Erlent

Fréttamynd

Reyndi að refsa Lampard

Ósáttur aðdáandi hljóp út á völlinn eftir að leik Chelsea og Tottenham lauk í kvöld og reyndi að gefa Frank Lampard, leikmanni Chelsea, einn á lúðurinn. Lampard var að fagna með liðsfélögunum sínum þegar maðurinn kom hlaupandi með hnefann á lofti og rétt náði að bregða sér undan hægrihandarsveiflu hins reiða áhanganda Tottenham. Öryggisverðir brugðust snögglega við og yfirbuguðu manninn á örskotsstundu.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu hald á 19,4 tonn af kókaíni

Eiturlyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur í samstarfi við lögregluna í Panama lagt hald á 19,4 tonn af kókaíni. Kókaínið fannst um borð í skipi á Kyrrahafi um helgina og talið er að aldrei hafi meira magn eiturlyfja verið gert upptækt á hafi úti. Lögreglan í Panama skýrði frá þessu í kvöld. Skipið er flutningaskip og er skráð í Panama. 14 voru handteknir í tengslum við málið.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla í Bandaríkjunum handtekur mótmælendur

Lögregla í New York og í San Francisco í Bandaríkjunum handtók í dag tugi manns sem voru að mótmæla stríðinu í Írak. Fjögur ár eru nú liðin síðan að stríðið hófst. Lögreglumenn í einkennisbúningum voru mun fleiri en mótmælendur í New York en þeir voru aðeins um hundrað talsins. Af þeim voru 44 handteknir.

Erlent
Fréttamynd

88 ára kona skotin fimm sinnum í svefni

88 ára kona er nú á batavegi á sjúkrahúsi í Flórídaríki í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skotin fimm sinnum á meðan hún var sofandi heima hjá sér. Lögreglan í Orange County er ennþá að rannsaka hvers vegna ráðist var á hana. Hún telur að skotárásin hafi ekki verið tilviljun en er enn að leita að hugsanlegu tilefni. Lögreglan hefur enn enga grunaða í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Lýstu yfir sakleysi sínu

Tveir lögreglumenn sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið 23 ára blökkumann til bana í New York í nóvember í fyrra, sögðust báðir saklausir þegar að réttarhöld hófust yfir þeim í dag. Þriðji lögreglumaðurinn, sem ákærður var fyrir að stofna mannslífi í hættu, lýsti einnig yfir sakleysi sínu. Tveir aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir árásina voru ekki kærðir.

Erlent
Fréttamynd

78 hafa látið lífið í námuslysi

78 hafa nú látið lífið eftir að metansprenging varð í námu í Síberíu í Rússlandi í dag. Slysið er það alvarlegasta í námugeiranum í Rússlandi síðastliðinn áratug. Fleiri en 40 eru ennþá fastir neðanjarðar og dánartalan gæti enn hækkað. Björgunaraðgerðir hafa ekki gengið sem skyldi þar sem að göng hafa hrunið og þykkur reykur kemur út úr námunni.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn ætla að brjótast til valda

Þingmenn í Ekvador, sem forseti landsins hafði áður rekið úr embætti, hétu því í dag að brjótast í gegnum girðingar lögreglu og taka sæti sín á ný. Mikil spenna hefur verið í stjórnmálum í landinu að undanförnu þar sem forseti landsins, Rafael Correa, hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem myndi leiða til stofnunar stjórnarskrárþings. Það á síðan að breyta stjórnarskránni og draga verulega úr völdum þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Vilja auka völd lögreglu

Þingið í Egyptalandi samþykkti í kvöld umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar sem ríkisstjórnin segir að séu nauðsynlegar umbætur. Mannréttindahópar hafa gagnrýnt breytingarnar og segja að þær muni grafa enn frekar undan mannréttindum í landinu. Breytingarnar þarf þó ennþá að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Lyfti konum og fékk bágt fyrir

Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Íslenskur keppandi segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta.

Erlent
Fréttamynd

Segja endurreisn hafa mistekist

Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003.

Erlent
Fréttamynd

Írakar svartsýnir

Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka.

Erlent
Fréttamynd

Ramadan hengdur á morgun

Fyrrum varaforseti Íraks, Taha Yassin Ramadan, verður hengdur á morgun fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir þátt sinn á morðunum í Dujail árið 1982 en þar voru 148 sjía múslimar myrtir.

Erlent
Fréttamynd

Hamas gerir árás

Hinn vopnaði armur Hamas samtakanna tilkynnti í dag að það hefðu gert sína fyrstu árás á Ísrael, síðan samið var um vopnahlé í nóvember síðastliðinn. Ísraelskur verkamaður var særður alvarlega í skotárás, og vörpusprengjum skotið á ísraelska hermenn. Talsmaður Hamas sagði jafnframt að árásum yrði haldið áfram, þótt hann tilkynnti ekki formlega að vopnhlénu hefði verið einhliða aflýst.

Erlent
Fréttamynd

Aha, þessi reykir

Reykingar geta ekki aðeins gert andlit hrukkótt og gul, heldur allan líkamann, samkvæmt nýrri skýrslu sem birt er í tímariti bandarískra húðsjúkdómalækna. Samkvæmt henni hafa reykingar áhrif á húð hvar sem hún er á líkamanum, jafnvel á stöðum sem eru verndaðir fyrir sólarljósi.

Erlent
Fréttamynd

Lyf AstraZeneca stóðst ekki prófanir

Gengi hlutabréfa í evrópska lyfjaframleiðandanum AstraZeneca féll um rétt rúm tvö prósent á markaði í dag eftir að eitt af hjartalyfjum fyrirtækisins stóðst ekki prófanir. Lyfið, sem á að nýtast fólki með kransæðasjúkdóma, var þróað af bandaríska fyrirtækinu Atherogenics. Gengi bréfa í bandaríska fyrirtækinu féll um heil 60 prósent í kjölfar fréttanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp

Tveir lögreluþjónar í New York hafa verið ákærðir fyrir manndráp og sá þriðji fyrir að stofna mannslífi í hættu, þegar þeir skutu óvopnaðan blökkumann til bana á brúðkaupsdegi hans. Sean Bell fór í vasa sinn til þess að ná í skilríki, þegar lögreglumennirnir hófu skothríð. Þeir skutu alls fimmtíu skotum á Bell og félaga hans, sem særðist alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Danir verjast reykbanni

Danskir veitingamenn hyggjast verja um tveim milljörðum króna til þess að tryggja að viðskiptavinir þeirra geti haldið áfram að fá sér smók, þegar reykingar verða bannaðar á veitingastöðum í Danmörku um miðjan ágúst næstkomandi. Peningunum verður varið til þess að útbúa reykingaaðstöðu bæði innan dyra og utan.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð undir 57 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór undir 57 bandaríkjadali á tunnu. Ákvörðun Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) að halda framleiðslukvótum aðildarríkjanna óbreyttum á hlut að lækkun á hráolíuverðinu. Greinendur segja enn óvissu um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bjuggu í flughöfn í 10 mánuði

Írönsk kona og tvö börn hennar eru loks laus úr prísund sinni á flugvelli í Moskvu, þar sem þau hafa búið síðastliðna tíu mánuði. Zara Kamalfar, sem er 47 ára gömul, var fangelsuð í Íran fyrir þáttöku sína í stjórnmálum. Henni tókst að flýja úr fangelsinu og komast úr landi ásamt 18 ára dóttur sinni og 12 ára syni. Þau ætluðu að komast til Þýskalands, en þar var þeim neitað um landvist og send aftur til Moskvu, þar sem þau höfðu millilent á leiðinni.

Erlent
Fréttamynd

Fimm börn of mikið fyrir dagmömmu

Fimmta hvert sveitarfélag í Danmörku heimilar dagmömmum að gæta fimm barna, og það er of mikið, að mati talsmanns jafnaðarmanna í félagsmálum. Ritza fréttastofan gerði könnun á þessu í öllu landinu og þar kom þessi barnafjöldi í ljós.

Erlent
Fréttamynd

Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum?

Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skeytti skapi sínu á stórverslun

Ekki liggur fyrir hvað reytti unglingsstúlku, í Minnesota í Bandaríkjunum, til reiði á föstudaginn en hún ákvað að skeyta skapi sínu á stórverslun.

Erlent
Fréttamynd

Grunur um að árásir tengist átökum gengja

15 ára unglingsstrákur var stunginn til bana í Lundúnum í gærkvöldi. Hann er annar unglingurinn sem hlýtur þau örlög þar í borg á þremur dögum. Í síðasta mánuði voru þrír unglingar skotnir til bana í suðurhluta borgarinnar í þremur mismunandi árásum. Grunur leikur á að ódæðin tengist öll átökum gengja.

Erlent
Fréttamynd

Aur flæddi niður fjallshlíðina

Aur flæddi niður hlíðar eldfjallsins Ruapehu á Nýja Sjálandi í dag og eirði engu, ekki í fyrsta sinn. Íbúar, nærri fjallinu, eru vanir þessum hamförum og búnir undir þær.

Erlent
Fréttamynd

Milljón manns fallið í Írak

Það er mat ástralsks sérfræðings að milljón mans hafi fallið í átökum í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir fjórum árum. Að sögn Sky fréttastofunnar byggir hann útreikninga sína á upplýsingum frá Barnahjálp og Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og frá læknum í landinu. Aðfaranótt þriðjudagsins næsta eru fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Þingkosningar í Finnlandi í dag

Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli en svo gæti þó farið að einhverjar hrókeringar yrðu.

Erlent
Fréttamynd

Ræða ekki við ráðherra Hamas

Bandaríkjamenn ætla ekki að aflétta banni sínu á fjárhagsaðstoð við palestínsku heimastjórnina þó ný þjóðstjórn hafi verið skipuð. Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að ræða við ráðherra úr hópi Hamas-liða en útiloka ekki samskipti við aðra ráðherra eftir því sem þurfa þyki.

Erlent