslið keppninnar sem og félagi hans Leifur Bjarnason.

Sport
Fréttamynd

Arnar og Sandra Dís tvöfaldir meistarar í tennis

Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í tennis en þau koma bæði úr TFK. Arnar sigraði Raj K. Bonifacius í tveimur lotum 6:1 og 6:0 og Sandra hafði betur gegn Rebekku Pétursdóttur 7:6 og 6:2 en úrslitaleikurinn í kvennaflokki var mjög jafn og stóð yfir í 2 klukkutíma og korter.

Sport
Fréttamynd

Íslenskt lið með á Evrópumeistaramótinu í áströlskum fótbolta

Íslenska landsliðið í áströlskum fótbolta tekur um næstu helgi þátt í sínu fyrsta evrópumeistaramóti í íþróttinni í Danmörku og Svíþjóð. Mótið stendur yfir dagana 1.-7. ágúst og mun íslenska liðið leika í riðli með heimamönnum Danmörk, Finnlandi og Englandi.

Sport
Fréttamynd

Kristín Birna landaði fimmta sæti í dag

Kristín Birna Ólafsdóttir keppti í 100 metra grindarhlaupi á Evrópubikarmótinu í frjálsum íþróttum í dag en hún hafnaði í fimmta sæti á tímanum 14,59 sekúndum. Kristín sigraði 400 metra grindahlaup sem fram fór í gær.

Sport
Fréttamynd

Tvö Íslandsmet hjá Hrafnhildi

Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti tvö Íslandsmet er sveit Íslands bar sigur úr býtum á Sundmeistaramóti smáþjóða fór fram um helgina.

Sport
Fréttamynd

Auðunn fékk silfur á Indlandi

Auðunn Jónsson vann til silfurverðlauna í réttstöðulyfti á heimsmeistaramóti Alþjóða kraftlytingasambandsins, IPF, sem fór fram á Indlandi um helgina.

Sport
Fréttamynd

Mamman kom, sá og sigraði á opna bandaríska

Hin belgíska Kim Clijsters vann sigur á hinni dönsku Caroline Wozniacki í tveimur settum, 7-5 og 6-3, í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét með besta árangur ársins

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, náði í dag besta árangri ársins í sjöþraut nítján ára og yngri í sjöþraut kvenna. Hún er því efst á heimslistanum í þeim flokki.

Sport
Fréttamynd

Íslenskur hástökkvari í Noregi

Hilmar Magnússon hefur verið að vekja athygli í heimi frjálsra íþrótta í Noregi en hann hefur náð lágmarki fyrir norska meistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í næsta mánuði.

Sport