Fíkn

Fréttamynd

Einsmáls Baldur

Í störfum mínum sem varaborgarfulltrúi hef ég komið víða við og í öllum tilfellum gert allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja skynsamlegar lausnir og umfram allt sanngjarnar. 

Skoðun
Fréttamynd

Beina nú sjónum að reykjandi krabbameinssjúklingum

Í dag er tóbaksvarnardagurinn og þar sem reykingar ungmenna hafa nær þurrkast út á síðustu áratugum beinir Krabbameinsfélagið nú sjónum sínum að eldra fólki, þar á meðal krabbameinssjúklingum, sem eiga erfitt með að hætta að reykja.

Innlent
Fréttamynd

Embætti landlæknis styður bann við spilakössum

Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum

Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Stríðið sem við getum stoppað

Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur nú staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur fíkniefnaneysla stóraukist, glæpir tengdir fíkniefnum vaxið ár frá ári og kostnaðurinn í mannslífum hækkar stöðugt.

Skoðun
Fréttamynd

Það er í góðu lagi, annars væri það bannað

Ég hef löngum velt fyrir mér að byrja vera ofboðslega dónalegur við alla sem ég hitti. Láta fólk heyra það ef það þvælist fyrir mér eða bara ef ég get fundið einhvern höggstað á því. Jafnvel að fara sjálfur að halda fram hjá og hvetja aðra til þess.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta skrefið að lögleiðingu fíkniefna?

Frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila kaup og vörslu á neysluskömmtum ávana- og fíkniefna, hefur kallað fram hörð viðbrögð í samfélaginu. Efni frumvarpsins er sótt til pírata sem hafa beitt sér fyrir því af ofurkappi undanfarin ár.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjátíu gráir skuggar...

Umræða um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á fíkniefnalögum er jákvæð. Eins og oft þá hafa allir nokkuð til síns máls. Enda er málefnið ekki svart og hvítt.

Skoðun
Fréttamynd

Til hjálpar fíkni­efna­neyt­endum

Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi.

Skoðun
Fréttamynd

Börn fái ranghugmyndir og neikvæðar hugsanir eftir neyslu á Spice

Um fjögur prósent tólf til sextán ára barna á Íslandi hafa notað efnið Spice eða rúmlega fjögur hundruð börn. Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna.

Innlent
Fréttamynd

Nýr faraldur í boði ríkisstjórnarinnar

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar, samið í heilbrigðisráðuneytinu, um að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni verði breytt á þann hátt að kaup og varsla á takmörkuðu magni ávana- og fíkniefna, svokölluðum neysluskömmtum, verði heimiluð.

Skoðun
Fréttamynd

Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice

Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Læknafélags Íslands

Í útvarpsfréttum RÚV í gær, 30.apríl, kom fram að bæði Læknafélag Íslands og Ríkislögreglustjóri legðist gegn frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um afglæpavæðingu vímuefna, sem nú er í ferli inni á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Um­ræðan undan­farin ár vegið þyngst í við­horfs­breytingunni

Afbrotafræðingur telur aukna umræðu og upplýsingaflæði síðustu ár vega þyngtst í breyttu viðhorfi almennings til afglæpavæðingar neysluskammta fíkniefna. Ríkislögreglustjóri og Læknafélag Íslands eru á meðal þeirra sem leggjast gegn nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til dóms­mála­ráð­herra vegna starfs­hóps um happ­drætti

Spilafíkn á sér margar hliðar og telja Samtök áhugafólks um spilafíkn mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum að í allri umræðu sem fram fer um þennan vanda eða málefni sem honum tengjast. Af þeim sökum var tekið jákvætt í ósk dómsmálaráðherra um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er „að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála.”

Skoðun
Fréttamynd

SÁÁ stendur á traustum fótum

Undanfarin misseri hefur verið mikil áskorun í starfi SÁÁ. Í ljósi þess að skjólstæðingar SÁÁ eru útsetttari fyrir smiti af COVID-19 en aðrir hefur starfsfólk samtakanna tekist að skipuleggja starfs samtakanna og spítala SÁÁ á þann hátt að allra smitvarna sé gætt.

Skoðun
Fréttamynd

Segir af­glæpa­væðingu „gefa leyfi til að prófa“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir stórkostleg mistök að afglæpavæða neysluskammta og vonar að „menn nái áttum“ áður en það verði að veruleika. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta hugnast honum ekki.

Innlent
Fréttamynd

Stefna að sam­fé­lagi án sígarettna

Nýja-Sjáland hyggst útrýma tóbaksreykingum í landinu fyrir árið 2025. Aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins segir brýnt að vernda komandi kynslóðir fyrir þeim hættum sem fylgja tóbaksreykingum, enda deyi hátt í fimm þúsund Nýsjálendingar ár hvert af völdum tóbaks.

Erlent
Fréttamynd

Fengu tíu milljóna styrk eftir að sam­starfi við Ís­lands­spil var slitið

Formaður SÁÁ segir ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga. Hann telur það mikið gæfuspor fyrir samtökin, sem geti nú loks tekið þátt í umræðu um spilafíkn út frá skjólstæðingum sínum. Í kjölfar ákvörðunarinnar veitti einstaklingur samtökunum tíu milljóna styrk til að koma til móts við fyrirsjáanlegan tekjumissi.

Innlent
Fréttamynd

Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt

Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta.

Innlent