Innlendar

Fréttamynd

Njarðvík úr leik án sigurs

Njarðvíkingar töpuðu sjötta og síðasta leik sínum í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld þegar liðið lá fyrir Tartu Rock frá Eistlandi 100-88 á útivelli. Jeb Ivey skoraði 22 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham 20 en Njarðvíkingar töpuðu öllum sex leikjum sínum í keppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Þórólfur gefur ekki kost á sér

Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér í slagnum um formannssætið hjá Knattspyrnusambandi Íslands eins og greint var frá fyrr í vikunni. Þórólfur segist einfaldlega ekki hafa tök á því að sækja um starfið vegna anna í starfi sínu sem forstjóri Skýrr. Greint var frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birgir Leifur á tveimur yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson lauk fyrsta keppnisdeginum á SA Airways mótinu í golfi á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari í dag. Mótið fer fram í Suður-Afríku og er hluti af evrópsku mótaröðinni. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu næstu daga.

Golf
Fréttamynd

Stórt tap hjá Haukum

Kvennalið Hauka hefur lokið þátttöku sinni í Evrópukeppninni í körfubolta þennan veturinn en í kvöld steinlá liðið á heimavelli fyrir ítalska liðinu Parma 117-58 eftir að hafa verið undir 69-18 í hálfleik. Ifeoma Okonkwo skoraði 19 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir 15 stig. Haukar töpuðu öllum leikjum sínum í riðlinum og eru úr leik, en þetta unga lið hefur sannarlega fengið dýrmæta reynslu úr þessum erfiðu leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar lögðu granna sína í bikarnum

8-liða úrslitum SS bikars karla í handbolta lauk í kvöld með leik FH og Hauka í Hafnarfirði. Það voru Haukarnir sem höfðu betur 38-33 eftir að leiða með 5 mörkum í hálfleik. Haukar eru því komnir í undanúrslit keppninnar ásamt Fram, ÍR og Stjörnunni.

Handbolti
Fréttamynd

Jón Oddur og Kristín Rós íþróttamenn ársins

Jón Oddur Halldórsson frjálsíþróttamaður og sunddrottningin Kristín Rós Halldórsdóttir voru í dag valin íþróttamenn ársins úr röðum fatlaðra, en þau hafa líkt og undanfarin ár náð einstökum árangri í sínum greinum. Þá var Valgerði Hróðmarsdóttur afhentur Guðrúnarbikarinn 2006 fyrir starf sitt í þágu fatlaðs íþróttafólks.

Sport
Fréttamynd

Íshokkímaður í keppnisbann

Dómstóll ÍSÍ dæmdi í dag íshokkíleikmanninn Halldór Ásmundsson hjá Birninum í tveggja ára keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun. Steralyf fundust í sýni sem tekið var af Halldóri á æfingu í september í haust og því verður honum bannað að keppa næstu tvö árin.

Sport
Fréttamynd

Dregið í riðla í undankeppni EM

Íslenska kvennalandsliðið leikur í riðli með Frökkum, Serbum, Grikkjum og Slóvenum í undankeppni EM sem fram fer í Finnlandi árið 2009, en í dag var dregið í undanriðla keppninnar. Undankeppnin hefst í vor og lýkur haustið 2008, en aðeins efsta liðið í hverjum riðli kemst beint áfram í úrslit EM og liðin í 2.-3. sæti komast í umspil.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórólfur orðaður við KSÍ

Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri Skýrr, er nefndur til sögunnar sem næsti formaður KSÍ. Þórólfur neitar því hvorki né játar að hann sé á leið í framboð. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍS lagði Breiðablik

Einn leik fór fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Stúdínur unnu sigur á botnliði Breiðabliks 74-62 í Kennaraháskólanum. Þórunn Bjarnadóttir skoraði 16 stig fyrir ÍS, Hafdís Helgadóttir 15 stig og hirti 10 fráköst og Anabel Perdomo skoraði 13 stig og gaf 14 stoðsendingar. Tiara Harris skoraði 23 stig fyrir Blika, sem eru á botni deildarinnar án stiga en Stúdínur eru í 4. sæti með 8 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

16-liða úrslitin klárast í kvöld

Í kvöld fara fram tveir síðustu leikirnir í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. Fjölnir tekur þá á móti Keflavík í Grafarvogi og ÍR fær Stjörnuna í heimsókn. Einn leikur verður svo á dagskrá í IE deild kvenna, þar sem ÍS mætir Breiðablik í Kennaraháskólanum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Körfubolti
Fréttamynd

KR lagði Tindastól

Nokkrir leikir fóru fram í bikarkeppninni í körfubolta í dag og í kvöld og þá var einn leikur á dagskrá í IE deild kvenna. KR-ingar notuðu góðan endasprett til að leggja Tindastól að velli fyrir norðan 94-86 þar sem Jeremiah Sola skoraði 33 stig og þá vann Hamar/Selfoss góðan sigur á grönnum sínum í Þór frá Þorlákshöfn 78-64.

Körfubolti
Fréttamynd

Örn fékk brons í flugsundi

Örn Arnarson úr SH vann í dag til bronsverðlauna á EM í sundi sem fram fer í Helsinki. Örn synti 50 metra flugsund á 23,55 sekúndum og var þetta í þriðja sinn í dag sem kappinn bætir eigið Íslandsmet í greininni.

Sport
Fréttamynd

HK skellti Íslandsmeisturunum

HK gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram 32-29 í DHL deild karla í handbolta í Safamýri í dag. Valdimar Þórsson og Tomas Eitutis skoruðu 10 mörk hvor fyrir HK og Egidijus Petkevicius varði 22 skot í markinu en Andri Berg Haraldsson skoraði 7 mörk fyrir Fram.

Handbolti
Fréttamynd

Örn náði sjöunda sæti

Sundkappinn Örn Arnarsson varð í dag í sjöunda sæti í 100 metra fjórsundi á HM í Helsinki og synti vegalengdina á 55,04 sekúndum, tæpum tveimur sekúndum á eftir sigurvegaranum Peter Mankoc. Örn Keppir til úrslita í 50 metra flugsundi í dag.

Sport
Fréttamynd

Örn og Ragnheiður í undanúrslit

Örn Arnarson tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 50 metra flugsundi á HM í Helsinki og Ragnheiður Ragnarsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra skriðsundi. Örn varð fimmti í undanrásum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um 2/100 úr sekúndu þegar hann synti á tímanum 23,77 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Mikið fjör í bikarnum á morgun

Á morgun hefjast 16-liða úrslitin í Lýsingarbikar karla í körfubolta með fjórum leikjum. Grannliðin Hamar/Selfoss og Þór Þorlákshöfn eigast þá við í Hveragerði klukkan 16 og klukkan 19:15 mætast Keflavík B og Grindavík í Keflavík, Valur og Skallagrímur í Kennaraháskólanum og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Góður árangur hjá Erni

Sundkappinn Örn Arnarson komst í morgun í undanúrslit í 100 metra fjórsundi á EM í Helsinki þegar hann kom þriðji í mark á tímanum 54,32 sek og bætt eigið Íslandsmet í greininni um rúma sekúndu.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á Alfred Dunhill mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku eftir að hann lauk keppni í dag á þremur höggum yfir pari eða 75 höggum. Birgir kemst því ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu og lýkur keppni á 8 höggum yfir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn er með beinar útsendingar frá mótinu um helgina.

Golf
Fréttamynd

Nýtt Íslandsmet hjá Ragnheiði

Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR setti í morgun sitt annað Íslandsmet á EM í sundi í Helsinki þegar hún sló annað gamalt met sem hún átti sjálf. Ragnheiður synti 100 metra fjórsund á 1 mínútu 3,66 sekúndum en það dugði henni ekki til að komast í undanúrslit í greininni.

Sport
Fréttamynd

Birgir á pari á fyrstu 9 holunum

Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú leikið fyrri 9 holurnar á öðrum hringnum á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku og er á pari vallar. Hann er því enn á fimm höggum yfir pari og þarf að leika fullkomlega á síðari 9 holunum til að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu.

Golf
Fréttamynd

Montpellier burstaði Hauka

Kvennalið Hauka í körfubolta tapaði í kvöld fyrir franska liðinu Montpellier 105-57 á Ásvöllum í Evrópukeppninni. Ifeoma Okonkwo skoraði 23 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap hjá Njarðvík og Keflavík

Körfuboltalið Njarðvíkur og Keflavíkur töpuðu bæði stórt í leikjum sínum í Evrópukeppninni í kvöld, en bæði lið mættu sterkum andstæðingum í Úkraínu. Njarðvík tapaði fyrir Cherkaski Mavpy 114-73 og Keflavík tapaði 93-78 fyrir Dnipro.

Körfubolti
Fréttamynd

Heimir Örn á heimleið

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 verða Heimir Örn Árnason og Ólafur Björn Lárusson næstu þjálfarar handboltaliðs Fylkis. Sigurður Sveinsson lét af störfum sem þjálfari liðsins í vikunni eftir að liðið hafði tapað 5 leikjum í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Birgir Leifur á fimm yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku í dag en sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Birgir lauk fyrsta hringnum á 77 höggum eða 5 yfir pari og er því á meðal neðstu manna á móginu. Birgir verður því að leika óaðfinnanlega á morgun ef hann á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu þar sem 70 kylfingar halda áfram keppni.

Golf
Fréttamynd

Íslandsmet hjá Ragnheiði

Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR bætti í morgun Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi á EM sem fram fer í Helsinki þegar hún synti vegalengdina á 55,95 sekúndum. Hún var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í greininni og hafnaði í 25. sæti af 44 í undanrásunum.

Sport
Fréttamynd

Sigurður Eyjólfsson tekur við af Jörundi Áka

Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og tekur við starfi Jörundar Áka Sveinssonar. Sigurður hefur skrifað undir tveggja ára samning við KSÍ og verður Guðni Kjartansson aðstoðarmaður hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Suðurnesjaliðin unnu leiki sína

Grannliðin Grindavík og Keflavík lögðu andstæðinga sína nokkuð örugglega í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík lagði Breiðablik 88-67 þar sem Tamara Bowie skoraði 39 stig og hirti 15 fráköst fyrir Grindavík en Tiara Harris skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Blika. Keflavík lagði ÍS 91-67 þar sem TaKesha Watson hjá Keflavík fékk þungt höfuðhögg og var flutt á sjúkrahús með heilahristing og brotnar tennur.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumur sigur Fram á Akureyri

Fram tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum SS-bikarsins í handbolta þegar liðið lagði Akureyri 31-30 í hörkuleik. Fram og Stjarnan hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Birgir Leifur í beinni á Sýn í fyrramálið

Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér fyrir skömmu keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi og hann verður í eldlínunni innan um marga af bestu kylfingum heims á tveimur mótum sem haldin verða í Suður-Afríku fyrir jól. Fyrra mótið hefst í fyrramálið og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana.

Golf