Erlent Fjögur ár frá falli Saddams Styttan af Saddam féll í Baghdad fyrir sléttum fjórum árum í dag. 70.000 mannslífum síðar hefur ástandið nákvæmlega ekkert batnað og haldið var upp á afmælið í höfuðborginni með algjöru banni á allri bílaumferð. Erlent 9.4.2007 18:51 Synti Amazon-fljótið endilangt Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Leiðin er meira en fimm þúsund kílómetrar. Erlent 9.4.2007 19:08 Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður sem reyndi að skakka leikinn lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum. Erlent 9.4.2007 19:02 Tókst að rækta hluta úr mannshjarta Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Frumvarp sem hefði heimilað noktun íslenskra fósturvísa til stofnfrumurannsókna var kippt af dagskrá á síðasta degi Alþingis. Erlent 9.4.2007 19:01 Mega ekki hagnast fjárhagslega á frásögnum sínum Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur bannað fleiri sjóliðum að selja frásagnir sínar af dvöl þeirra í Íran. Áður hafði þeim verið leyft að sekja frádagnir sínar og tókst tveimur þeirra að gera það. Faye Turney, eina konan sem var með í för, fékk víst um 100.000 pund fyrir að hafa selt sögu sína til ITV1 og dagblaðsins the Sun. Erlent 9.4.2007 17:50 Bandaríkin kæra Kínverja Bandaríkin hafa lagt fram tvær kærur á hendur Kína hjá Alþjóðaverslunarráðinu (World Trade Organization) vegna þess hversu auðvelt er að fjölfalda og selja amerískar bíómyndir, tónlist, bækur og hugbúnað ólöglega. „Það er allt of mikið um sjóræningjastarfsemi og falsanir í Kína.“ sagði Susan Schwab, verslunarfulltrúi Bandaríkjanna í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. Erlent 9.4.2007 17:34 Hvíta húsið harmar ákvörðun Írana Hvíta húsið hefur lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Írana í dag um að þeir hafi hafið framleiðslu á auðguðu úrani í iðnaðarmagni. „Við höfum miklar áhyggjur af tilkynningu Írana.“ sagði Gordon Johndroe, talsmaður öryggisráðs Hvíta hússins. „Íranar halda áfram að ögra alþjóðasamfélaginu og einangra sig enn frekar með því að auka við kjarnorkuáætlun sína frekar en að draga úr henni.“ Erlent 9.4.2007 17:02 ABN Amro fær græna ljósið Fjármála- og samkeppnisyfirvöld í Hollandi hafa gefið græna ljósið fyrir kaupum erlendra aðila á ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Þá segja þau að því verði ekki mótmælt verði starfsemi bankans brotin upp og hún seld í sjálfstæðum einingum. ABN Amro hefur átt í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays og eru líkur á að einhverjar eignir verði losaðar úr samstæðunni. Viðskipti erlent 9.4.2007 16:11 Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt. Viðskipti erlent 9.4.2007 15:54 Vilja ekki að hermenn hagnist persónulega Breska varnarmálaráðuneytið ætlar sér að endurskoða reglur sínar varðandi það að gefa hermönnum og fyrrum starfsfólki leyfi til þess að selja sögur sínar til fjölmiðla. Mikil umræða varð um málið í Bretlandi í kjölfar þess að ákveðið var að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku að selja fjölmiðlum sögur sínar. Erlent 9.4.2007 15:52 Vegið að málfrelsi í Rússlandi Talsmenn málfrelsis í Rússlandi vöruðu við því í dag að hafin væri herferð gegn stjórnarandstæðingum eftir að stjórnmálamenn hliðhollir stjórnvöldum réðust gegn dagblaði sem birti viðtal við formann flokks sem er í stjórnarandstöðu. Erlent 9.4.2007 15:09 Íranar stefna ótrauðir á kjarnorku Íranar skýrðu frá því í dag að þeir myndu endurskoða aðild sína að samningnum um að takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna (NPT) ef frekari þrýstingi er beitt gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunnar þeirra. Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, skýrði frá þessu í dag. Erlent 9.4.2007 14:30 Íhuga stofnun samráðshóps Heimsins stærstu gasútflytjendur eru nú að skoða möguleikann á því að stofna með sér samráðshóp til þess að geta stjórnað verðinu á gasi. Á meðal þessara útflytjenda eru Rússland, sem sér stórum hluta Evrópu fyrir gasi, Íran og Qatar. Erlent 9.4.2007 14:13 Íranar halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, tilkynnti á fréttamannafundi í dag að Íranar myndu ekki láta undan þrýstingi vesturveldanna og gefa kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn. Ahmadinejad er enn að tala og hefur ekki skýrt nákvæmlega frá því hvað felst í yfirlýsingu hans. Erlent 9.4.2007 13:41 Íranar sýna ný myndbönd af sjóliðunum Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. Erlent 9.4.2007 12:42 Írakar mótmæla í Najaf Allt að milljón Sjíja múslimar mun í dag fylkja liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna, fjórum árum eftir að Baghdad var hernumin. Öllu rólegra er í höfuðborginni sjálfri á þessum tímamótum, enda öll bílaumferð bönnuð í sólarhring af ótta við hryðjuverk. Erlent 9.4.2007 12:40 Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum og sex til viðbótar slösuðust. Erlent 9.4.2007 12:22 Allt á suðupunkti í Afganistan Allt er á suðupunkti í Afghanistan, eftir að uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Sex Kanadamenn féllu í bílsprengjuárás í suðurhluta landsins. Erlent 9.4.2007 12:20 Byggja stíflu og bjarga hafinu Stjórnvöld í Kasakstan fengu í gær vilyrði fyrir 128 milljóna dollara láni frá Heimsbankanum (e. World Bank) til þess að fylla Aralhafið á ný. Peningarnir verða notaðir til þess að hleypa af stokkunum öðrum hluta verkefnis sem miðar að því að koma sjó aftur í Aralhafið. Sameinuðu þjóðirnar segja að hvarf Aralhafsins sé eitthvert mesta og stærsta umhverfisslys sögunnar. Þetta verkefni mun þó verða til þess að hafið snýr aftur. Erlent 9.4.2007 11:59 Búist við tilkynningu um kjarnorkuáætlun Búist er við því að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, skýri frá því í dag að Íranar ætli að hefja auðgun úrans í stórum stíl. Hingað til hafa þeir aðeins verið með örfáar skilvindur, eða um 350, í tilraunaskyni. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur sagt að Íranar hafi sett upp 300 skilvindur í viðbót og hugsanlegt er að nú verði tilkynnt að hafin hafi verið uppsetning á 3.000 skilvindum. Erlent 9.4.2007 11:15 Kosningabaráttan í Frakklandi formlega hafin Kosningabaráttan fyrir fyrstu umferð forsetakosninganna í Frakklandi 22. apríl er hafin. Tólf frambjóðendur ætla sér að feta í fótspor Jacques Chirac, hins aldna forseta sem nú lætur af völdum. Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri flokksins UMP þykir líklegastur til sigurs. Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista fylgir honum fast á hæla. Ekki langt á eftir þeim er Francis Bayrou og Jean-Marie Le Pen situr í fjórða sæti. Erlent 9.4.2007 10:49 Kirkjan í Zimbabwe varar stjórnvöld við Biskupar rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Zimbabwe vöruðu við því að ef ekki yrðu haldnar frjálsar kosningar myndi almenningur rísa upp á afturlappirnar og bylting yrði raunin. Þetta var fullyrt í bréfi sem hengt var upp í kirkjum víðs vegar um landið í gær. Erlent 9.4.2007 10:29 Íranar segja sjóliðana ljúga Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. Erlent 9.4.2007 09:52 Slóveni lýkur Amazon sundi Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Slóveninn var skiljanlega hálf vankaður þegar hann kom á leiðarenda, enda meira en fimm þúsund kílómetrar að baki og mikil og hörð barátta við ofskynjanir, örmögnun og pírana fiska. Erlent 9.4.2007 09:47 Sjíar mótmæla hersetu Bandaríkjanna Tugþúsundir Sjía gengu morgun fylktu liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna. Í dag eru fjögur ár liðin frá því bandarískar hersveitir náðu höfuðborginni Baghdad á sitt vald, en afmælisveislan er í daprara lagi. Erlent 9.4.2007 09:42 Talibanar myrtu gísl Uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Uppreisnarmennirnir höfðu áður sleppt ítölskum blaðamanni sem túlkurinn vann með í Afghanistan. Þeir kröfðust þess að stjórnvöld í landinu létu nokkra uppreisnarmenn lausa úr fangelsum landsins, ef túlkurinn ætti að komast lífs af. Erlent 9.4.2007 09:37 Íranar brýna klærnar Íranar hafa varað Íraka við því að það geti haft alvarleg áhrif á samskipti landanna ef fimm Íranar sem Bandaríkjamenn handtóku verði ekki látnir lausir. Talið er að það hafi verið vegna þessarra manna sem Íranar ráku flugvél forsætisráðherra Íraks út úr lofthelgi sinni um helgina. Erlent 8.4.2007 16:01 Bílar bannaðir í Bagdad Öll bílaumferð verður bönnuð í 24 klukkustundir á morgun, þegar fjögur ár eru liðin frá því borgin féll í hendur Bandaríkjanna. Þetta er gert til að koma í veg fyrir hryðjuverk, en bílsprengjur eru vinsælt vopn hjá upopreisnarmönnum. Bannið stendur frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan fimm að morgnu þriðjudags. Erlent 8.4.2007 15:16 Ungfrú Marple lifir Þegar vistfólkið á elliheimili í Saalfield í Þýskalandi var orðið hvekkt á peningaþjófnuðum, ákvað 95 ára gömul kona í þess hópi að taka til sinna ráða. Hún skildi eftir seðlabúnt á borðinu í herbergi sínu og faldi sig svo á baðherberginu til að sjá hvað gerðist. Fylgdist með í gegnum skráargatið. Erlent 8.4.2007 14:29 Kona í djúpum..... Kínversk kona bjargaðist á....undursamlegan ?...hátt þegar hún féll af svölum íbúðar sínnar á sjöttu hæð, í fjölbýlishúsi. Konan var að hengja út þvott, þegar hún missti jafnvægið og hrapaði til jarðar. Það vildi henni til lífs að það var einmitt verið að hreinsa rotþró hússins. Erlent 8.4.2007 14:07 « ‹ 130 131 132 133 134 135 136 137 138 … 334 ›
Fjögur ár frá falli Saddams Styttan af Saddam féll í Baghdad fyrir sléttum fjórum árum í dag. 70.000 mannslífum síðar hefur ástandið nákvæmlega ekkert batnað og haldið var upp á afmælið í höfuðborginni með algjöru banni á allri bílaumferð. Erlent 9.4.2007 18:51
Synti Amazon-fljótið endilangt Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Leiðin er meira en fimm þúsund kílómetrar. Erlent 9.4.2007 19:08
Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður sem reyndi að skakka leikinn lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum. Erlent 9.4.2007 19:02
Tókst að rækta hluta úr mannshjarta Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Frumvarp sem hefði heimilað noktun íslenskra fósturvísa til stofnfrumurannsókna var kippt af dagskrá á síðasta degi Alþingis. Erlent 9.4.2007 19:01
Mega ekki hagnast fjárhagslega á frásögnum sínum Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur bannað fleiri sjóliðum að selja frásagnir sínar af dvöl þeirra í Íran. Áður hafði þeim verið leyft að sekja frádagnir sínar og tókst tveimur þeirra að gera það. Faye Turney, eina konan sem var með í för, fékk víst um 100.000 pund fyrir að hafa selt sögu sína til ITV1 og dagblaðsins the Sun. Erlent 9.4.2007 17:50
Bandaríkin kæra Kínverja Bandaríkin hafa lagt fram tvær kærur á hendur Kína hjá Alþjóðaverslunarráðinu (World Trade Organization) vegna þess hversu auðvelt er að fjölfalda og selja amerískar bíómyndir, tónlist, bækur og hugbúnað ólöglega. „Það er allt of mikið um sjóræningjastarfsemi og falsanir í Kína.“ sagði Susan Schwab, verslunarfulltrúi Bandaríkjanna í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. Erlent 9.4.2007 17:34
Hvíta húsið harmar ákvörðun Írana Hvíta húsið hefur lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Írana í dag um að þeir hafi hafið framleiðslu á auðguðu úrani í iðnaðarmagni. „Við höfum miklar áhyggjur af tilkynningu Írana.“ sagði Gordon Johndroe, talsmaður öryggisráðs Hvíta hússins. „Íranar halda áfram að ögra alþjóðasamfélaginu og einangra sig enn frekar með því að auka við kjarnorkuáætlun sína frekar en að draga úr henni.“ Erlent 9.4.2007 17:02
ABN Amro fær græna ljósið Fjármála- og samkeppnisyfirvöld í Hollandi hafa gefið græna ljósið fyrir kaupum erlendra aðila á ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Þá segja þau að því verði ekki mótmælt verði starfsemi bankans brotin upp og hún seld í sjálfstæðum einingum. ABN Amro hefur átt í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays og eru líkur á að einhverjar eignir verði losaðar úr samstæðunni. Viðskipti erlent 9.4.2007 16:11
Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt. Viðskipti erlent 9.4.2007 15:54
Vilja ekki að hermenn hagnist persónulega Breska varnarmálaráðuneytið ætlar sér að endurskoða reglur sínar varðandi það að gefa hermönnum og fyrrum starfsfólki leyfi til þess að selja sögur sínar til fjölmiðla. Mikil umræða varð um málið í Bretlandi í kjölfar þess að ákveðið var að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku að selja fjölmiðlum sögur sínar. Erlent 9.4.2007 15:52
Vegið að málfrelsi í Rússlandi Talsmenn málfrelsis í Rússlandi vöruðu við því í dag að hafin væri herferð gegn stjórnarandstæðingum eftir að stjórnmálamenn hliðhollir stjórnvöldum réðust gegn dagblaði sem birti viðtal við formann flokks sem er í stjórnarandstöðu. Erlent 9.4.2007 15:09
Íranar stefna ótrauðir á kjarnorku Íranar skýrðu frá því í dag að þeir myndu endurskoða aðild sína að samningnum um að takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna (NPT) ef frekari þrýstingi er beitt gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunnar þeirra. Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, skýrði frá þessu í dag. Erlent 9.4.2007 14:30
Íhuga stofnun samráðshóps Heimsins stærstu gasútflytjendur eru nú að skoða möguleikann á því að stofna með sér samráðshóp til þess að geta stjórnað verðinu á gasi. Á meðal þessara útflytjenda eru Rússland, sem sér stórum hluta Evrópu fyrir gasi, Íran og Qatar. Erlent 9.4.2007 14:13
Íranar halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, tilkynnti á fréttamannafundi í dag að Íranar myndu ekki láta undan þrýstingi vesturveldanna og gefa kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn. Ahmadinejad er enn að tala og hefur ekki skýrt nákvæmlega frá því hvað felst í yfirlýsingu hans. Erlent 9.4.2007 13:41
Íranar sýna ný myndbönd af sjóliðunum Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. Erlent 9.4.2007 12:42
Írakar mótmæla í Najaf Allt að milljón Sjíja múslimar mun í dag fylkja liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna, fjórum árum eftir að Baghdad var hernumin. Öllu rólegra er í höfuðborginni sjálfri á þessum tímamótum, enda öll bílaumferð bönnuð í sólarhring af ótta við hryðjuverk. Erlent 9.4.2007 12:40
Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum og sex til viðbótar slösuðust. Erlent 9.4.2007 12:22
Allt á suðupunkti í Afganistan Allt er á suðupunkti í Afghanistan, eftir að uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Sex Kanadamenn féllu í bílsprengjuárás í suðurhluta landsins. Erlent 9.4.2007 12:20
Byggja stíflu og bjarga hafinu Stjórnvöld í Kasakstan fengu í gær vilyrði fyrir 128 milljóna dollara láni frá Heimsbankanum (e. World Bank) til þess að fylla Aralhafið á ný. Peningarnir verða notaðir til þess að hleypa af stokkunum öðrum hluta verkefnis sem miðar að því að koma sjó aftur í Aralhafið. Sameinuðu þjóðirnar segja að hvarf Aralhafsins sé eitthvert mesta og stærsta umhverfisslys sögunnar. Þetta verkefni mun þó verða til þess að hafið snýr aftur. Erlent 9.4.2007 11:59
Búist við tilkynningu um kjarnorkuáætlun Búist er við því að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, skýri frá því í dag að Íranar ætli að hefja auðgun úrans í stórum stíl. Hingað til hafa þeir aðeins verið með örfáar skilvindur, eða um 350, í tilraunaskyni. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur sagt að Íranar hafi sett upp 300 skilvindur í viðbót og hugsanlegt er að nú verði tilkynnt að hafin hafi verið uppsetning á 3.000 skilvindum. Erlent 9.4.2007 11:15
Kosningabaráttan í Frakklandi formlega hafin Kosningabaráttan fyrir fyrstu umferð forsetakosninganna í Frakklandi 22. apríl er hafin. Tólf frambjóðendur ætla sér að feta í fótspor Jacques Chirac, hins aldna forseta sem nú lætur af völdum. Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri flokksins UMP þykir líklegastur til sigurs. Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista fylgir honum fast á hæla. Ekki langt á eftir þeim er Francis Bayrou og Jean-Marie Le Pen situr í fjórða sæti. Erlent 9.4.2007 10:49
Kirkjan í Zimbabwe varar stjórnvöld við Biskupar rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Zimbabwe vöruðu við því að ef ekki yrðu haldnar frjálsar kosningar myndi almenningur rísa upp á afturlappirnar og bylting yrði raunin. Þetta var fullyrt í bréfi sem hengt var upp í kirkjum víðs vegar um landið í gær. Erlent 9.4.2007 10:29
Íranar segja sjóliðana ljúga Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. Erlent 9.4.2007 09:52
Slóveni lýkur Amazon sundi Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Slóveninn var skiljanlega hálf vankaður þegar hann kom á leiðarenda, enda meira en fimm þúsund kílómetrar að baki og mikil og hörð barátta við ofskynjanir, örmögnun og pírana fiska. Erlent 9.4.2007 09:47
Sjíar mótmæla hersetu Bandaríkjanna Tugþúsundir Sjía gengu morgun fylktu liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna. Í dag eru fjögur ár liðin frá því bandarískar hersveitir náðu höfuðborginni Baghdad á sitt vald, en afmælisveislan er í daprara lagi. Erlent 9.4.2007 09:42
Talibanar myrtu gísl Uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Uppreisnarmennirnir höfðu áður sleppt ítölskum blaðamanni sem túlkurinn vann með í Afghanistan. Þeir kröfðust þess að stjórnvöld í landinu létu nokkra uppreisnarmenn lausa úr fangelsum landsins, ef túlkurinn ætti að komast lífs af. Erlent 9.4.2007 09:37
Íranar brýna klærnar Íranar hafa varað Íraka við því að það geti haft alvarleg áhrif á samskipti landanna ef fimm Íranar sem Bandaríkjamenn handtóku verði ekki látnir lausir. Talið er að það hafi verið vegna þessarra manna sem Íranar ráku flugvél forsætisráðherra Íraks út úr lofthelgi sinni um helgina. Erlent 8.4.2007 16:01
Bílar bannaðir í Bagdad Öll bílaumferð verður bönnuð í 24 klukkustundir á morgun, þegar fjögur ár eru liðin frá því borgin féll í hendur Bandaríkjanna. Þetta er gert til að koma í veg fyrir hryðjuverk, en bílsprengjur eru vinsælt vopn hjá upopreisnarmönnum. Bannið stendur frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan fimm að morgnu þriðjudags. Erlent 8.4.2007 15:16
Ungfrú Marple lifir Þegar vistfólkið á elliheimili í Saalfield í Þýskalandi var orðið hvekkt á peningaþjófnuðum, ákvað 95 ára gömul kona í þess hópi að taka til sinna ráða. Hún skildi eftir seðlabúnt á borðinu í herbergi sínu og faldi sig svo á baðherberginu til að sjá hvað gerðist. Fylgdist með í gegnum skráargatið. Erlent 8.4.2007 14:29
Kona í djúpum..... Kínversk kona bjargaðist á....undursamlegan ?...hátt þegar hún féll af svölum íbúðar sínnar á sjöttu hæð, í fjölbýlishúsi. Konan var að hengja út þvott, þegar hún missti jafnvægið og hrapaði til jarðar. Það vildi henni til lífs að það var einmitt verið að hreinsa rotþró hússins. Erlent 8.4.2007 14:07