Lög og regla Á 200 kílómetra hraða á Miklubraut Sautján ára piltur með nokkurra daga gamalt ökuskírteini slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á 200 kílómetra hraða, að eigin sögn, í aðreininni frá Miklubraut upp á Réttarholtsveg í nótt. Bíllinn , sem er nýlegur Benz í eigur foreldra piltsins, klippti í sundur ljósastaur og þeyttist síðan langar leliðir uns han stöðvaðist. Innlent 17.2.2006 07:25 Kröfur allt að 50 milljónir króna á hendur ríkinu Fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu krefur ríkið um rúmlega fimmtíu milljónir króna vegna meintrar ólögmætrar framgöngu ráðherra í hans garð, en ráðuneytisstjórinn hefur ekki fengið að snúa aftur til starfs síns í áratug. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 16.2.2006 12:25 Hröktum manni komið til hjálpar Lögreglan í Keflavík kom manni til hjálpar sem hafði fallið fyrir utan veitingahús og skorist í andliti þannig að það fossblæddi úr honum. Innlent 16.2.2006 07:42 Unglingspiltar handsamaðir eftir árásir Þrír unglingspiltar réðust í gærkvöldi á konu, sem var nýbúin að taka reiðufé út úr hraðbanka við Fífuhvammsveg í Kópavogi og reyndu að hrifsa af henni veskið. Hún brást hart við, hristi þá af sér og hringdi á lögreglu. Innlent 15.2.2006 12:11 Sluppu nær ómeiddir í hörðum árekstri Tveir menn sluppu nær ómeiddir þegar bílar þeirra skullu harkalega saman á blindhæð á Ísólfsskálavegi á Reykjanesi í gærkvöldi og stór skemmdust. Innlent 14.2.2006 07:39 Verkamaður sektaður fyrir tollalagabrot Erlendur verkamaður, sem hefur verið við vinnu á Selfossi um hríð, hefur verið sektaður fyrir tollagalagabort. Hann villti á sér heimildir þegar hann kom til landsins með Norrænu og fékk akstursheimild fyrir bíl sinn hér á landi án þess að þurfa að greiða fyrir. Innlent 14.2.2006 07:11 Ók á bíl og stakk af Ökumaður á leið til Reykjavíkur ók yfir á rangan vegarhelming nærri Litlu kaffistofunni um tíuleytið í gærkvöldi og utan í bifreið sem á móti kom, skipti engu þó ökumaður þeirrar bifreiðar hefði vikið vel yfir í sinn vegarkant. Innlent 13.2.2006 11:52 Fyrirtaka í máli Bubba gegn Garðari og 365 - prentmiðlum Héraðsdómur tók í morgun fyrir meiðyrðamál Bubba Morthens á hendur Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra Hér og nú, og 365 - prentmiðlum. Bubbi krefur Garðar og 365 um 20 milljónir króna vegna umfjöllunar og myndbirtinga í Hér og nú í júní í fyrra um einkalíf hans. Innlent 13.2.2006 11:43 Úrskurði um aðskilnað í Baugsmáli snúið í Hæstarétti Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði héraðsdóms frá 31.janúar síðastliðnum um að aðskilja mál endurskoðenda Baugs frá máli stjórnenda fyrirtækisins. Hæstiréttur hafnaði þessum úrskurði og segir að málið verði að taka fyrir í heild sinni. Innlent 8.2.2006 16:52 Tekinn á 142 kílómetra hraða Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo ökumenn eftir að þeir höfðu mælst á of miklum hraða í dag. Annar var stöðvaður á Reykjanesbraut þar sem hann ók á 112 kílómetra hraða en hinn síðari steig bensíngjöfina enn fastar því hann mældist á 142 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi. Innlent 7.2.2006 21:50 Allt að fjögurra ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Enn hefur enginn verið handtekinn til viðbótar við ungt par, sem gripið var með fjögur kíló af amfetamíni við komuna frá París á föstudag. Eins og þessi mynd ber með sér er um mikið magn að ræða og er málið eitt það stærsta sem upp hefur komið í Leifsstöð til þessa. Innlent 7.2.2006 19:12 Lögreglan á Ísafirði óskar eftir upplýsingum frá almenningi Lögregluyfirvöld á Ísafirði hvetja almenning að hafa samband við lögreglu ef grunur leikur á að einhvers konar fíkniefnamisferli eigi sér stað, og heitir uppljóstrurum nafnleynd. Lögfræðingur hjá persónuvernd segir að erfitt gæti reynst að halda nöfnum vitna leyndum, leiði upplýsingar þeirra til ákæru og málaferla. Innlent 7.2.2006 18:07 Tveggja mánaða fangelsi fyrir áfengisstuld Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann á sextugsaldri til tveggja mánaða fangelsisvistar þar sem annar mánuðurinn er skilorðsbundin til tveggja ára fyrir fjársvik og þjófnað tengdu áfengi. Innlent 6.2.2006 15:20 Tekinn á stolnum bíl Lögreglan á Selfossi handtók karlmann í gær eftir að hann hafði verið staðinn að því að keyra um á stolnum jeppa. Jeppanum hafði maðurinn stolið af bílasölu í Reykjavík í síðasta mánuði og setti svo á hann bílnúmer sem hann stal af bíl sem stóð á bílasölu á Selfossi. Innlent 3.2.2006 11:47 Sjö mánaða dómur fyrir fjölda afbrota Tuttugu og fimm ára karlmaður var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa þrisvar ekið bíl eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum, þrisvar verið tekinn með fíkniefni, tvo þjófnaði og tvö fjársvikamál. Innlent 3.2.2006 10:47 Verjendur fá að leggja fram gögn vegna lánveitinga Héraðsdómur Reykjavíkur varð í morgun við kröfu verjenda í Baugsmálinu um að fá að leggja fram gögn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers sem snúa að lánveitingum sem taldar eru varða við lög. Innlent 2.2.2006 10:58 Fundu fíkniefni við umferðareftirlit Lögreglan í Kópavogi handtók mann í gærkvöldi eftir að talsvert af fíkniefnum fannst á honum við reglubundið eftirlit í umferðinni. Við yfirheyrslur í nótt viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja efnin og var honum þá sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið. Innlent 2.2.2006 07:17 Ræningi enn ófundinn Lögregla hefur ekki enn fundið manninn sem rændi höfuðstöðvar Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi á mánudag. Maðurinn ruddist inn og veifaði byssu í útbúinu og hafði á brott með sér tæplega hundrað þúsund krónur. Innlent 1.2.2006 12:48 Mikill árangur af hverfavöktun Ekkert innbrot hefur verið tilkynnt til lögreglu eftir að hverfavöktun hófst á Seltjarnarnesi í október á síðasta ári í samstarfi bæjaryfirvalda og Securitas. Næstu níu mánuði á undan hafði verið tilkynnt um frá einu og upp í átta innbrot á mánuði. Innlent 1.2.2006 07:21 Ræningjans enn leitað Lögreglan leitar enn mannsins sem rændi Happdrætti Háskólans í hádeginu. Maðurinn var klæddur í dökkbláan Kraft-galla. Þeir sem gefið geta upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. Innlent 30.1.2006 14:42 Vopnaður maður rændi HHÍ í Tjarnargötu Vopnaður ræningi rændi Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu laust fyrir klukkan tólf. Maðurinn kom inn með byssu og sagðist vera að ræna útibúið: Hann vatt sér síðan að næsta peningakassa, tók laust fé úr honum og hvarf á braut. Honum var veitt eftirför en hefur enn ekki fundist. Innlent 30.1.2006 12:44 Réttað yfir Sigurði Frey Aðalmeðferð í máli Sigurðar Freys Kristmundssonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður Freyr er ákærður fyrir að hafa banað Braga Halldórssyni í ágúst síðastliðnum með því að stinga hann með hnífi. Innlent 30.1.2006 11:34 Innbrot reynt í félagsmiðstöð Tilraun var gerð til að brjótast inn í félagsmiðstöðina í Þorlákshöfn síðustu nótt. Vaktmaður öryggisgæslufyrirtækis tók eftir að einhver hafði reynt að spenna upp hurð á félagsmiðstöðinni en mistekist og er ekki að sjá að hann hafi komist inn. Ekki er vitað hvort sami einstaklingur hafi verið á ferð og braust inn í Sæunni Sæmundsdóttur ÁR aðfaranótt laugardags. Innlent 30.1.2006 11:26 Í fangelsi fyrir akstur án réttinda Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að keyra bíl ökuréttindalaus á Akureyri. Maðurinn hefur aldrei fengið ökuréttindi og var fyrir sjö árum dæmdur til að fá aldrei ökuréttindi vegna endurtekinna umferðarlagabrota. Innlent 30.1.2006 09:20 Velti bíl á Þorlákshafnarvegi Ung kona velti bíl sínum á Þorlákshafnarvegi norðan við Eyrarbakkaveg um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hún meiddist þó ekki alvarlega en var flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún kvartaði undan verkjum í hálsi. Bíllinn sem konan ók er illa farinn og óökufær. Innlent 28.1.2006 10:00 Geta fullnýtt kortaheimildir á örskotsstundu Glæpamenn sem stela krítarkortaupplýsingum úr hraðbönkum geta fullnýtt kortaheimildir á örskömmum tíma. Örgjörvi verður kominn á íslensk krítarkort innan nokkurra vikna til að hindra að hægt sé að stela upplýsingum af kortunum við hraðbankanotkun. 500 þúsund kort eru í notkun hér á landi. Innlent 26.1.2006 20:59 Þuklaði á tíu ára stúlku Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stúlku. Maðurinn þuklaði á brjóstum hennar og kynfærum þar sem þau dvöldu á heimili bróður mannsins. Innlent 26.1.2006 17:33 Í farbann vegna dópsmygls Hæstiréttur hefur dæmt mann í farbann meðan réttað er í máli gegn honum vegna stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn er talinn hafa smyglað tæpum fjórum kílóum af hassi og einu kílói af amfetamíni sem voru falin í bíl sem kom hingað með Norrænu frá Danmörku þrettánda þessa mánaðar. Innlent 25.1.2006 17:34 Fjórtán ára tekinn á bíl Fjórtán ára piltur var stöðvaður í Sandgerði snemma í morgun þar sem hann ók um á bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi heima hjá sér. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu fyrr en eftir nokkra eftirför lögreglu. Innlent 22.1.2006 10:39 Sjö teknir við ölvunarakstur Sjö voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík í nótt. Að öðru leiti var nóttin hefðbundin hjá lögreglunni og gistu nokkrir fangageymslur. Engin innbrot hafa verið tilkynnt í höfuðborginni enn sem komið er. Innlent 21.1.2006 12:11 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 120 ›
Á 200 kílómetra hraða á Miklubraut Sautján ára piltur með nokkurra daga gamalt ökuskírteini slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á 200 kílómetra hraða, að eigin sögn, í aðreininni frá Miklubraut upp á Réttarholtsveg í nótt. Bíllinn , sem er nýlegur Benz í eigur foreldra piltsins, klippti í sundur ljósastaur og þeyttist síðan langar leliðir uns han stöðvaðist. Innlent 17.2.2006 07:25
Kröfur allt að 50 milljónir króna á hendur ríkinu Fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu krefur ríkið um rúmlega fimmtíu milljónir króna vegna meintrar ólögmætrar framgöngu ráðherra í hans garð, en ráðuneytisstjórinn hefur ekki fengið að snúa aftur til starfs síns í áratug. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 16.2.2006 12:25
Hröktum manni komið til hjálpar Lögreglan í Keflavík kom manni til hjálpar sem hafði fallið fyrir utan veitingahús og skorist í andliti þannig að það fossblæddi úr honum. Innlent 16.2.2006 07:42
Unglingspiltar handsamaðir eftir árásir Þrír unglingspiltar réðust í gærkvöldi á konu, sem var nýbúin að taka reiðufé út úr hraðbanka við Fífuhvammsveg í Kópavogi og reyndu að hrifsa af henni veskið. Hún brást hart við, hristi þá af sér og hringdi á lögreglu. Innlent 15.2.2006 12:11
Sluppu nær ómeiddir í hörðum árekstri Tveir menn sluppu nær ómeiddir þegar bílar þeirra skullu harkalega saman á blindhæð á Ísólfsskálavegi á Reykjanesi í gærkvöldi og stór skemmdust. Innlent 14.2.2006 07:39
Verkamaður sektaður fyrir tollalagabrot Erlendur verkamaður, sem hefur verið við vinnu á Selfossi um hríð, hefur verið sektaður fyrir tollagalagabort. Hann villti á sér heimildir þegar hann kom til landsins með Norrænu og fékk akstursheimild fyrir bíl sinn hér á landi án þess að þurfa að greiða fyrir. Innlent 14.2.2006 07:11
Ók á bíl og stakk af Ökumaður á leið til Reykjavíkur ók yfir á rangan vegarhelming nærri Litlu kaffistofunni um tíuleytið í gærkvöldi og utan í bifreið sem á móti kom, skipti engu þó ökumaður þeirrar bifreiðar hefði vikið vel yfir í sinn vegarkant. Innlent 13.2.2006 11:52
Fyrirtaka í máli Bubba gegn Garðari og 365 - prentmiðlum Héraðsdómur tók í morgun fyrir meiðyrðamál Bubba Morthens á hendur Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra Hér og nú, og 365 - prentmiðlum. Bubbi krefur Garðar og 365 um 20 milljónir króna vegna umfjöllunar og myndbirtinga í Hér og nú í júní í fyrra um einkalíf hans. Innlent 13.2.2006 11:43
Úrskurði um aðskilnað í Baugsmáli snúið í Hæstarétti Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði héraðsdóms frá 31.janúar síðastliðnum um að aðskilja mál endurskoðenda Baugs frá máli stjórnenda fyrirtækisins. Hæstiréttur hafnaði þessum úrskurði og segir að málið verði að taka fyrir í heild sinni. Innlent 8.2.2006 16:52
Tekinn á 142 kílómetra hraða Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo ökumenn eftir að þeir höfðu mælst á of miklum hraða í dag. Annar var stöðvaður á Reykjanesbraut þar sem hann ók á 112 kílómetra hraða en hinn síðari steig bensíngjöfina enn fastar því hann mældist á 142 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi. Innlent 7.2.2006 21:50
Allt að fjögurra ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Enn hefur enginn verið handtekinn til viðbótar við ungt par, sem gripið var með fjögur kíló af amfetamíni við komuna frá París á föstudag. Eins og þessi mynd ber með sér er um mikið magn að ræða og er málið eitt það stærsta sem upp hefur komið í Leifsstöð til þessa. Innlent 7.2.2006 19:12
Lögreglan á Ísafirði óskar eftir upplýsingum frá almenningi Lögregluyfirvöld á Ísafirði hvetja almenning að hafa samband við lögreglu ef grunur leikur á að einhvers konar fíkniefnamisferli eigi sér stað, og heitir uppljóstrurum nafnleynd. Lögfræðingur hjá persónuvernd segir að erfitt gæti reynst að halda nöfnum vitna leyndum, leiði upplýsingar þeirra til ákæru og málaferla. Innlent 7.2.2006 18:07
Tveggja mánaða fangelsi fyrir áfengisstuld Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann á sextugsaldri til tveggja mánaða fangelsisvistar þar sem annar mánuðurinn er skilorðsbundin til tveggja ára fyrir fjársvik og þjófnað tengdu áfengi. Innlent 6.2.2006 15:20
Tekinn á stolnum bíl Lögreglan á Selfossi handtók karlmann í gær eftir að hann hafði verið staðinn að því að keyra um á stolnum jeppa. Jeppanum hafði maðurinn stolið af bílasölu í Reykjavík í síðasta mánuði og setti svo á hann bílnúmer sem hann stal af bíl sem stóð á bílasölu á Selfossi. Innlent 3.2.2006 11:47
Sjö mánaða dómur fyrir fjölda afbrota Tuttugu og fimm ára karlmaður var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa þrisvar ekið bíl eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum, þrisvar verið tekinn með fíkniefni, tvo þjófnaði og tvö fjársvikamál. Innlent 3.2.2006 10:47
Verjendur fá að leggja fram gögn vegna lánveitinga Héraðsdómur Reykjavíkur varð í morgun við kröfu verjenda í Baugsmálinu um að fá að leggja fram gögn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers sem snúa að lánveitingum sem taldar eru varða við lög. Innlent 2.2.2006 10:58
Fundu fíkniefni við umferðareftirlit Lögreglan í Kópavogi handtók mann í gærkvöldi eftir að talsvert af fíkniefnum fannst á honum við reglubundið eftirlit í umferðinni. Við yfirheyrslur í nótt viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja efnin og var honum þá sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið. Innlent 2.2.2006 07:17
Ræningi enn ófundinn Lögregla hefur ekki enn fundið manninn sem rændi höfuðstöðvar Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi á mánudag. Maðurinn ruddist inn og veifaði byssu í útbúinu og hafði á brott með sér tæplega hundrað þúsund krónur. Innlent 1.2.2006 12:48
Mikill árangur af hverfavöktun Ekkert innbrot hefur verið tilkynnt til lögreglu eftir að hverfavöktun hófst á Seltjarnarnesi í október á síðasta ári í samstarfi bæjaryfirvalda og Securitas. Næstu níu mánuði á undan hafði verið tilkynnt um frá einu og upp í átta innbrot á mánuði. Innlent 1.2.2006 07:21
Ræningjans enn leitað Lögreglan leitar enn mannsins sem rændi Happdrætti Háskólans í hádeginu. Maðurinn var klæddur í dökkbláan Kraft-galla. Þeir sem gefið geta upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. Innlent 30.1.2006 14:42
Vopnaður maður rændi HHÍ í Tjarnargötu Vopnaður ræningi rændi Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu laust fyrir klukkan tólf. Maðurinn kom inn með byssu og sagðist vera að ræna útibúið: Hann vatt sér síðan að næsta peningakassa, tók laust fé úr honum og hvarf á braut. Honum var veitt eftirför en hefur enn ekki fundist. Innlent 30.1.2006 12:44
Réttað yfir Sigurði Frey Aðalmeðferð í máli Sigurðar Freys Kristmundssonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður Freyr er ákærður fyrir að hafa banað Braga Halldórssyni í ágúst síðastliðnum með því að stinga hann með hnífi. Innlent 30.1.2006 11:34
Innbrot reynt í félagsmiðstöð Tilraun var gerð til að brjótast inn í félagsmiðstöðina í Þorlákshöfn síðustu nótt. Vaktmaður öryggisgæslufyrirtækis tók eftir að einhver hafði reynt að spenna upp hurð á félagsmiðstöðinni en mistekist og er ekki að sjá að hann hafi komist inn. Ekki er vitað hvort sami einstaklingur hafi verið á ferð og braust inn í Sæunni Sæmundsdóttur ÁR aðfaranótt laugardags. Innlent 30.1.2006 11:26
Í fangelsi fyrir akstur án réttinda Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að keyra bíl ökuréttindalaus á Akureyri. Maðurinn hefur aldrei fengið ökuréttindi og var fyrir sjö árum dæmdur til að fá aldrei ökuréttindi vegna endurtekinna umferðarlagabrota. Innlent 30.1.2006 09:20
Velti bíl á Þorlákshafnarvegi Ung kona velti bíl sínum á Þorlákshafnarvegi norðan við Eyrarbakkaveg um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hún meiddist þó ekki alvarlega en var flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún kvartaði undan verkjum í hálsi. Bíllinn sem konan ók er illa farinn og óökufær. Innlent 28.1.2006 10:00
Geta fullnýtt kortaheimildir á örskotsstundu Glæpamenn sem stela krítarkortaupplýsingum úr hraðbönkum geta fullnýtt kortaheimildir á örskömmum tíma. Örgjörvi verður kominn á íslensk krítarkort innan nokkurra vikna til að hindra að hægt sé að stela upplýsingum af kortunum við hraðbankanotkun. 500 þúsund kort eru í notkun hér á landi. Innlent 26.1.2006 20:59
Þuklaði á tíu ára stúlku Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stúlku. Maðurinn þuklaði á brjóstum hennar og kynfærum þar sem þau dvöldu á heimili bróður mannsins. Innlent 26.1.2006 17:33
Í farbann vegna dópsmygls Hæstiréttur hefur dæmt mann í farbann meðan réttað er í máli gegn honum vegna stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn er talinn hafa smyglað tæpum fjórum kílóum af hassi og einu kílói af amfetamíni sem voru falin í bíl sem kom hingað með Norrænu frá Danmörku þrettánda þessa mánaðar. Innlent 25.1.2006 17:34
Fjórtán ára tekinn á bíl Fjórtán ára piltur var stöðvaður í Sandgerði snemma í morgun þar sem hann ók um á bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi heima hjá sér. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu fyrr en eftir nokkra eftirför lögreglu. Innlent 22.1.2006 10:39
Sjö teknir við ölvunarakstur Sjö voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík í nótt. Að öðru leiti var nóttin hefðbundin hjá lögreglunni og gistu nokkrir fangageymslur. Engin innbrot hafa verið tilkynnt í höfuðborginni enn sem komið er. Innlent 21.1.2006 12:11
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent