Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. mars 2025 11:36 Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn skammt á veg komna. Vísir/Anton Brink og Stöð 2 Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. Eins og fram hefur komið fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu eftir komu á spítala. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn tekinn í Þorlákshöfn þar sem hópur fólks gekk í skrokk á honum og beitti hann fjárkúgun. Eftir það var hann tekinn til Reykjavíkur þar sem hópurinn hélt áfram að gang í skrokk á honum. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem notaður var, samkvæmt heimildum, til að ferja manninn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. „Rannsóknin er enn á frumstigum og það er enn verið að ná utan um málsatvik. Þannig já, hún er skammt á veg komin,“ segir Jón Gunnar og að lögregla sé enn að fara yfir það hvort þau krefjist gæsluvarðhalds. Þið hafið þá frest væntanlega til eftir hádegis eða eitthvað svoleiðis? „Já, það er mismunandi eftir hverjum og einum einstakling.“ Fram kom í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi að hún hefði notið liðsinnis annarra lögregluembætta og ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. Önnur embætti aðstoða með handtökur og tæknimál „Við höfum notið aðstoðar þessara embætta við rannsókna og ástæður fyrir því eru misjafnar. Hvort sem það er tæknilegs eðlis eða vegna handtaka eða eitthvað slíkt. Það er af mjög mismunandi toga og ekki óalgengt að við njótum aðstoðar hvors annars, embættin.“ Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Fimm voru handtekin nær hádegi og svo þrír seinni part eða um kvöldið. Í hópi þeirra handteknu er, samkvæmt heimildum fréttastofu, þekktur ofbeldismaður. Þá hefur einnig, samkvæmt heimildum, verið talað um tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu mánuði. Málið er þó aðeins talið tengjast fjárkúgun. Jón Gunnar segist á þessu stigi ekki geta svarað því hvort gerendur tengist tálbeituhópum eða hvort í hópnum sé þekktur ofbeldismaður. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. „Það má alveg búast við því að það verði fleiri tilkynningar í dag en það hefur ekkert verið ákveðið með neitt slíkt. Við munum jafnt og þétt setja tilkynningar á netið.“ Lögreglumál Ölfus Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41 Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Eins og fram hefur komið fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu eftir komu á spítala. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn tekinn í Þorlákshöfn þar sem hópur fólks gekk í skrokk á honum og beitti hann fjárkúgun. Eftir það var hann tekinn til Reykjavíkur þar sem hópurinn hélt áfram að gang í skrokk á honum. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem notaður var, samkvæmt heimildum, til að ferja manninn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. „Rannsóknin er enn á frumstigum og það er enn verið að ná utan um málsatvik. Þannig já, hún er skammt á veg komin,“ segir Jón Gunnar og að lögregla sé enn að fara yfir það hvort þau krefjist gæsluvarðhalds. Þið hafið þá frest væntanlega til eftir hádegis eða eitthvað svoleiðis? „Já, það er mismunandi eftir hverjum og einum einstakling.“ Fram kom í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi að hún hefði notið liðsinnis annarra lögregluembætta og ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. Önnur embætti aðstoða með handtökur og tæknimál „Við höfum notið aðstoðar þessara embætta við rannsókna og ástæður fyrir því eru misjafnar. Hvort sem það er tæknilegs eðlis eða vegna handtaka eða eitthvað slíkt. Það er af mjög mismunandi toga og ekki óalgengt að við njótum aðstoðar hvors annars, embættin.“ Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Fimm voru handtekin nær hádegi og svo þrír seinni part eða um kvöldið. Í hópi þeirra handteknu er, samkvæmt heimildum fréttastofu, þekktur ofbeldismaður. Þá hefur einnig, samkvæmt heimildum, verið talað um tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu mánuði. Málið er þó aðeins talið tengjast fjárkúgun. Jón Gunnar segist á þessu stigi ekki geta svarað því hvort gerendur tengist tálbeituhópum eða hvort í hópnum sé þekktur ofbeldismaður. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. „Það má alveg búast við því að það verði fleiri tilkynningar í dag en það hefur ekkert verið ákveðið með neitt slíkt. Við munum jafnt og þétt setja tilkynningar á netið.“
Lögreglumál Ölfus Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41 Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41
Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01