Lög og regla

Fréttamynd

Segir seinagang óviðunandi

Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmaðurinn saklaus af smyglinu

Vegna umfjöllunar DV um fíkniefnasmygl með einu af skipum Eimskips, sem upp komst á síðasta ári, vill félagið koma því á framfæri að starfsmaður þess er ekki viðloðinn málið.

Innlent
Fréttamynd

Ólögmæt handtaka á mótmælanda

Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður en lögmaðurinn sektaður

Karlmaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af líkamsárás á skemmtistað fyrir tveimur árum. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til fimm mánaða fangelsisvistar. Héraðsdómur hafði einnig sektað verjanda mannsins, m.a. fyrir að hafa virt ábendingar dómara að vettugi og gert honum upp skoðanir.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglustjóri átalinn harðlega

Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans.

Innlent
Fréttamynd

Stálu heilli búslóð

Bíræfnir þjófar létu greipar sópa í bílskúr í Breiðholti í gærkvöldi en þar var heil búslóð geymd. Fyrr um daginn brutust þjófar inn í einbýlishús í Árbæjarhverfi og stálu þaðan meðal annars tveimur tölvum og stóru sjónvarpi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í bílskúr í Keflavík

Eldur kom upp í bílskúr í Keflavík seint í gærkvöldi en búið er í bílskúrunum. Íbúinn var ekki heima en þegar nágrannar urðu varir við reyk var kallað á slökkvilið.

Innlent
Fréttamynd

10 mánuðir fyrir röð afbrota

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tuttugu og sjö ára karlmann í tíu mánaða fangelsi og til greiðslu sekta til ýmissa aðilla fyrir óvenju skrautlegan afbrotaferil á skömmum tíma í fyrra. Þeim ferli lauk með því að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í byrjun desember og hefur setið í því síðan.

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir lögmanninum

Rannsókn á því hvort fjórir lettneskir starfsmenn GT verktaka séu löglegir í starfi sínu við fólksflutninga á Kárahnjúkum eða ekki er í biðstöðu meðan beðið er eftir því að lögmaður GT verktaka komi úr ferðalagi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkissaksóknari ósáttur

Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála.

Innlent
Fréttamynd

Í varðhaldi fram í mars

Íslendingurinn sem tekinn var í Danmörku með 35 kíló af hassi í síðustu viku hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. mars næstkomandi samkvæmt upplýsingum dönsku lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn með 35 kíló af hassi

Íslendingur á fertugsaldri er í haldi dönsku lögreglunnar vegna tilraunar til að smygla 35 kílóum af hassi. Hann situr í gæsluvarðhaldi ytra.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán ára í 30 ára fangelsi

Fimmtán ára drengur var í gær fundinn sekur um að hafa myrt afa sinn og ömmu og á 30 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Drengurinn, sem var á þunglyndislyfinu Zoloft, bar því við að aukaverkanir lyfsins hefðu leitt til þess að hann myrti móðurforeldra sína.

Innlent
Fréttamynd

Sjö ákærð í fíkniefnamáli

Fimm menn og tvær konur hafa verið ákærð fyrir þátt sinn í innflutningi á eitt þúsund e-töflum og tæplega 132 grömmum af kókaíni. Flestir hafa játað. Elsti í hópnum er fæddur árið 1963 en sá yngsti árið 1983.

Innlent
Fréttamynd

Ákærð fyrir stórfellt smygl

Sjö manns, fimm karlmenn og tvær konur, eru ákærðir fyrir smygl á eitt þúsund e-töflum og 130 grömmum af kókaíni í janúar í fyrra. Efnið kom með pósti til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Þrennt flutt á sjúkrahús

Þrennt var flutt á sjúkrahús eftir að bíll sem fólkið var í fór út af veginum á Akranesvegamótum. Tvennt fékk að fara heim að lokinni skoðun. Einum var hins vegar haldið eftir á sjúkrahúsinu. Sá hafði orðið fyrir höfuðmeiðslum og þótti því rétt að hafa eftirlit með viðkomandi, ekki var þó talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Margir stöðvaðir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Kópavogi stöðvaði hátt í þrjátíu ökumenn í gærkvöldi og í nótt fyrir of hraðan akstur í bænum. Sá sem hraðast fór mældist á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 70 kílómetrar. Auk þessa voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir annars konar umferðalagabrot. Sektir vegna hraðabrotanna hlaupa að líkindum á hundruðum þúsunda króna.

Innlent
Fréttamynd

Hreint og klárt lögbrot

Þær aðstæður sem föngum í fangelsinu á Akureyri er gert að búa við eru hreint og klárt lögbrot að áliti Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns. Hún segir að úrbótum í málefnum fanga hafi lítið miðað, en nú kveði við nýjan tón hjá nýjum fangelsismálastjóra. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir margvísleg brot

Tuttugu og sex ára karlmaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir margvísleg auðgunarbrot og brot a fíkniefnalöggjöfinni. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald í tvo og hálfan mánuð. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu vegna ótal fíkniefnabrota og áður fengið skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir þjófnaði og fíkniefnabrot.

Innlent
Fréttamynd

Óviðkomandi með öryggiskóða

Sumir fyrrverandi öryggisverðir Securitas hafa gilda öryggiskóða að fyrirtækjum og heimilum sem keypt hafa þjónustu af fyrirtækinu. Fyrrum öryggisvörður afhenti blaðamanni Fréttablaðsins miða með númeri sem veitti fullan aðgang að því húsi sem blaðið hefur aðsetur í. Kóðanum var hins vegar breytt eftir samtal blaðamanns við forstjóra Securitas.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um ölvun undir stýri

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður með Chelsea og Íþróttamaður ársins 2004, var tekinn ölvaður undir stýri aðfaranótt sunnudagsins eftir að hafa tekið þátt í gleðskap með öðrum leikmönnum Chelsea. Voru þeir að fagna góðu gengi liðsins en á laugardaginn lagði liðið Everton á útivelli og skoraði Eiður Smári sigurmark liðsins.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í bíl í Grafarvogi

Íbúar fjölbýlishúss í Grafarvogi vöknuðu upp við vondan draum undir morgun þegar sprengingar gullu við. Þegar nánar var að gáð stóð bíll í björtu báli fyrir utan húsið. Brotist hafði verið inn í bílinn og þar tendruð flugeldaterta sem óðar kveikti í öllu sem brunnið gat í bílnum. Slökkvilið var kvatt á vettvang en þá var bíllinn þegar ónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Svaf ekki eftir ránið

Starfsfólk í verslunum þar sem ræningi lét til skarar skríða í fyrri viku segist vera að jafna sig. Starfsmaður í söluturni átti við svefntruflanir að stríða í kjölfar ráns. Eigandinn segir fólk almennt svartsýnt á þjóðfélagsástandið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Björguðu lífi vinar síns

Ellefu ára gamlir drengir björguðu lífi vinar síns á laugardaginn sem fékk gat á lungað. Þeir óku honum í búðarkerru og héldu á honum í strætó. Þetta eru ofurhetjur segir móðir drengsins sem veiktist.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsið ekki mannsæmandi

Fangelsið á Akureyri er ekki mannsæmandi. Fangarnir hafa ekkert við að vera, aðstaða til útivistar er ófullnægjandi, loftræsting í klefum léleg. Taka þarf bygginguna í gegn frá grunni, segir fangelsisstjórinn. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Álag og forgangsröðun valda töfum

Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru.

Innlent
Fréttamynd

Fékk heilahristing í áflogum

Tilkynnt var um líkamsárás til lögreglunnar á Ísafirði snemma í morgun. Áflog höfðu brotist út milli manna sem slógust í íbúðargötu í bænum. Þau enduðu með því að einn var fluttur á sjúkrahús og talið var að hann hefði fengið heilahristing. Þá var maður íklæddur lögreglubúningi handtekinn í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Í stolnum lögreglubúning

Maður nokkur var handtekinn í stolnum lögreglubúningi rétt fyrir klukkan fimm í fyrrinótt. Búningnum sagðist hann hafa stolið á búningalager í Þjóðleikhúsinu.

Innlent