Erlendar

Fréttamynd

Íslendingar mæta Dönum

Nú er orðið ljóst að það verða Danir sem mæta Íslendingum í 8-liða úrslitum HM í handbolta á þriðjudag. Danir lögðu Tékka af velli í Mannheim í kvöld þar sem lokatölur urðu 33-29. Þar sem Spánverjar töpuðu fyrir Króötum í dag fara Danir upp í annað sæti millriðils 2 og mæta þar með Íslendingum, sem höfnuðu í þriðja sæti milliriðils 1.

Handbolti
Fréttamynd

Arsene Wenger: Vorum ekki góðir í dag

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var óánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Bolton í dag en þá náði liðið aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli. Liðin þurfa því að mætast öðru sinni á heimavelli Bolton í leik sem Wenger kvíður þó ekki fyrir.

Fótbolti
Fréttamynd

Werder Bremen aftur á toppinn í Þýskalandi

Schalke sat sat um sólarhring í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en Werder Bremen endurheimti sætið með öruggum 3-0 sigri á Hanover í sínum fyrsta leik eftir vetrarfrí í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahóp Hanover.

Fótbolti
Fréttamynd

Danir með tveggja marka forystu í hálfleik

Þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Dana og Tékka á HM í handbolta er staðan 17-15, Dönum í vil. Tékkar komu Dönum í opna skjöldu með mikilli baráttu í upphafi leiks og náðu meðal annars 7-2 forystu. Danir hafa hins vegar náð að vinna sig aftur inn í leikinn og gott betur. Ef Danir sigra mæta þeir Íslendingum í 8-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Barcelona aftur á toppinn eftir sigur gegn Celta

Barcelona er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Celta Vigo í kvöld þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en skammt var eftir af leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í lið Barcelona þegar tæpar 10 mínútur voru eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Pearce tekur líklega við U-21 árs liði Englands

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur samþykkt að taka við stjórn enska U-21 árs landsliðsins í fótbolta. Hins vegar er ekki orðið endanlega ljóst hvort hann taki við liðinu þar sem forráðamenn Man. City og enska knattspyrnusambandsins þurfa að ná samkomulagi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Logi Geirsson: Þjóðverjar eru væluskjóður

“Þetta var bara hrein snilld. Það er ekki hverjum sem er sem tekst að fá 12 þúsund manns upp á móti sér. Þessir Þjóðverjar eru svo miklar væluskjóður. Þetta var skemmtilegast tapleikur sem ég hef spilað á ævinni,” sagði Logi Geirsson eftir leikinn gegn Þýskalandi í dag. Ítarlega verður rætt við Loga í Fréttablaðinu á morgun um atvikið sem varð til þess að hann fékk alla áhorfendur í Halle-höllinni á móti sér.

Handbolti
Fréttamynd

Noregur burstaði Úkraínu og vann Forsetabikarinn

Norðmenn unnu Forsetabikarinn svokallaða með því að gjörsigra Úkraínumenn í úrslitaleik í dag, 32-22. Um er að ræða keppni þeirra liða sem komust ekki áfram í milliriðla á HM í Þýskalandi. Norðmenn höfnuðu þar með í 13. sæti Heimsmeistarakeppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Rússar í 8-liða úrslit eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum

Ungvjerar voru fjórum sekúndum frá því að komast í 8-liða úrslit HM í handbolta en það var þegar svo mikið var eftir þegar Rússar náðu að skora sigurmarkið í leik liðanna nú í kvöld. Rússar sigruðu með einu marki, 26-25, og "stálu" sæti í 8-liða úrslitum af Ungverjunum.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur: Við vorum að spara kraftana

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska liðsins, viðurkenndi í samtali við fjölmiðla eftir leikinn gegn Þýskalandi á HM í dag að leikmenn liðsins hefðu sparað krafta sína fyrir væntanlega viðureign í 8-liða úrslitum. Leikmenn þýska liðsins segja úrslitin hafa ráðist í fyrri hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Vignir Svavarsson: Ekki merkilegur leikur

“Það náðist að bjarga þessu fyrir horn og þetta ekki merkilegur leikur hjá okkur hér í dag.. Hvorki í vörn né sókn,” sagði línumaðurinn Vignir Svavarsson sem náði sér ekki alveg á strik gegn Þjóðverjum í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Pólverjar sigruðu Slóvena og tryggðu efsta sætið

Slóvenar voru engin fyrirstaða fyrir sterkt lið Pólverja á HM í Þýskalandi í dag og svo fór að Pólverjar unnu 11 marka sigur, 38-27, og tryggðu sér þannig sigur í milliriðli 1. Þar með er endanlega ljóst að Ísland hafnar í þriðja sæti riðilsins og Frakkar í því fjórða, sama hvernig leikur þeirra gegn Túnisum fer í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Eiður Smári byrjar á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Argentínumaðurinn Javier Saviola byrjar inn á hjá meisturunum í þriðja leiknum í röð. Leikurinn hófst nú kl. 18 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal og Bolton skildu jöfn í hörkuleik

Arsenal og Bolton þurfa að eigast við öðru sinni til að skera úr um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Emirates-vellinumí dag en mætast að nýju á Reebook-vellinum þann 14. febrúar næstkomandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kolo Toure búinn að jafna fyrir Arsenal

Eftir þunga pressu Arsenal í langan tíma hefur varnarmaðurinn Kole Toure loksins náð að jafna metin fyrir lið sitt gegn Bolton í ensku bikarkeppninni. Toure skoraði markið með góðum skalla af stuttu færi. Áður hafði Kevin Nolan komið gestunum í Bolton yfir en ennþá eru rúmar 10 mínútur til leiksloka.

Enski boltinn
Fréttamynd

Moyes opinn fyrir því að lána Bjarna Þór

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, íhugar nú að lána unglingalandsliðsmanninn Bjarna Þór Viðarsson til að láta hann öðlast meiri reynslu. Moyes fór fögrum orðum um Bjarna eftir frammistöðu hans fyrir Everton í æfingaleik gegn Bournemouth í gær. Bjarni skoraði mark Everton í 1-1 jafntefli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bolton komið yfir gegn Arsenal

Kevin Nolan er búinn að koma Bolton yfir gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni sem nú fer fram á Emirates-leikvanginum í London. Markið skoraði hann þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Mikið fjör er í leiknum sem verið er að sýna í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Úkraína og Noregur keppa um forsetabikarinn

Það verða Úkraína og Noregur sem mætast í úrslitum Forsetabikarsins svokallaða, en það er keppnin sem liðin sem lentu í þriðja sæti undanriðlanna átta á HM fóru í. Norðmenn tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Suður-Kóreu af velli í gær, 34-32, en Úkraína, sem einmitt lagði Íslendinga af velli í riðlakeppninni, vann Argentínu naumlega, 23-22.

Handbolti
Fréttamynd

Sagan er með Phoenix

Phoenix Suns er óumdeilanlega heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir og hefur nú unnið 16 leiki í röð. Sú sigurhrina fer í sögubækur NBA sem sú sjötta besta frá upphafi. Miðað við tölfræðina bendir margt til þess að Phoenix verði meistarar þegar uppi er staðið í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Allar líkur á að Ísland mæti Dönum í 8-liða úrslitum

Króatar lögðu Spánverja af velli í hreinum úrslitaleik liðanna um toppsætið í milliriðli 2 á HM í Þýskalandi í dag, 29-28. Úrslitin þýða að ef Danir vinna Tékka í kvöld munu þeir fara upp fyrir Spánverja og ná 2. sæti í riðlinum. Ef sú yrði raunin mætast Íslendingar og Danir í 8-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Christiansen vill ekki mæta Þjóðverjum

Lars Christiansen, hornarmaður danska landsliðsins í handbolta, vill með engu móti mæta gestgjöfum Þjóðverja í 8-liða úrslitum HM. Eftir sigur Þjóðverja á Íslendingum í milliriðli 1 dag er líklegast að þeir muni mæta liðinu sem hafnar í þriðja sæti í milliriðli 2. Ef Danir vinna Tékka í dag og Spánn tapar fyrir Króatíu verður Christiansen að ósk sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Davids fer frítt til Ajax

Fjölmiðlar í Hollandi greindu frá því fyrir stundu að Ajax hefði náð samkomulagi við miðjumanninn Edgar Davids um 18-mánaða samning sem skrifað verður undir um leið og leikmaðurinn hefur staðist læknisskoðun. Davids fer á frjálsri sölu frá Tottenham.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea komið áfram í bikarnum

Chelsea er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir öruggan 3-0 sigur á 1. deildar liði Nottingham Forest á Stamford Bridge í dag. Segja má að Chelsea hafi gengið frá leiknum í fyrri hálfleik en þá skoraði liðið öll mörkin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Þýskalandi

Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar bæta við forskotið

Þjóðverjar hafa yfir, 26-17, þegar rétt rúmur stundarfjórðungur er eftir af leiknum við Íslendinga sem nú stendur yfir. Þjóðverjar hafa smá saman aukið við forskot sitt þrátt fyrir að Íslendingar hafi að mestu stillt upp sínu sterkasta liði í síðari hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Erfið staða Íslands - sex mörkum undir í hálfleik

Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Chelsea í stuði gegn Nottingham Forest

Englandsmeistarar Chelsea hafa farið hamförum í fyrri hálfleik í viðureign sinni gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni. Staðan er 3-0, Chelsea í vil, þar sem Andrei Shevchenko, Didier Drogba og John Obi Mikel hafa skorað mörkin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Íslendingar undir gegn Þjóðverjum

Gestgjafar Þjóðverja hafa undirtökin í viðureign sinni gegn Íslendingum á HM í handbolta sem nú stendur yfir. Þegar 15 mínútur eru liðnar af leiknum er staðan 9-4, Þjóðverjum í vil. Íslendingar stilla upp mikið breyttu liði frá því í gær og lykilmenn eru hvíldir. Markús Máni Michaelsson hefur skorað þrjú af mörkum Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Hefnd er efst í huga Wenger

Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hreiðar kemur inn í hópinn fyrir Roland

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á HM í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson kemur inn í hópinn í stað Roland Vals Eradze, sem hvílir að þessu sinni. Búist er við því að Alfreð geri talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu.

Handbolti