Íþróttir

Fréttamynd

Kolo Toure búinn að jafna fyrir Arsenal

Eftir þunga pressu Arsenal í langan tíma hefur varnarmaðurinn Kole Toure loksins náð að jafna metin fyrir lið sitt gegn Bolton í ensku bikarkeppninni. Toure skoraði markið með góðum skalla af stuttu færi. Áður hafði Kevin Nolan komið gestunum í Bolton yfir en ennþá eru rúmar 10 mínútur til leiksloka.

Enski boltinn
Fréttamynd

Moyes opinn fyrir því að lána Bjarna Þór

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, íhugar nú að lána unglingalandsliðsmanninn Bjarna Þór Viðarsson til að láta hann öðlast meiri reynslu. Moyes fór fögrum orðum um Bjarna eftir frammistöðu hans fyrir Everton í æfingaleik gegn Bournemouth í gær. Bjarni skoraði mark Everton í 1-1 jafntefli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bolton komið yfir gegn Arsenal

Kevin Nolan er búinn að koma Bolton yfir gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni sem nú fer fram á Emirates-leikvanginum í London. Markið skoraði hann þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Mikið fjör er í leiknum sem verið er að sýna í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Úkraína og Noregur keppa um forsetabikarinn

Það verða Úkraína og Noregur sem mætast í úrslitum Forsetabikarsins svokallaða, en það er keppnin sem liðin sem lentu í þriðja sæti undanriðlanna átta á HM fóru í. Norðmenn tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Suður-Kóreu af velli í gær, 34-32, en Úkraína, sem einmitt lagði Íslendinga af velli í riðlakeppninni, vann Argentínu naumlega, 23-22.

Handbolti
Fréttamynd

Sagan er með Phoenix

Phoenix Suns er óumdeilanlega heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir og hefur nú unnið 16 leiki í röð. Sú sigurhrina fer í sögubækur NBA sem sú sjötta besta frá upphafi. Miðað við tölfræðina bendir margt til þess að Phoenix verði meistarar þegar uppi er staðið í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Allar líkur á að Ísland mæti Dönum í 8-liða úrslitum

Króatar lögðu Spánverja af velli í hreinum úrslitaleik liðanna um toppsætið í milliriðli 2 á HM í Þýskalandi í dag, 29-28. Úrslitin þýða að ef Danir vinna Tékka í kvöld munu þeir fara upp fyrir Spánverja og ná 2. sæti í riðlinum. Ef sú yrði raunin mætast Íslendingar og Danir í 8-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Christiansen vill ekki mæta Þjóðverjum

Lars Christiansen, hornarmaður danska landsliðsins í handbolta, vill með engu móti mæta gestgjöfum Þjóðverja í 8-liða úrslitum HM. Eftir sigur Þjóðverja á Íslendingum í milliriðli 1 dag er líklegast að þeir muni mæta liðinu sem hafnar í þriðja sæti í milliriðli 2. Ef Danir vinna Tékka í dag og Spánn tapar fyrir Króatíu verður Christiansen að ósk sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla

Sveinn Elías Elíasson, spretthlaupari úr Fjölni, bætti í dag eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem nú stendur yfir í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveinn Elías kom í mark á 21,96 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Davids fer frítt til Ajax

Fjölmiðlar í Hollandi greindu frá því fyrir stundu að Ajax hefði náð samkomulagi við miðjumanninn Edgar Davids um 18-mánaða samning sem skrifað verður undir um leið og leikmaðurinn hefur staðist læknisskoðun. Davids fer á frjálsri sölu frá Tottenham.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea komið áfram í bikarnum

Chelsea er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir öruggan 3-0 sigur á 1. deildar liði Nottingham Forest á Stamford Bridge í dag. Segja má að Chelsea hafi gengið frá leiknum í fyrri hálfleik en þá skoraði liðið öll mörkin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Þýskalandi

Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar bæta við forskotið

Þjóðverjar hafa yfir, 26-17, þegar rétt rúmur stundarfjórðungur er eftir af leiknum við Íslendinga sem nú stendur yfir. Þjóðverjar hafa smá saman aukið við forskot sitt þrátt fyrir að Íslendingar hafi að mestu stillt upp sínu sterkasta liði í síðari hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Erfið staða Íslands - sex mörkum undir í hálfleik

Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Chelsea í stuði gegn Nottingham Forest

Englandsmeistarar Chelsea hafa farið hamförum í fyrri hálfleik í viðureign sinni gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni. Staðan er 3-0, Chelsea í vil, þar sem Andrei Shevchenko, Didier Drogba og John Obi Mikel hafa skorað mörkin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Íslendingar undir gegn Þjóðverjum

Gestgjafar Þjóðverja hafa undirtökin í viðureign sinni gegn Íslendingum á HM í handbolta sem nú stendur yfir. Þegar 15 mínútur eru liðnar af leiknum er staðan 9-4, Þjóðverjum í vil. Íslendingar stilla upp mikið breyttu liði frá því í gær og lykilmenn eru hvíldir. Markús Máni Michaelsson hefur skorað þrjú af mörkum Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Tiger nálgast efstu menn

Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Hefnd er efst í huga Wenger

Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hreiðar kemur inn í hópinn fyrir Roland

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á HM í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson kemur inn í hópinn í stað Roland Vals Eradze, sem hvílir að þessu sinni. Búist er við því að Alfreð geri talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu.

Handbolti
Fréttamynd

Frank Rijkaard: Látið Ronaldinho í friði

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur.

Fótbolti
Fréttamynd

AZ upp í annað sætið í Hollandi

AZ Alkmaar skaust upp í 2. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær með öruggum 3-0 sigri á Sparta Rotterdam í gær. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn fyrir AZ.

Fótbolti
Fréttamynd

Chicago með gott tak á Miami

Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið

Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir.

Fótbolti
Fréttamynd

Federer sigraði örugglega í Ástralíu

Roger Federer undirstrikaði enn og aftur yfirburði sína í tennisheiminum með því að sigra Opna ástralska meistaramótið nú í morgun. Federer lagði Fernando Gonzalez frá Chile í úrslitum, 7-6, 6-4 og 6-4, og tryggði sér sinn 10. risamótstitil á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Grænlenska bomban slær í gegn

Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu “grænlenska bomban” í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk .

Handbolti
Fréttamynd

Svona gera aðeins snillingar

Sir Alex Ferguson og Harry Redknapp, knattspyrnustjórar Manchester United og Portsmouth, hrósuðu Wayne Rooney í hástert eftir viðureign liðanna í ensku bikarkeppninni í dag. Rooney skoraði bæði mörk Man. Utd. í 2-1 sigri liðsins eftir að hafa komið inn á sem varamaður þegar hálftími var til leiksloka.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real tapaði fyrir Villareal

Real Madrid mátti þola 1-0 tap fyrir Villareal í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og mistakast þannig að komast á topp deildarinnar um stundarsakir. Í hinum leik kvöldsins skildu Atletico Madrid og Racing Santanter jöfn, 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland lendir aldrei neðar en í 3. sæti milliriðilsins

Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Vinstri öxlin nánast lömuð

“Ég er að drepast í öxlinni og í raun alveg einhentur. Ég get lítið notað vinstri öxlina, bara rétt til þess að styðja við boltann," sagði Logi Geirsson, einn besti leikmaður íslenska liðsins gegn Slóvenum í dag, eftir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Danir höfðu betur gegn Rússum

Danir stigu stórt skref í átt að 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi eftir 26-24 sigur á Rússum í spennuþrungnum leik í Mannheim í kvöld. Pólverjar unnu níu marka sigur á Túnis, 40-21, og eru komnir á toppinn í milliriðli 1, en fyrr í kvöld höfðu Spánverjar betur gegn Ungverjum, 33-31, í milliriðli 2.

Handbolti
Fréttamynd

Barichello ánægður með nýja bílinn

Rubens Barichello kveðst mjög ánægður með nýja RA107-keppnisbíl Hondu liðsins í formúlu 1 en hann prufukeyrði hann í fyrsta sinn í vikunni. Barichello skipar lið Honda á komandi tímabili í formúlunni ásamt Jenson Button og segist sá brasilíski hlakka mikið til samstarfsins.

Formúla 1