Erlent

Fréttamynd

Olmert íhugar að víkka aðskilnaðarmúrinn

Forsætisráðherra Ísraels er að kanna hvort víkka eigi aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum, til þess að hann umljúki tvær landnemabyggðir Gyðinga, sem þar eru. Það myndi hafa í för með sér að tugþúsundir Palestínumanna yrðu girtir af, frá sinni heimabyggð. Hæstiréttur Ísraels hefur oft gripið í taumana þegar þetta hefur verið reynt.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Boeing tvöfaldast

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skilaði 989 milljóna dala, eða 67,8 millarða króna, hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005 en þá nam hann 460 milljónum dala, jafnvirði 31,5 milljörðum dala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukin verðbólga í OECD-ríkjunum

Verðbólga mældist 2,3 prósent að meðaltali á ársgrundvelli í innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í desember í fyrra. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun frá því í mánuðinum á undan. Næstmesta verðbólgan var líkt og fyrr hér á landi í desember en þá mældist hún 7,0 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkar lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag eftir nokkrar hækkanir í gær og fór niður í rúma 56 bandaríkjadali á tunnu. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu um olíubirgðir landsins í dag. Greinendur gera ráð fyrir að olíubirgðir hafi dregist saman á milli vikna vegna kulda í Norður-Ameríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vodafone yfir væntingum

Viðskiptavinum breska fjarskiptarisans Vodafone fjölgaði um 8,7 milljónir um allan heim á síðasta ársfjórðungi liðins árs. Þetta er talsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir. Aukningin skýrist að mestu um aukna hlutdeild fjarskiptafyrirtækisins, sem er eitt það stærsta í Evrópu, á nýmörkuðum á borð við Afríku, Austur-Evrópu og í Miðausturlöndum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kjúklingur með andarfit

Kólumbískur bóndi keypti sér egg á dögunum, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kjúklingurinn sem kom úr egginu skartar sundfitjum að hætti anda. Líklega er að um stökkbreytingu sé að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Microsoft kynnir nýtt stýrikerfi

Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið kynnti í gær nýjustu kynslóð Windows-stýrikerfisins og hefur kerfinu verið gefið nafnið Vista. Búist er við að innan árs hafi yfir eitt hundrað milljónir tölvunotenda um allan heim tekið kerfið í sína notkun.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahléið að mestu virt

Allt hefur verið með kyrrum kjörum á Gaza-ströndinni í dag eftir að samkomulag náðist á milli stríðandi fylkinga um vopnahlé. Verslanir og skólar voru opnaðir á nýjan leik en starfsemi þeirra hefur legið niðri síðan á fimmtudaginn þegar sló í alvarlega brýnu á milli liðsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas forseta.

Erlent
Fréttamynd

Á fimmta tug pílagríma liggur í valnum

Á fimmta tug pílagríma lét lífið í fjölmörgum árásum í nágrenni Bagdad í dag, um það leyti sem Ashura-trúarhátíð sjía stóð sem hæst. Þar af voru sjö skotnir til bana þegar þeir voru á leið með rútu frá hinni helgu borg Karbala.

Erlent
Fréttamynd

55 nunnur á flótta undan löggunni

Fimmtíu og fimm grískar nunnur, úr tveimur klaustrum, eru farnar í felur eftir að prjónaverksmiðja sem þær stofnuðu, fór á hausinn. Klaustur þeirra, eru nú auð og yfirgefin og enginn veit hvar hinar skuldugu þernur Krists eru niðurkomnar.

Erlent
Fréttamynd

DNA til að finna skellinöðruþjóf

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í frönsku forsetakosningunum liggur undir ámæli fyrir það að lögreglan notaði bæði DNA prufur og fingraför til þess að hafa hendur í hári þjófa sem stálu skellinöðru frá einum sona hans. Sarkozy er innanríkisráðherra Frakklands og lögreglan heyrir undir hann.

Erlent
Fréttamynd

Grænlendingar vilja eiga olíuna einir

Grænlendingar vilja eiga sína olíu óskipt, þegar og ef hún byrjar að streyma. Þeir telja ekki Dani eiga neitt tilkall til tekna af henni. Danir og Grænlendingar funda nú í hinni svokölluðu heimastjórnarnefnd, þar sem meðal annars er fjallað um efnahagsmál. Talið er að mikla olíu og önnur auðævi sé að finna á grænlenska landgrunninu.

Erlent
Fréttamynd

Vill girða Egyptaland af

Varnarmálaráðherra Ísraels vill reisa girðingu á landamærunum við Egyptaland, til þess að koma í veg fyrir að palestinskir hryðjuverkamenn komist til Ísraels yfir Sínaí eyðimörkina. Aðstoðarmaður Amirs Peretz segir að hann hafi vakið máls á þessu eftir að þrír Gyðingar fórust í sprengjutilræði í hafnarborginni Eilat.

Erlent
Fréttamynd

Fá ekki undanþágu frá samkynhneigðum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að kaþólska kirkjan fái enga ungaþágu frá nýjum lögum sem banna að samkynhneigðum sé mismunað í almennri þjónustu. Kirkjan fór fram á undanþágu fyrir ættleiðingarskrifstofur sínar, þar sem það samrýmist ekki trúnni að setja börn í fóstur hjá samkynhneigðum. Lögin taka gildi á þessu ári, þótt þau komi varla til framkvæmda fyrr en á því næsta.

Erlent
Fréttamynd

Loftslagið jarðar fer stöðugt hlýnandi

Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Sprengdi upp bakarí

Samtökin Heilagt stríð og al-Aqsa-herdeildirnar hafa bæði lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í bænum Eilat í Ísrael í dag. Fjórir létu lífið í tilræðinu, sem er það fyrsta í landinu í níu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Allt stefnir í verkfall hjá British Airways

Allt útlit er fyrir að tveggja daga verkfall starfsmanna breska flugfélagsins British Airways hefjist á morgun. Flugfélagið hefur þegar aflýst 1.300 flugferðum, þar á meðal til og frá Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Þrenn samtök lýsa ábyrgð

Þrenn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í Rauðahafsbænum Eilat í Ísrael í morgun. Þrír létu lífið í árásinni en hún var gerð í bakaríi í bænum, sem er fjölsóttur af ferðamönnum.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 300 uppreisnarmenn féllu í bardögum

Að minnsta kosti 300 uppreisnarmenn eru sagðir hafa fallið í heiftarlegum átökum við íraskar og bandarískar hersveitir í Najaf-héraði undanfarinn sólarhring. Að minnnsta kosti fimm íraskir hermenn liggja í valnum eftir átökin og tveir bandarískir.

Erlent
Fréttamynd

Deutsche Telekom segir hagnað undir spám

Þýski fjarskiptarisinn Deutsche Telekom segir hagnað fyrirtækisins geta orðið lægri á yfirstandandi rekstrarári en áður hafi verið áætlað vegna harðnandi samkeppni á þýska símamarkaðnum og óhagstæðs gengismunar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tvöfalt meira tap hjá Alitalia

Ítalska flugfélagið Alitalia greindi frá því um helgina að áætlað tap fyrirtæksins í fyrra næmi um 380 milljónum evra, jafnvirði rúmra 34 milljörðum íslenskra króna. Þetta er tvöfalt meira tap en flugfélagið skilaði árið á undan. Tap flugfélagsins fram til nóvember í fyrra nemur 197 milljónum evra, tæpum 17,8 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vígamenn Hamas ræna yfirmanni öryggissveita Fatah

Vígamenn hliðhollir Hamas samtökunum rændu í kvöld yfirmanni öryggissveita Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Talsmaður palestínskra öryggissveita skýrði frá þessu í kvöld. Maðurinn sem var rænt heitir Sayyed Shabban og var yfir öryggissveitum á Gaza.

Erlent
Fréttamynd

Kabila treystir stöðu sína

Stuðningsmenn Joseph Kabila, forseta Kongó, unnu auðveldan sigur í fylkisstjórakosningum í Kongó en úrslit voru birt í dag. Stjórnarandstaðan, undir forystu Jean-Pierre Bemba, mótmælti niðurstöðununum samstundis og sagði brögð í tafli. Kosningabandalag Kabila vann sex af níu fylkisstjórakosningum og sjálfstæðir frambjóðendur unnu tvær.

Erlent
Fréttamynd

Fimm hermenn felldir í Najaf

Tveir bandarískir hermenn létu lífið þegar þyrla hrapaði í bardaganum í Najaf í dag. Þetta sagði fulltrúi bandaríska hersins í kvöld. Fréttamaður Reuters fréttaveitunnar sá þyrluna hrapa eftir að hafa lent í skothríð. Reykur liðaðist frá þyrlunni þegar hún hrapaði.

Erlent
Fréttamynd

250 uppreisnarmenn felldir í Írak

Bandarískar og íraskar hersveitir hafa barist í allan dag við uppreisnarmenn úr röðum súnnía og sjía múslima í borginni Najaf. Bandaríski herinn hefur hingað til ekki viljað segja neitt um bardagann þar sem hann er enn í gangi en írösk yfirvöld sögðu rétt í þessu að fleiri en 250 uppreisnarmenn hefðu látið lífið.

Erlent
Fréttamynd

10 til 15 manns rænt í Nablus

Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag.

Erlent