Sport

Grange sigraði í Schladming - Björgvin féll úr keppni

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi sigraði á heimsbikarmóti í svigi sem fram fór í Schladming í gær.
Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi sigraði á heimsbikarmóti í svigi sem fram fór í Schladming í gær. Nordic Photos/Getty Images

Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi sigraði á heimsbikarmóti í svigi sem fram fór í Schladming í gær en hann var í fimmta sæti eftir fyrri ferðina. Björgvin Björgvinsson keppti á þessu móti en hann náði ekki að klára fyrri ferðina.

André Myhrer frá Svíþjóð var efstur eftir fyrri ferðina en hann varð að sætt sig við annað sætið Grange var 4/100 úr sekúndu á undan Svíanum. Matthias Hargin frá Svíþjóð varð þriðji.

Grange sigraði einnig á heimsbikarmótinu sem fram fór í Kitzbuehel á sunnudag og hann er í miklum ham þessa dagana. Fyrir sigurinn fékk Grange um 4,5 milljónir kr. í verðlaunafé. Grange er annar á heimsbikarlistanum í samanlögðum árangri á keppnistímabilinu í svigi - með 382 stig en Króatinn Ivica Kostelic er efstur með 478 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×