Erlent

Fréttamynd

Mesti munur á evru og jeni

Gengi evru hefur aldrei verið veikara gagnvart japanska jeninu en í dag. Helstu ástæðurnar eru minna atvinnuleysi í Þýskalandi í desember auk þess sem sérfræðingar telja líkur á að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í tvígang á fyrri helmingi ársins en að japanski seðlabankinn hækki ekki vextina líkt og búist var við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja ekki spá fyrir um heilsu Kastrós

Æðstu prestar algengustu trúarbragða á Kúbu, hinnar afrísk-kúbönsku Santeria-trúar, neituðu að spá nokkuð fyrir um heilsu Fídels Kastrós á nýju ári. Kastró hefur ekki sést opinberlega í rúmlega fimm mánuði. Nýársspá prestanna er árlegur viðburður og bíður þjóðin hennar með mikilli eftirvæntingu.

Erlent
Fréttamynd

Hlutabréf falla í Taílandi

Gengi hlutabréfa hefur fallið um 3,8 prósent í kauphöllinni í Bangkok í Taílandi í kjölfar þess að átta sprengjur sprungu í borginni á nýársnótt. Þrír létust í árásunum og um 40 manns særðust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Friðargæsluliðar sakaðir um nauðganir

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Súdan hafa verið sakaðir um að nauðga stúlkum allt niður í tólf ára aldur. Ásakanirnar komu fyrst fram fyrir tveimur árum en Sameinuðu þjóðirnar hafa um tíu þúsund manna starfslið á svæðinu sem vinnur að uppbyggingu landsins eftir langvarandi borgarastyrjöld.

Erlent
Fréttamynd

Vinsælt að kafa með hákörlum

Að kafa með hákörlum hljómar ekki beint spennandi en það er engu að síður orðin vinsælt á meðal ferðamanna í Suður Afríku. Ferðir í hákarlaköfun eru uppbókaðar marga mánuði fram í tíman og talið er að allt að eitt hundrað þúsund manns hafi farið í slíkar ferðir í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Á ekki von á miklum átökum

Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, sagði í gær að hann byggist ekki við miklum átökum við uppreisnarmenn héðan af þar sem vel hefur tekist að dreifa úr hermönnum þeirra. Sómalska ríkisstjórnin hefur einnig sett í gang áætlun sem miðar að því að afvopna stríðsherra um allt land.

Erlent
Fréttamynd

Aukinn viðbúnaður í Taílandi

Aukinn öryggisviðbúnaður er nú á mörgum stöðum í Taílandi vegna sprenginganna sem áttu sér stað á nýársnótt. Alls létust þrír í árásunum og um 40 manns særðust.

Erlent
Fréttamynd

Margmenni við útförina

Útför Geralds Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var haldin Washington í dag en hann andaðist á öðrum degi jóla, 93 ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Aftökunni var næstum frestað

Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Misvísandi upplýsingar frá þorpshöfðingja

Enn er allt á huldu með örlög um hundrað farþega og áhafnar um borð í farþegaflugvél sem hvarf á leið sinni frá Jövu til Súlavesíu-eyja í gærmorgun. Í morgun var sagt að flakið og 12 eftirlifendur væru fundnir en svo var ekki. Rangar upplýsingar frá þorpshöfðinga á Súlavesíu-eyju hafi ratað í fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Danir þyngdust um 7000 tonn um jólin

Prófessor við danska landbúnaðarháskólann hefur reiknað út að Danir hafi þyngst um samtals sjöþúsund tonn um hátíðarnar. Það er 1,8 kíló á mann. Arne Astrup segir að það sé mikið borðað þessa daga og að gangan í kringum jólatréð dugi ekki til þess að halda þyngdinni í skefjum.

Erlent
Fréttamynd

Giuliani ætlar að safna sjö milljörðum

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, ætlar að safna eitthundrað milljónum dollara eða rúmlega sjö milljörðum króna í kosningasjóð sinn fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Þetta, meðal annars, kemur fram í 140 blaðsíðna kosningaáætlun sem blaðið New York Daily News komst yfir, með einhverjum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Mengunarkvóti fyrir embættismenn

Norðmenn ætla að kaupa mengunarkvóta fyrir embættismenn sem ferðast með flugvélum, í opinberum erindagjörðum. Útblástur flugvéla er sá út blástur gróðurhúsalofttegunda sem vex hvað hraðast, og eru ódýr fargjöld lággjaldaflugfélaga helsti þátturinn í því.

Erlent
Fréttamynd

Teddy Kollek látinn

Teddy Kollek, fyrrverandi borgarstjóri í Jerúsalem, er látinn, 95 ára að aldri. Kollek var með litríkari ísraelskum stjórnmálamönnum og óþreytandi baráttumaður fyrir friðsamlegri sambúð Ísraela og Palestínumanna. Hann var fimm sinnum kjörinn borgarstjóri í Jerúsalem og gegndi því embætti í tuttugu og átta ár.

Erlent
Fréttamynd

Hefndu sín á bæjardólginum

Um 400 íbúar smábæjar á Spáni hefndu sín á bæjardólginum um hátíðarnar, með því að brenna allar eigur hans. Javier Bernui hafði búið í Villaconejos í sjö ár og íbúarnir voru orðnir þreyttir á yfirgangi hans. Hann fór oft um vopnaður hnífi eða byssu, hrinti frá sér fólki á börum og í verslunum og tók það sem honum sýndist, án þess að borga.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ára stúlka bitin til bana

Fimm ára stúlka var í gær bitin til bana af pit bull terrier hundi í Englandi. Amma hennar, sem var með hana í pössun, meiddist líka mikið á höndum þegar hún var að reyna að forða stúlkunni frá hundinum. Hundurinn var í eigu frænda stúlkunnar og bjó í sama húsi og amman.

Erlent
Fréttamynd

Flakið ekki enn fundið

Yfirvöld á Indónesíu upplýstu fyrir stundu að flak farþegaflugvélar sem hrapaði á leið sinni frá Jövu til Súmötru í gær hefði ekki fundist líkt og haldið hefði verið fram. Fregnir bárust af því í morgun að vélin hefði fundist í fjallgarði á vestari hluta Súlavesíu-eyju.

Erlent
Fréttamynd

Enginn lést í pílagrímsferðum

Pílagrímsferðum til Mekka er nú lokið án þess að nokkur hafi látist. Í fyrra létust 362 pílagrímar í troðningi og árið 2004 létust 250 manns en öll öryggisgæsla var hert til muna þetta árið og þá sérstaklega vegna staðfestingar á dauðdómi yfir Saddam Hússein og hugsanlegra árása al-Kaída.

Erlent
Fréttamynd

Hersveitir Eþíópíu verða í Sómalíu um sinn

Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að eþíópískar hersveitir myndu þurfa að vera í landinu í þó nokkra mánuði í viðbót. Stuttu áður hafði forsætisráðherra Eþíópíu sagst vonast til þess að geta dregið herlið sitt frá Sómalíu innan fárra vikna.

Erlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhaldi til 1. maí

Maður sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í nágrenni Ipswich í Englandi í desember mánuði á síðastliðnu ári hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæltu komu ársins 2007

Hópur Frakka ákvað að taka á móti nýja árinu með hinum hefbundna franska hætti - með mótmælum. Hópurinn mótmælti komu ársins 2007 og bar meðal annars mótmælaspjöld sem á stóð „Nei við 2007“ og „Nútíminn er betri“ á göngu sinni í gegnum miðborg Nantes á gamlárskvöld.

Erlent
Fréttamynd

Fljúgandi furðuhlutur sást í Bandaríkjunum

Hópur flugvallarstarfsmanna og flugmanna sem vinna á O'Hare flugvellinum í Chicago í Bandaríkjunum sögðu frá því nýverið að þeir hafi séð fljúgandi furðuhlut sveima yfir flugvellinum þann 7. nóvember síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að halda kjarnorkuáæltun áfram

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í ræðu í morgun að Íran myndi halda starfsemi við kjarnorkuáætlun sína áfram þrátt fyrir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna. Ahmadinejad sagði refsiaðgerðirnar ekki hafa neitt gildi í augum Írana.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð undir 61 dal

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 61 dal á tunnu á helstu mörkuðum eftir að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, var tekinn af lífi. Þá hefur gott veðurfar í Bandaríkjunum hjálpað til við að halda verðinu niðri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Írakar rannsaka myndbönd af Saddam

Íraska ríkisstjórnin ætlar sér að rannsaka það hvernig verðir komust með myndavélasíma inn í aftökuherbergi Saddams Hússeins. Myndband hefur komist í umferð á netinu af aftöku hans þar sem heyra má verðina hrópa móðganir að Saddam en á myndbandinu sem íraska ríkisstjórnin sendi frá sér var ekkert hljóð.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn hreinsar stjórnendur Apple

Bandaríski tölvurisinn Apple skilaði ársuppgjöri sínu á föstudag í síðustu viku, sem var síðasti dagur fyrirtækisins til að gera slíkt. Uppgjörið tafðist vegna rannsóknar bandaríska fjármálaeftirlitsins á kaupréttarsamningum stjórnenda fyrirtækisins sem meðal annars voru veittir Steve Jobs, forstjóra fyrirtækisins. Rannsóknin hreinsar fyrirtækið og stjórnendur þess af misgjörðum.

Viðskipti erlent